Ritningar
Kenning og sáttmálar 102


102. Kafli

Fundargjörð um skipan háráðs Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Kirtland, Ohio, 17. febrúar 1834. Fundargjörðina rituðu upphaflega öldungarnir Oliver Cowdery og Orson Hyde. Spámaðurinn fór yfir fundargjörðina næsta dag og daginn eftir það var leiðrétt fundargjörðin samþykkt einróma af háráðinu sem „mótun og stjórnskipulag háráðs“kirkjunnar. Versum 30 til og með 32, sem varða Tólfpostularáðið, var bætt við undir stjórn Josephs Smith árið 1835, þegar þessi kafli í Kenningu og sáttmálum var búinn undir prentun.

1–8, Háráð er útnefnt til að leysa erfiðan vanda, sem upp kemur í kirkjunni; 9–18, Dómsköp við yfirheyrslur gefin; 19–23, Forseti ráðsins tekur ákvörðunina; 24–34, Aðferð við áfrýjun sett fram.

1 Þennan dag kom aðalráð tuttugu og fjögurra hápresta saman í húsi Josephs Smith yngri, samkvæmt opinberun, og vann að skipulagningu aháráðs kirkju Krists, sem í ættu sæti tólf háprestar og einn eða þrír forsetar eftir aðstæðum.

2 Háráðið var tilnefnt með opinberun í þeim tilgangi að leysa erfiðan vanda, sem kynni að koma upp í kirkjunni og kirkjan eða abiskupsráðið gæti ekki leyst þannig, að hlutaðeigendur væru ánægðir.

3 Joseph Smith yngri, Sidney Rigdon og Frederick G. Williams voru með rödd ráðsins viðurkenndir forsetar, og Joseph Smith eldri, John Smith, Joseph Coe, John Johnson, Martin Harris, John S. Carter, Jared Carter, Oliver Cowdery, Samuel H. Smith, Orson Hyde, Sylvester Smith og Luke Johnson, háprestar, voru með einróma samþykki ráðsins valdir í fastaráð kirkjunnar.

4 Fyrrnefndir ráðsmenn voru síðan spurðir hvort þeir samþykktu tilnefningu sína og hvort þeir vildu starfa í því embætti í samræmi við lögmál himins, og svöruðu þeir allir, að þeir samþykktu tilnefningu sína og myndu rækja embætti sín í samræmi við þá náð, sem Guð sýndi þeim.

5 Tala þeirra, er sátu ráðið og greiddu atkvæði fyrir kirkjuna og í nafni hennar um tilnefningu fyrrnefndra ráðsmanna, var fjörutíu og þrír, sem skiptist þannig: Níu háprestar, sautján öldungar, fjórir prestar og þrettán meðlimir.

6 Samþykkt: Að háráðið hafi ekki úrskurðarvald, ef færri en sjö hinna fyrrnefndu ráðsmanna, eða rétt tilnefndir eftirmenn þeirra, eru viðstaddir.

7 Þessir sjö skulu hafa vald til að tilnefna aðra hápresta, sem þeir telja verðuga og hæfa til starfa í stað fjarstaddra ráðsmanna.

8 Samþykkt: Að hvenær sem einhver staðan losni, vegna dauðsfalls, brottvikningar úr embætti einhvers fyrrgreindra ráðsmanna vegna misferlis, eða brottflutnings frá umráðasvæði stjórnar þessarar kirkju, skuli staðan skipuð með tilnefningu forsetans eða forsetanna og staðfestingu aðalráðs háprestanna, sem kallað væri saman í þeim tilgangi og starfar í nafni kirkjunnar.

9 Forseti kirkjunnar, sem einnig er forseti ráðsins, er tilnefndur með aopinberun, og er stjórnunarstaða hans bstaðfest með rödd kirkjunnar.

10 Og það er í samræmi við tign embættis hans, að hann sé í forsæti í ráði kirkjunnar og það er réttur hans að hafa sér til aðstoðar tvo aðra forseta, sem tilnefndir eru á sama hátt og hann sjálfur var tilnefndur.

11 Og séu annar eða báðir þeirra, sem tilnefndir eru honum til aðstoðar, fjarverandi, hefur hann vald til að vera í forsæti ráðsins án aðstoðarmanns. Og sé hann sjálfur fjarverandi, hafa hinir forsetarnir vald til að vera í forsæti í stað hans, annar þeirra eða báðir.

12 Hvenær sem háráð kirkju Krists er formlega skipað, á þann hátt sem að framan greinir, skal það vera skylda ráðsmannanna tólf að varpa hlutkesti um röð þeirra og þannig ákveða hver hinna tólf skuli fyrstur tala, og er byrjað á númer eitt og þannig áfram að númer tólf.

13 Hvenær sem þetta ráð kemur saman til afgreiðslu einhvers máls, skulu ráðsmennirnir tólf íhuga hvort um erfitt mál sé að ræða eða ekki. Ef ekki, skulu aðeins tveir ráðsmannanna reifa það, á þann hátt sem að framan greinir.

