Ritningar
Mósía 1


Bók Mósía

1. Kapítuli

Benjamín konungur kennir sonum sínum tungu feðra sinna og spádóma — Trúarbrögð þeirra og menning hefur varðveist vegna þeirra heimilda sem geymst hafa á ýmsum töflum — Mósía er valinn konungur og honum falin umsjón með heimildunum og fleiru. Um 130–124 f.Kr.

1 En nú dró ekki frekar til sundurlyndis í alandi Sarahemla meðal þegna Benjamíns konungs, svo að órofinn friður ríkti það sem eftir var ævidaga hans.

2 Og svo bar við, að hann eignaðist þrjá sonu, og hann nefndi þá Mósía, Helórum og Helaman. Og hann lét akenna þeim btungu feðra sinna, til að þeir yrðu skilningsríkir menn og mættu þekkja spádómana, sem feður þeirra höfðu mælt af munni fram og hönd Drottins færði þeim.

3 Og hann fræddi þá einnig um heimildirnar, sem letraðar voru á látúnstöflurnar og sagði: Synir mínir, ég vildi, að þið hefðuð hugfast, að án þessara ataflna, sem geyma þessar heimildir og þessi boðorð, hlytum við að hafa þjáðst í bvanþekkingu allt fram á þessa stund, þar eð við hefðum ekki þekkt leyndardóma Guðs.

4 Því útilokað er, að faðir okkar, Lehí, hefði getað munað allt þetta og kennt börnum sínum, án þessara taflna. En honum hafði verið kennd atunga Egypta og því gat hann lesið áletranirnar og kennt þær börnum sínum, svo að þau gætu þar með kennt þær sínum börnum og þannig uppfyllt boð Guðs, allt fram til þessa dags.

5 Og ég segi ykkur, synir mínir, að án þessara hluta, sem hönd Guðs hefur geymt og avarðveitt, til þess að við getum blesið og skilið cleyndardóma hans og haft boðorð hans stöðugt fyrir augum, hefði jafnvel feðrum okkar hnignað í vantrú, og við hefðum orðið eins og bræður okkar, Lamanítar, sem ekkert vita um þessa hluti og trúa þeim jafnvel ekki, þegar þeim eru kenndir þeir, vegna darfsagna feðra þeirra, sem alrangar eru.

6 Ó, synir mínir. Ég vildi, að þið hefðuð hugfast, að þessi orð eru sönn og einnig það, að þessar heimildaskrár eru asannar. Og sjá. Svo er og um töflur Nefís, sem á eru heimildir og orð feðra okkar frá því að þeir yfirgáfu Jerúsalem til líðandi stundar, og þær eru sannar. Og við megum vita, að þeim er treystandi, því að við höfum þær fyrir augum.

7 Og nú vildi ég, synir mínir, að þið akönnuðuð þær af kostgæfni og nytuð góðs af. Og ég vildi, að þið bhélduð boðorð Guðs, svo að ykkur megi cvegna vel í landinu, samkvæmt þeim dfyrirheitum, sem Drottinn gaf feðrum okkar.

8 Og margt fleira kenndi Benjamín konungur sonum sínum, sem ekki er skráð í þessari bók.

9 Og svo bar við, að þegar Benjamín konungur hafði lokið við að kenna sonum sínum, tók hann að eldast og sá, að brátt gengi hann veg allrar veraldar. Hann taldi því ráðlegt að veita einum sona sinna konungdóminn.

10 Þess vegna lét hann leiða Mósía fyrir sig. Og þetta eru orðin, sem hann mælti við hann, þegar hann sagði: Sonur minn. Ég vil, að þú látir það boð út ganga um allt þetta land og meðal allrar þessarar þjóðar, eða afólksins í Sarahemla og fólks Mósía, sem í landinu dvelst, að safnast saman, því að á degi komanda mun ég af eigin munni gefa þjóð minni þá yfirlýsingu, að þú sért bkonungur og stjórnandi þessarar þjóðar, sem Drottinn, Guð okkar, hefur falið okkur.

11 Og enn fremur mun ég gefa þessari þjóð anafn til að auðkenna hana á þann hátt frá öllum öðrum þjóðum, sem Drottinn Guð hefur leitt úr landi Jerúsalem. Og þetta gjöri ég, vegna þess að hún hefur haldið boðorð Drottins af kostgæfni.

12 Og ég gef þeim nafn, sem aldrei verður þurrkað út, nema með alögmálsbroti.

13 Já, og enn fremur segi ég þér, að gjörist þessi mikla forréttindaþjóð Drottins alögmálsbrjótur og verði ranglát eða saurlíf, mun Drottinn sleppa af henni hendi, svo að hún verði bmáttvana eins og bræður hennar, og hann mun ekki cvarðveita hana lengur með óviðjafnanlegum og undursamlegum krafti sínum, eins og hann hefur fram til þessa varðveitt feður okkar.

14 Því að ég segi þér, að hefði hann ekki rétt út arm sinn til að varðveita feður okkar, hlytu þeir að hafa fallið í hendur Lamaníta og orðið fórnarlömb haturs þeirra.

15 Og svo bar við, að þegar Benjamín konungur hafði lokið máli sínu við son sinn, fól hann honum á hendur öll málefni ríkis síns.

16 Og hann fól honum enn fremur heimildaskrárnar, sem letraðar eru á alátúnstöflurnar, auk þess töflur Nefís og einnig bsverð Labans og chnöttinn eða leiðarvísinn, sem leiddi feður okkar í óbyggðunum, og var þannig gjörður af Drottins hendi, að þeir yrðu leiddir, hver og einn í samræmi við þá athygli og ástundun, sem þeir sýndu Drottni.

17 Þess vegna vegnaði þeim ekki vel, þegar þeir voru ótrúir, og þeim miðaði ekki áfram, heldur ahröktust til baka og kölluðu vanþóknun Guðs yfir sig. Þess vegna dundi hungursneyð og sárar þrengingar yfir þá til að vekja þá til minningar um skyldur sínar.

18 Og nú bar svo við, að Mósía fór og gjörði sem faðir hans hafði mælt fyrir og bauð öllum íbúum Sarahemla að safnast saman og halda til musterisins og hlýða á þau orð, sem faðir hans vildi beina til þeirra.