Ritningar
Kenning og sáttmálar 103


103. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 24. febrúar 1834. Þessi opinberun var gefin eftir komu Parleys P. Pratt og Lymans Wight til Kirtlands, Ohio, en þeir komu frá Missouri til að ráðgast við spámanninn varðandi aðstoð við hina heilögu og endurheimt þeirra á löndum sínum í Jacksonsýslu.

1–4, Hvers vegna Drottinn leyfði, að hinir heilögu í Jacksonsýslu væru ofsóttir; 5–10, Hinir heilögu munu sigra, ef þeir halda boðorðin; 11–20, Lausn Síonar verður með mætti, og Drottinn mun fara fyrir fólki sínu; 21–28, Hinir heilögu munu sameinast í Síon, og þeir sem fórna lífi sínu munu finna það aftur; 29–40, Ýmsir bræður eru kallaðir til að skipuleggja Síonarfylkingu og fara til Síonar; þeim er heitið sigri, ef þeir eru staðfastir.

1 Sannlega segi ég yður, vinir mínir: Sjá, ég gef yður opinberun og fyrirmæli, svo að þér vitið hvernig þér skuluð aframfylgja skyldum yðar varðandi sáluhjálp og blausn bræðra yðar, sem dreifðir hafa verið í landi Síonar —

2 Óvinir mínir hafa ahrakið þá og þjáð, en heilagri reiði minni mun ég úthella takmarkalaust yfir þá á sínum tíma.

3 Því að ég hef leyft þeim fram að þessu, að þeir fái að afylla mæli misgjörða sinna, svo að bikar þeirra verði fullur —

4 Og svo að skamma hríð mætti með sárri og þungbærri ögun aaga þá, sem kenna sig við nafn mitt, vegna þess að þeir bhlýddu ekki að fullu þeim boðum og fyrirmælum, sem ég gaf þeim.

5 En sannlega segi ég yður, að ég hef tekið ákvörðun, sem fólki mínu verður ljós, svo sem það frá þessari sömu stundu hlítir þeim aráðum, sem ég, Drottinn Guð þeirra, mun gefa því.

6 Sjá, það mun einmitt frá þessari stundu fara að sigrast á óvinum mínum, því að ég hef ákvarðað það.

7 Og með því að ahlýða á og virða öll þau orð, sem ég, Drottinn Guð þeirra, mæli til þeirra, skal sigurgöngu þeirra aldrei linna fyrr en bríki heimsins eru lögð að fótum mér og jörðin verður cafhent hinum dheilögu til eeignar, alltaf og að eilífu.

8 En sem þeir ahalda ekki boðorð mín og hlýða ekki á né virða öll mín orð, svo munu ríki heimsins sigrast á þeim.

9 Því að þeim var ætlað að verða heiminum aljós og mönnunum frelsarar —

10 Og sem þeir eru mönnunum ekki frelsarar, svo eru þeir sem asalt er dofnað hefur, og því til einskis annars nýtt en að vera kastað út og fótum troðið af mönnum.

11 En sannlega segi ég yður, ég hef ákvarðað að bræður yðar, sem dreifðir hafa verið, snúi aftur til aerfðalanda sinna og byggi upp eyðistaði Síonar.

12 Því að eftir amikið andstreymi kemur blessunin, eins og ég hef áður boðið.

13 Sjá, þetta er sú blessun, sem ég hef heitið yður eftir andstreymi yðar og andstreymi bræðra yðar — lausn yðar og lausn bræðra yðar, jafnvel endurreisn þeirra í Síonarlandi, sem skal uppbyggt og aldrei framar niður rifið.

14 Ef þeir eigi að síður vanhelga arfleifð sína, mun þeim kollvarpað, því að ég mun ekki hlífa þeim, ef þeir vanhelga arfleifð sína.

15 Sjá, ég segi yður, að lausn Síonar hlýtur að verða með mætti —

16 Þess vegna mun ég vekja mann fyrir fólk mitt, sem mun leiða það líkt og aMóse leiddi börn Ísraels.

17 Því að þér eruð börn Ísraels og af aniðjum Abrahams og yður verður að leiða úr ánauð af mætti og með útréttum armi.

