Ritningar
Kenning og sáttmálar 111
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

111. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Salem, Massachusetts, 6. ágúst 1836. Á þessum tíma voru leiðtogar kirkjunnar hlaðnir skuldum vegna helgra þjónustustarfa sinna. Þegar þeir heyrðu að miklar fjárhæðir væru þeim tiltækar í Salem, fór spámaðurinn, ásamt Sidney Rigdon, Hyrum Smith og Oliver Cowdery, þangað frá Kirtland, Ohio, til að kanna þetta, svo og að boða fagnaðarerindið. Bræðurnir afgreiddu nokkur mál kirkjunnar og prédikuðu nokkuð. Þegar ljóst varð, að ekkert fé fengist afhent, sneru þeir aftur til Kirtlands. Nokkur atriði, sem þarna voru mest áberandi, endurspeglast í orðum þessarar opinberunar.

1–5, Drottinn lítur eftir stundlegum þörfum þjóna sinna; 6–11, Hann mun vera Síon miskunnsamur og haga öllu til góðs fyrir þjóna sína.

1 Ég, Drottinn Guð yðar, er ekki óánægður með þessa ferð yðar, þrátt fyrir heimskupör yðar.

2 Ég á mikil auðæfi í þessari borg fyrir yður, Síon til heilla og einnig marga í þessari borg, sem ég mun fyrir yðar tilstilli safna saman á sínum tíma Síon til heilla.

3 Þess vegna er mér æskilegt, að þér komist í kynni við menn í þessari borg, eins og yður verður leiðbeint og yður mun gefið.

4 Og svo ber við, að á sínum tíma mun ég afhenda yður þessa borg, og þér skuluð hafa vald yfir henni, svo að þeir uppgötvi ekki launung yðar. Og auðæfi hennar í gulli og silfri verða yðar.

5 Hafið eigi áhyggjur af askuldum yðar, því að ég mun gefa yður kraft til að greiða þær.

6 Hafið eigi áhyggjur af Síon, því að ég mun auðsýna henni miskunn.

7 Haldið kyrru fyrir á þessum stað og í nærliggjandi héruðum —

8 Og sá staður, sem ég vil að þér haldið að mestu kyrru fyrir á, skal sýndur yður með afriði og krafti anda míns, sem mun streyma til yðar.

9 Þann stað fáið þér leigðan. Og spyrjið af kostgæfni um forna íbúa og stofnendur þessarar borgar —

10 Því að fleiri en einn fjársjóð getið þér fundið í þessari borg.

11 Verið því ahyggnir sem höggormar, en syndlausir þó. Og ég mun haga öllu yður til bgóðs, jafn óðum og þér eruð færir um að meðtaka það. Amen.