Ritningar
Alma 27


27. Kapítuli

Drottinn býður Ammon að fara með Antí-Nefí-Lehíta í öruggt skjól — Þegar Ammon hittir Alma yfirbugar gleðin hann — Nefítar gefa Antí-Nefí-Lehítum Jersonsland — Þeir eru kallaðir fólk Ammons. Um 90–77 f.Kr.

1 Nú bar svo við, að þegar þeir Lamanítar, sem lagt höfðu út í stríð gegn Nefítum, sáu, eftir ítrekaðar tilraunir, að árangurslaust var að reyna að tortíma þeim, sneru þeir aftur heim til Nefílands.

2 Og svo bar við, að Amalekítar voru ofsareiðir yfir miklu tapi sínu, og þegar þeir sáu, að þeir gátu ekki komið fram hefndum á Nefítum, tóku þeir að egna menn til reiði gegn abræðrum sínum, fólki bAntí-Nefí-Lehís. Þess vegna tóku þeir á ný að tortíma þeim.

3 En þeir neituðu aenn að taka upp vopn og leyfðu óvinum sínum að drepa sig að vild.

4 Þegar Ammon og bræður hans sáu þessa tortímingu þeirra, sem voru þeim svo hjartfólgnir, þeirra sem unnu þeim svo einlæglega — því að farið var með þá eins og þeir væru englar, útsendir af Guði til að bjarga þeim frá ævarandi tortímingu — þegar Ammon og bræður hans sáu því þessa miklu tortímingu, fylltust þeir samúð og asögðu við konunginn:

5 Við skulum safna þessu fólki Drottins saman og halda niður til Sarahemlalands til bræðra okkar Nefíta og flýja land óvinanna, svo að okkur verði ekki tortímt.

6 En konungur sagði við þá: Sjá. Nefítar munu tortíma okkur vegna allra þeirra morða, sem við höfum framið meðal þeirra og þeirra synda, sem við höfum drýgt gegn þeim.

7 Og Ammon sagði: Ég mun fara og spyrja Drottin, og segi hann okkur að fara til bræðra okkar, viljið þið þá fara?

8 Og konungur sagði við hann: Já, ef Drottinn segir okkur að fara, þá munum við halda til bræðra okkar og verða þrælar þeirra, þar til við höfum bætt þeim öll hin miklu morð, sem við höfum framið meðal þeirra, og allar þær syndir, sem við höfum drýgt gegn þeim.

9 En Ammon sagði við hann: Það er andstætt lögum bræðra okkar, sem faðir minn setti, að aþrælar séu meðal þeirra. Þess vegna skulum við fara og treysta á miskunn bræðra okkar.

10 En konungur sagði við hann: Spurðu Drottin, og ef hann segir okkur að fara, þá förum við, að öðrum kosti verðum við kyrr og förumst í landinu.

11 Og svo bar við, að Ammon fór og spurði Drottin, og Drottinn sagði við hann:

12 Kom þú þessu fólki úr landi, til að það farist ekki, því að Satan hefur sterk tök á hjörtum Amalekíta, sem egna Lamaníta til reiði gegn bræðrum sínum, svo að þeir drepa þá. Farið því úr þessu landi. Og blessuð er þessi kynslóð, því að ég mun varðveita hana.

13 Og nú bar svo við, að Ammon fór og sagði konungi allt, sem Drottinn hafði við hann mælt.

14 Og þeir söfnuðu saman öllu fólki sínu, já, öllu fólki Drottins, og öllum hjörðum sínum og öðrum búpeningi og héldu af landi brott og út í óbyggðirnar, sem skilja Nefíland frá Sarahemlalandi, og komust að landamærunum.

15 Og svo bar við, að Ammon sagði við þá: Sjá, við bræður mínir munum halda inn í Sarahemlaland, en þið skuluð halda kyrru fyrir hér, þar til við komum aftur. Og við munum kanna hjörtu bræðra okkar, hvort þeir vilji, að þið komið inn í land sitt.

16 Og svo bar við, að þegar Ammon var á leið inn í landið, hittu þeir bræður Alma aá þeim stað, sem áður hefur verið getið. Og sjá, þetta urðu fagnaðarfundir.

