Ritningar
Kenning og sáttmálar 112
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

112. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Thomasar B. Marsh í Kirtland, Ohio, 23. júlí 1837, varðandi tólf postula lambsins. Þessi opinberun var meðtekin sama dag og öldungar Heber C. Kimball og Orson Hyde kenndu fyrst fagnaðarerindið á Englandi. Thomas B. Marsh var á þessum tíma forseti tólfpostulasveitarinnar.

1–10, Hinir tólf skulu senda út fagnaðarerindið og hefja upp aðvörunarraust til allra þjóða og lýða; 11–15, Þeir skulu taka upp kross sinn, fylgja Jesú og næra sauði hans; 16–20, Þeir sem taka á móti Æðsta forsætisráðinu taka á móti Drottni; 21–29, Myrkur grúfir yfir jörðunni, og aðeins þeir sem trúa og eru skírðir munu hólpnir; 30–34, Æðsta forsætisráðið og hinir tólf hafa lyklana að ráðstöfuninni í fyllingu tímanna.

1 Sannlega, svo mælir Drottinn til þjóns míns Thomasar: Ég hef heyrt bænir þínar og ölmusa þín hefur stigið upp til mín sem aminnisvarði frammi fyrir mér, í þágu bræðra þinna, sem útvaldir voru og vígðir fyrir tilstilli þjóna minna til að bera nafni mínu vitni og bsenda það út á meðal allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýðs.

2 Sannlega segi ég þér, að nokkuð er það í hjarta þínu og hjá þér, sem ég, Drottinn, var ekki vel ánægður með.

3 Engu að síður munt þú upphafinn, þar eð þú aauðmýkir þig. Þess vegna eru allar syndir þínar þér fyrirgefnar.

4 Ver því avonglaður í hjarta fyrir augliti mínu, og þú skalt bera nafni mínu vitni, ekki aðeins bÞjóðunum, heldur einnig cGyðingunum. Og þú skalt senda orð mitt til endimarka jarðar.

5 Þess vegna skalt þú aberjast morgun eftir morgun, og dag eftir dag láta baðvörunarrödd þína berast. Og þegar kvölda tekur skulu íbúar jarðar ekki blunda, vegna ræðu þinnar.

6 Lát bústað þinn verða kunnan í Síon og aflyt ekki hús þitt, því að ég, Drottinn, ætla þér mikið verk að vinna við að kynna mannanna börnum nafn mitt.

7 aGirð þess vegna lendar þínar fyrir þetta verk. Haf fætur þína einnig skóaða, því að þú ert útvalinn, og leið þín liggur um fjöllin og meðal margra þjóða.

8 Og með orði þínu munu margir háir aniðurlægðir og með orði þínu munu margir smáir upphafðir.

9 Rödd þín skal átelja hina brotlegu, og við átölur þínar skal tunga rógberans láta af rangfærslum sínum.

10 Ver aauðmjúkur og Drottinn Guð þinn mun leiða þig sér við hönd og svara bænum þínum.

11 Ég þekki hjarta þitt og hef heyrt bænir þínar varðandi bræður þína. Ver eigi hlutdrægur gagnvart þeim með því að aelska þá umfram marga aðra, heldur skalt þú elska þá eins og sjálfan þig og láta kærleik þinn streyma til allra manna og allra þeirra, sem elska nafn mitt.

12 Og bið fyrir bræðrum þínum af hinum tólf. Áminn þá af festu vegna nafns míns og lát ávíta þá fyrir allar syndir þeirra. Og ver þú anafni mínu trúr frammi fyrir mér.

13 Og eftir afreistingar þeirra og mikið bandstreymi, sjá, þá mun ég, Drottinn, leita þeirra, og ef þeir herða ekki hjörtu sín og gjörast ekki harðsvíraðir gegn mér, munu þeir csnúast til trúar og ég mun lækna þá.

14 Nú segi ég yður, og það sem ég segi yður segi ég öllum hinum tólf: Rísið og girðið lendar yðar, takið upp akross yðar, fylgið mér og bnærið sauði mína.

