Ritningar
Jakob 2
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

2. Kapítuli

Jakob fordæmir ást á auðæfum, hroka og óskírlífi — Menn mega leita auðæfanna til að hjálpa meðbræðrum sínum — Drottinn býður að engir menn á meðal Nefíta megi eiga fleiri en eina eiginkonu — Drottinn hefur velþóknun á hreinleika kvenna. Um 544–421 f.Kr.

1 Orðin sem Jakob, bróðir Nefís, mælti til Nefíþjóðarinnar að Nefí látnum:

2 Ástkæru bræður mínir. Samkvæmt þeirri ábyrgð, sem ég, Jakob ber gagnvart Guði um að efla embætti mitt af alvöru og hreinsa klæði mín af syndum yðar, geng ég nú á þessum degi inn í musterið til þess að boða yður orð Guðs.

3 Og sjálfir vitið þér, að ég hef fram að þessu þjónað dyggilega í köllun minni. En á þessum degi íþyngir mér heitari þrá og meiri áhyggjur af sálarvelferð yðar en verið hefur fram að þessu.

4 Því að sjá. Fram að þessu hafið þér hlýðnast orðum Guðs, sem ég hef fært yður.

5 En sjá. Hlýðið á mig og vitið, að með hjálp almáttugs skapara himins og jarðar get ég greint yður frá ahugsunum yðar, að þér eruð nú farnir að lifa í synd, en sú synd er mér hrein viðurstyggð, já, og viðurstyggð fyrir Guði.

6 Já, og það hryggir sál mína og veldur mér blygðun frammi fyrir skapara mínum að þurfa að bera yður vitni um ranglætið í hjörtum yðar.

7 Og það hryggir mig einnig að þurfa að tala svo adjarflega til yðar frammi fyrir eiginkonum yðar og börnum, sem flest hafa mjög viðkvæmar, bhreinar og ljúfar tilfinningar til Guðs, sem Guði er einmitt mjög þóknanlegt —

8 Og ég býst við, að þau séu hingað komin til að heyra hið velþóknanlega aorð Guðs, já, orðið, sem læknar hrjáða sál.

9 Þess vegna íþyngir það sálu minni að vera til þess knúinn vegna strangra fyrirmæla, sem ég hef fengið frá Guði, að ávíta yður vegna glæpa yðar og dýpka sár þeirra, sem þegar eru særðir, í stað þess að hugga og lækna sár þeirra. Og í stað þess að endurnæra sig af velþóknanlegu orði Guðs munu þeir, sem ekki hafa verið særðir, mæta rýtingum á lofti, sem ætlað er að reka sálir þeirra í gegn og særa viðkvæma hugi þeirra.

10 En ég verð að fara að ströngustu afyrirmælum Guðs, hversu erfitt sem það er, og segja yður undir bnístandi augliti hins almáttuga Guðs frá ranglæti yðar og viðurstyggð í viðurvist hinna hjartahreinu og hjartasærðu.

11 Þess vegna verð ég að segja yður sannleikann, eins og hann birtist í aeinfaldleika Guðs orðs. Því að sjá. Þegar ég spurði Drottin, barst orðið til mín og sagði: Jakob, far þú í musterið á degi komanda og boða þessari þjóð orðið, sem ég færi þér.

12 Og sjáið nú, bræður mínir. Þetta er orðið, sem ég boða yður: Margir yðar eru farnir að sækjast eftir gulli, silfri og alls konar dýrmætum amálmum, sem gnægð er af í þessu landi, sem er hið bfyrirheitna land yðar og niðja yðar.

13 Og hönd forsjónarinnar hefur brosað við yður í mikilli vinsemd, svo að þér hafið komist yfir margs kyns auðæfi. Og vegna þess, að sumir yðar hafa komist yfir meira en bræður yðar, ahreykið þér yður hátt, gangið um hnakkakertir og berið höfuðið hátt, vegna dýrindis klæða yðar. Og þér ofsækið bræður yðar, vegna þess að þér teljið yður vera betri en þá.

14 En bræður mínir, kemur yður í hug, að Guð réttlæti yður í þessu? Sjá, ég segi yður nei. Hann fordæmir yður, og haldið þér slíku áfram, mun dómur hans brátt falla yfir yður.

15 Ó, að hann vildi sýna yður, að hann sér í gegnum yður og getur með auglitinu einu saman fellt yður í duftið!

16 Ó, að hann losaði yður undan þessari misgjörð og viðurstyggð! Ó, að þér vilduð einungis hlýða á fyrirmæli hans, en létuð ekki ahrokann í hjörtum yðar tortíma sálum yðar!

17 Hugsið um bræður yðar á sama hátt og um yður sjálfa, og verið vinsamlegir við alla, og verið ekki fastheldnir á aeigur yðar, svo að bþeir geti auðgast jafnt og þér.