17 En agleði Ammons var svo mikil, að hann var frá sér numinn. Já, hann var svo gagntekinn gleði til Guðs síns, að máttur hans bþvarr, og hann féll cenn til jarðar.

18 Var þetta ekki hin algjöra gleði? Sjá, þetta er gleði, sem enginn hlýtur nema sá, sem leitar hamingjunnar í sannri iðrun og sannri auðmýkt.

19 En gleði Alma yfir að hitta bræður sína var vissulega mikil og eins gleði Arons, Omners og Himnís. En sjá, gleði þeirra bar þá ekki ofurliði.

20 Og nú bar svo við, að Alma leiddi bræður sína aftur til Sarahemlalands, allt til sinna eigin húsakynna. Og þeir fóru og sögðu ayfirdómaranum frá öllu, sem komið hafði fyrir þá í Nefílandi meðal bræðra þeirra, Lamaníta.

21 Og svo bar við, að yfirdómarinn sendi boð um gjörvallt landið til að kanna vilja þjóðarinnar til að hleypa bræðrum þeirra, sem voru fólk Antí-Nefí-Lehís, inn í landið.

22 Og svo bar við, að rödd þjóðarinnar barst og sagði: Sjá, við viljum eftirláta þeim Jersonsland, sem er í austri við hafið og liggur að landi Nægtarbrunns og er sunnan við Nægtarbrunn. Þetta Jersonsland er það land, sem við viljum gefa bræðrum okkar til eignar.

23 Og sjá. Við munum staðsetja heri okkar milli Jersonslands og Nefílands, svo að við getum varið bræður okkar í Jersonslandi. Og þetta gjörum við fyrir bræður okkar vegna ótta þeirra við að syndga, ef þeir taka upp vopn gegn bræðrum sínum. En þessi mikli ótti þeirra stafar af djúpri iðrun yfir hinum mörgu morðum, sem þeir hafa framið og hræðilegu ranglæti þeirra.

24 Og sjá nú, þetta viljum við gjöra fyrir bræður okkar, til að þeir geti eignast Jersonsland. Og við munum verja þá fyrir óvinum þeirra með hersveitum okkar, gegn því að þeir veiti okkur hluta í eigum sínum, okkur til aðstoðar við að halda uppi herjum okkar.

25 Nú bar svo við, að þegar Ammon hafði heyrt þetta, sneri hann aftur til fólks Antí-Nefí-Lehís, og fór Alma með honum út í óbyggðirnar, þar sem það hafði reist tjöld sín, og hann fræddi það um allt þetta. Og Alma sagði þeim einnig frá því, hvernig hann, ásamt Ammon, Aroni og bræðrum hans, asnerist til trúar.

26 Og svo bar við, að þetta olli miklum fögnuði meðal þeirra. Og þeir fóru niður til Jersonslands og tóku það til eignar. En Nefítar kölluðu þá fólk Ammons, og þeir voru því auðkenndir með því nafni þaðan í frá.

27 Og þeir voru meðal Nefíþjóðarinnar, og voru einnig taldir til þeirra, sem tilheyrðu kirkju Guðs. Og þeir einkenndust einnig af guðrækni sinni og ræktarsemi við menn, því að þeir voru fullkomlega aheiðarlegir og grandvarir í öllu, og þeir voru bstaðfastir í trú sinni á Krist, allt til enda.

28 Og þeir litu á það með mesta viðbjóði að úthella blóði bræðra sinna, og ógjörningur var að fá þá til að taka upp vopn gegn bræðrum sínum. En þeir skelfdust aldrei dauðann, svo mikil var von þeirra og trú á Krist og upprisuna. Þess vegna hvarf dauðinn þeim við sigur Krists yfir honum.

29 Þess vegna vildu þeir heldur þola adauðann í þeirri þungbærustu og hroðalegustu mynd, sem bræður þeirra gátu á þá lagt, en taka upp sverð eða sveðju til að ljósta þá.

30 Og þannig voru þeir árvökul og elskuð þjóð, mikils metin þjóð Drottins.