14 En teljist það erfitt, skulu fjórir tilnefndir. Og sé það sérlega erfitt, þá sex. En í engu tilviki skal tilnefna fleiri en sex.

15 Hinir ákærðu í öllum málum eiga rétt á helmingi ráðsmannanna, til að koma í veg fyrir misbeitingu eða óréttlæti.

16 Þeir ráðsmenn, sem nefndir eru til að tala fyrir ráðinu, eiga að sækja málið, eftir að málsgögn hafa verið skoðuð í réttu ljósi fyrir ráðinu, og hver maður tali af sanngirni og aréttvísi.

17 Þeir ráðsmenn, sem draga jafnar tölur, það er 2, 4, 6, 8, 10 og 12, skulu koma fram fyrir hönd hins ákærða og koma í veg fyrir misbeitingu og óréttlæti.

18 Í öllum málum skulu ákærandi og ákærði eiga rétt á að tala sjálfir fyrir ráðinu, eftir að málsgögn hafa verið kynnt og þeir ráðsmenn, sem tilnefndir hafa verið til að flytja málið, hafa lokið máli sínu.

19 Eftir að málsgögn hafa verið kynnt, ráðsmenn, ákærandi og hinn ákærði hafa talað, skal forseti fella úrskurð sinn í samræmi við þann skilning, sem hann hefur á málinu, og kalla til ráðsmennina tólf til að staðfesta hann með atkvæði sínu.

20 En ef aðrir ráðsmenn, sem ekki hafa talað, eða einhver þeirra, verða varir við villu í úrskurði forsetans, eftir að hafa hlýtt á málflutninginn allan á óhlutdrægan hátt, geta þeir látið það í ljós, og skal málið þá tekið fyrir að nýju.

21 Og ef, eftir vandlegan endurflutning málsins, einhverju nýju ljósi er varpað á það, skal úrskurðinum breytt í samræmi við það.

22 En komi ekkert nýtt í ljós, skal fyrri úrskurður gilda, og hefur meiri hluti ráðsins vald til að ákveða það.

23 Sé um erfiðleika að ræða varðandi akenningu eða grundvallarreglu og ekki finnst nægilegt um það skráð til að gjöra ráðinu málið augljóst, getur forsetinn spurt og leitað álits Drottins með bopinberun.

24 Þegar háprestarnir eru erlendis, hafa þeir vald til þess að kalla saman og skipuleggja ráð á fyrrgreindan hátt til að leysa vandamál, þegar annar eða báðir aðilar fara fram á það.

25 Og umrætt ráð háprestanna skal hafa vald til að tilnefna einn úr þeirra hópi til að vera í forsæti slíks ráðs þann tíma.

26 Það skal vera skylda umrædds ráðs að senda samstundis eintak af málsskjölum ásamt fullri greinargerð fyrir vitnaleiðslunni, sem ákvörðun þeirra byggist á, til háráðsins, þar sem aðsetur æðsta forsætisráðs kirkjunnar er.

27 Verði málsaðilar, báðir eða annarhvor, óánægðir með úrskurð umrædds ráðs, geta þeir áfrýjað til háráðsins, þar sem aðsetur æðsta forsætisráðs kirkjunnar er, og fengið málið tekið upp, og skal málið flutt þar í samræmi við framanskráð, eins og engin ákvörðun hafi verið tekin.

28 Þetta ráð hápresta erlendis skal aðeins kalla saman, þegar upp koma mjög aerfið mál innan kirkjunnar, en ekkert venjulegt eða algengt mál nægir til að kalla saman slíkt ráð.

29 Farand-háprestar eða háprestar staðsettir erlendis hafa vald til að úrskurða hvort nauðsynlegt sé að kalla saman slíkt ráð eða ekki.

30 Mismunur er á ákvörðunum háráðsins eða afarand-hápresta erlendis annars vegar og farand-háráðsins, sem bpostularnir tólf eru í, hins vegar.

31 Ákvörðun hinna fyrrnefndu má áfrýja, en ákvörðun hinna síðarnefndu ekki.

32 Hina síðarnefndu geta aðeins aðalvaldhafar kirkjunnar véfengt, sé um lögmálsbrot að ræða.

33 Ákvörðun: Að forsetinn eða forsetarnir í æðsta forsætisráði kirkjunnar hafi í hverju tilviki vald til að ákveða hvort rétt sé að taka það mál fyrir að nýju, sem áfrýjað hafi verið, eftir að hafa skoðað áfrýjunina og málsgögn þau og yfirlýsingar, sem henni fylgja.

34 Ráðsmennirnir tólf vörpuðu síðan hlutkesti um hverjir skyldu fyrstir tala, og niðurstaðan varð sem hér segir: 1, Oliver Cowdery; 2, Joseph Coe; 3, Samuel H. Smith; 4, Luke Johnson; 5, John S. Carter; 6, Sylvester Smith; 7, John Johnson; 8, Orson Hyde; 9, Jared Carter; 10, Joseph Smith eldri; 11, John Smith; 12, Martin Harris.Fundinum lauk með bæn.

Oliver Cowdery,

Orson Hyde,

ritarar