18 Og á sama hátt og feður yðar voru í fyrstu leiddir, já, þannig mun endurlausn Síonar verða.

19 Látið þess vegna ekki hugfallast, því að ég segi ekki við yður eins og ég sagði við feður yðar: aEngill minn mun fara fyrir yður, en ekki bnávist mín.

20 En ég segi við yður: aEnglar mínir munu fara fyrir yður og einnig návist mín, og er tímar líða munuð þér beignast hið góða land.

21 Sannlega, sannlega segi ég yður, að þjónn minn Joseph Smith yngri er sá amaður, sem ég líkti þjóninum við, sem herra bvíngarðsins talaði til í dæmisögunni, sem ég hef gefið yður.

22 Þess vegna skal þjónn minn Joseph Smith yngri mæla hina ungu menn mína og þá miðaldra við astyrk húss míns — Safnist saman á landi Síonar, á því landi, sem ég hef keypt fyrir það fé, er mér hefur verið helgað.

23 Og allir söfnuðirnir sendi hyggna menn með fé sitt og akaupi land, já, eins og ég hef boðið þeim.

24 Og sem óvinir mínir koma gegn yður og reka yður af hinu góða alandi mínu, er ég hef helgað sem land Síonar, já, af yðar eigin löndum, eftir að þér hafið vitnað gegn þeim fyrir mér, svo skuluð þér formæla þeim —

25 Og hverjum, sem þér formælið, mun ég formæla, og þér skuluð ná rétti mínum á óvinum mínum.

26 Og návist mín verður með yður, já, við að ná arétti mínum yfir óvinum mínum, allt í þriðja og fjórða ættlið þeirra, sem forsmá mig.

27 Enginn maður skal óttast að fórna lífi sínu mín vegna, því að sá, sem aleggur líf sitt í sölurnar mín vegna, mun finna það aftur.

28 Og hver sá, sem ekki er fús til að fórna lífi sínu mín vegna, er ekki lærisveinn minn.

29 Það er vilji minn, að þjónn minn aSidney Rigdon hefji upp raust sína yfir söfnuðunum í austurhlutum landsins og búi þá undir að halda þau boð, sem ég hef gefið þeim varðandi endurreisn og endurlausn Síonar.

30 Það er vilji minn, að þjónn minn aParley P. Pratt og þjónn minn Lyman Wight snúi ekki aftur til lands bræðra sinna, fyrr en þeir hafa náð tíu, tuttugu, fimmtíu eða hundrað manna hópum til að fara til Síonarlands, ekki fyrr en þeir hafa skipulagt fimm hundruð manns af bstyrk húss míns.

31 Sjá, þetta er vilji minn. Biðjið og yður mun gefast. En menn gjöra aekki alltaf vilja minn.

32 Ef þér getið því ekki náð fimm hundruðum, leitið þá af kostgæfni, svo að þér mögulega náið þremur hundruðum.

33 Og ef þér náið ekki þremur hundruðum, leitið þá af kostgæfni, svo að þér mögulega náið einu hundraði.

34 En sannlega segi ég yður: Þau fyrirmæli gef ég yður, að fara ekki til Síonarlands, fyrr en þér hafið náð einu hundraði af styrk húss míns til að fara með yður til Síonarlands.

35 Eins og ég því sagði yður, biðjið og yður mun gefast. Biðjið einlæglega að þjóni mínum Joseph Smith yngri megi auðnast að fara með yður og vera í forsæti meðal fólks míns og skipuleggja ríki mitt á hinu ahelgaða landi og koma börnum Síonar fyrir samkvæmt þeim lögum og boðum, sem hafa verið og gefin verða yður.

36 Allur sigur og öll dýrð fellur yður í skaut fyrir akostgæfni yðar, staðfestu og btrúarbænir.

37 Lát þjón minn Parley P. Pratt fara með þjóni mínum Joseph Smith yngri.

38 Lát þjón minn Lyman Wight fara með þjóni mínum Sidney Rigdon.

39 Lát þjón minn Hyrum Smith fara með þjóni mínum Frederick G. Williams.

40 Lát þjón minn Orson Hyde fara með þjóni mínum Orson Pratt, hvert sem þjónn minn Joseph Smith yngri ræður þeim að fara, til uppfyllingar þeim boðum, sem ég hef gefið yður. En felið allt annað í mínar hendur. Já, vissulega. Amen.