18 En leitið fyrst aGuðs ríkis, áður en þér leitið bauðæfanna.

19 Og þegar þér hafið öðlast von í Kristi, þá munuð þér öðlast auðæfi, ef þér leitið þeirra. Og þér munuð leita þeirra með þeim ásetningi að agjöra gott, til að klæða hina klæðlausu, fæða hina hungruðu, frelsa hina ánauðugu og líkna hinum sjúku og aðþrengdu.

20 Og nú hef ég rætt við yður, bræður mínir, um hroka. Og þeir yðar, sem hafið þrengt að náunga yðar og ofsótt hann vegna hrokans í hjörtum yðar, yfir því, sem Guð hefur gefið yður, hvað segið þér við því?

21 Haldið þér ekki, að slík breytni sé viðurstyggileg þeim, sem skapað hefur allt hold? Í augum hans er hver vera jafn dýrmæt annarri, og allt hold er af moldu komið. Og einmitt í þeim tilgangi hefur hann skapað þá, að þeir haldi aboðorð hans og hefji hann að eilífu til dýrðar.

22 En nú læt ég af að tala við yður um þennan hroka, og þyrfti ég ekki að tala við yður um enn þyngri glæp, mundi hjarta mitt gleðjast ákaft yfir yður.

23 En orð Guðs þjakar mig vegna hinna grófari glæpa yðar. Því að sjá, svo segir Drottinn: Misgjörðir vaxa hjá þessum lýð. Hann skilur ekki ritningarnar, því að hann reynir að afsaka hórdóm sinn með því, sem skrifað var um Davíð og Salómon, son hans.

24 Sjá, vissulega áttu Davíð og aSalómon margar beiginkonur og hjákonur, en það var mér viðurstyggð, segir Drottinn.

25 Þess vegna hef ég leitt þetta fólk burt úr landi Jerúsalem með krafti míns eigin armleggs, segir Drottinn, til þess að ég gæti vakið mér upp aréttláta grein af ávexti lenda Jósefs.

26 Þess vegna mun ég, Drottinn Guð, ekki leyfa, að þetta fólk hagi sér eins og þeir til forna.

27 Þess vegna skuluð þér hlusta á mig, bræður mínir, og hlýða á orð Drottins: Því að enginn karlmaður á meðal yðar skal eiga fleiri en aeina eiginkonu, og hjákonu skal hann enga eiga —

28 Því að ég, Drottinn Guð, hef velþóknun á askírlífi kvenna, en hórdómur er mér viðurstyggð. Svo segir Drottinn hersveitanna.

29 Þess vegna skal þessi þjóð halda boðorð mín, segir Drottinn hersveitanna, ella mun abölvun hvíla yfir landinu þeirra vegna.

30 Því að vilji ég afla mér aniðja, segir Drottinn hersveitanna, þá mun ég gefa fólki mínu fyrirmæli. Að öðru leyti skal það hlýða á þetta.

31 Því að sjá. Ég, Drottinn, hef séð sorg og heyrt kveinstafi dætra þjóðar minnar í landi Jerúsalem, já, um öll lönd þjóðar minnar, vegna ranglætis og viðurstyggðar eiginmanna þeirra.

32 Og ég mun ekki leyfa, segir Drottinn hersveitanna, að hróp hinna fögru dætra þessarar þjóðar, sem ég hef leitt burt úr landi Jerúsalem, þurfi að berast upp til mín gegn karlmönnum þjóðar minnar, segir Drottinn hersveitanna.

33 Því að þeir skulu ekki leiða dætur þjóðar minnar burt ánauðugar, vegna þess hve blíðar þær eru í lund, án þess að ég láti þunga bölvun yfir þá koma, já, jafnvel tortímingu. Því að þeir skulu ekki ahór drýgja, eins og menn til forna, segir Drottinn hersveitanna.

34 Og sjáið nú, bræður mínir. Þér vitið, að föður okkar, Lehí, voru gefin þessi fyrirmæli. Þess vegna hefur yður verið kunnugt um þau áður. Og þér hafið leitt yfir yður mikinn dóm, því að þér hafið gjört það, sem þér hefðuð ekki átt að gjöra.

35 Sjá. Misgjörðir yðar eru enn astærri en bræðra vorra, Lamanítanna. Þér hafið sært hjörtu blíðlyndra eiginkvenna yðar og glatað trúnaðartrausti barna yðar vegna þess slæma fordæmis, sem þér hafið sýnt þeim. Og andvörp hjartna þeirra stíga upp til Guðs og tala gegn yður. Og vegna strangleika Guðs orðs, sem berst niður gegn yður, dóu mörg hjörtu, níst djúpum sárum.