15 Upphefjið ekki sjálfa yður. aRísið ekki gegn þjóni mínum Joseph, því að sannlega segi ég yður: Ég er með honum og hönd mín skal hvíla yfir honum, og blyklar þeir, sem ég hef gefið honum og yður, verða ekki frá honum teknir fyrr en ég kem.

16 Sannlega segi ég þér, þjónn minn Thomas: Þú ert sá maður, sem ég hef útvalið til að halda lyklum ríkis míns úti á meðal allra þjóða, eins og þeir heyra til hinum tólf —

17 Svo að þú megir verða þjónn minn og upp ljúka dyrum ríkisins á öllum þeim stöðum, sem þjónn minn Joseph og þjónn minn aSidney og þjónn minn bHyrum geta ekki verið —

18 Því að á þá hef ég lagt þunga allra safnaðanna um hríð.

19 Far þess vegna hvert sem þeir senda þig og ég mun vera með þér, og hvar sem þú kunngjörir nafn mitt munu aáhrifamiklar dyr opnast þér, svo að þeir geti tekið á móti orði mínu.

20 Hver sem atekur á móti orði mínu, tekur á móti mér, og hver sem tekur á móti mér, tekur á móti Æðsta forsætisráðinu, sem ég hef sent og ég hef gjört að ráðgjöfum, vegna nafns míns.

21 Og enn segi ég þér, að hver sá, sem þú sendir í mínu nafni, með samþykki bræðra þinna, hinna atólf, með réttum meðmælum þínum og bvaldi, skal hafa kraft til að opna dyr ríkis míns fyrir hverja þá þjóð, sem þú sendir þá til —

22 Svo sem þeir auðmýkja sig fyrir mér og fara eftir orðum mínum og ahlýða á rödd anda míns.

23 Sannlega, sannlega segi ég þér: aMyrkur grúfir yfir jörðunni og formyrkvar huga fólksins, og allt hold er bspillt orðið fyrir augum mínum.

24 Sjá, arefsingin fellur skjótt yfir íbúa jarðar. Dagur heilagrar reiði, dagur brennu, dagur eyðingar, bgráts, hryggðar og harmakveins, og sem hvirfilvindur kemur hún yfir alla jörðina, segir Drottinn.

25 Og á húsi mínu mun hún ahefjast, og frá húsi mínu mun hún út ganga, segir Drottinn —

26 Fyrst til þeirra meðal yðar, segir Drottinn, sem asegjast hafa þekkt nafn mitt, en hafa ekki bþekkt mig og hafa cguðlastað gegn mér, mitt í húsi mínu, segir Drottinn.

27 Hafið þess vegna ekki áhyggjur af málefnum kirkjunnar á þessum stað, segir Drottinn.

28 En ahreinsið heldur hjörtu yðar frammi fyrir mér og bfarið síðan um allan heim og prédikið fagnaðarerindi mitt fyrir hverri skepnu, sem ekki hefur meðtekið það —

29 Og sá, sem atrúir og lætur bskírast, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir og ekki lætur skírast, mun cfordæmdur verða.

30 Því að yður, hinum atólf, og þeim, bÆðsta forsætisráðinu, sem útnefndir eru ásamt yður til að vera ráðgjafar yðar og leiðtogar, er veitt vald þessa prestdæmis, fyrir hina síðustu daga og í síðasta sinn, sem er cráðstöfunin í fyllingu tímanna.

31 Og þetta vald hafið þér með öllum þeim, sem tekið hafa á móti ráðstöfunum á hverjum tíma, allt frá upphafi sköpunarinnar —

32 Því að sannlega segi ég yður, að alyklar þeirrar ráðstöfunar, sem þér hafið meðtekið, hafa bborist áfram frá feðrunum, og að lokum verið sendir yður niður frá himni.

33 Sannlega segi ég yður: Sjá hversu mikil köllun yðar er. aHreinsið hjörtu yðar og klæði, svo að þér þurfið ekki að bsvara fyrir blóð þessarar kynslóðar.

34 Ver staðföst þar til ég akem, því að ég kem skjótt, og laun mín hef ég með mér til að gjalda hverjum manni eins og bverk hans verða. Ég er Alfa og Ómega. Amen.