Ritningar
3 Nefí 7


7. Kapítuli

Yfirdómarinn myrtur, stjórnin eyðilögð og fólkið skiptist í ættbálka — Andkristurinn Jakob verður konungur leynisamtaka — Nefí prédikar iðrun og trú á Krist — Englar þjóna honum dag hvern og hann reisir bróður sinn upp frá dauðum — Margir iðrast og láta skírast. Um 30–33 e.Kr.

1 En sjá. Ég mun sýna yður, að þeir settu ekki konung yfir landið. En þetta sama ár, já, þrítugasta árið, réðust þeir að dómarasætinu og myrtu yfirdómara landsins.

2 Og fólkið reis hvað gegn öðru og skiptist í ættbálka, hver maður með fjölskyldu sinni, ættingjum og vinum. Og þannig eyðilögðu þeir stjórn landsins.

3 Og hver ættbálkur tilnefndi sér foringja eða leiðtoga, og þannig urðu til ættbálkar og leiðtogar yfir ættbálkum.

4 En sjá. Enginn þeirra á meðal var án stórrar fjölskyldu, margra ættingja og vina, og urðu því ættbálkarnir mjög stórir.

5 Allt þetta gjörðist, en enn voru engar styrjaldir þeirra í milli. Og allar þessar misgjörðir urðu hjá fólkinu, vegna þess að það agaf sig Satan á vald.

6 Og stjórnarreglur voru að engu hafðar vegna aleyndra samtaka vina og ættingja þeirra, sem myrtu spámennina.

7 Og þeir ollu miklum deilum í landinu, þannig að réttlátari hluti fólksins var nánast allur orðinn ranglátur. Já, aðeins fáeina réttláta menn var að finna meðal þeirra.

8 Og þannig voru tæplega sex ár liðin, frá því er meiri hluti þjóðarinnar hafði snúist frá réttlæti sínu, líkt og hundurinn snýr til aspýju sinnar eða líkt og gyltan til að velta sér í saurnum.

9 Þessi leynisamtök, sem leitt höfðu svo miklar misgjörðir yfir þjóðina, söfnuðust saman og gjörðu mann að nafni Jakob að foringja sínum —

10 Og þeir kölluðu hann konung sinn, og varð hann því konungur þessa rangláta hóps, og hann var einn hinn fremsti meðal þeirra, sem hafið höfðu upp rödd sína gegn spámönnunum, sem vitnuðu um Jesú.

11 Og svo bar við, að þeir voru ekki eins fjölmennir og ættbálkar fólksins, sem sameinaðir voru að öðru leyti en því, að leiðtogar hvers ættbálks settu lög, hver fyrir sinn ættbálk, en samt voru þeir óvinir. Þótt þeir væru ekki réttlátir sameinuðust þeir í hatri sínu á þeim, sem bundist höfðu samtökum um að tortíma stjórninni.

12 Þegar Jakob, konungur hópsins, sá, að óvinirnir voru fjölmennari, bauð hann fólki sínu að flýja til nyrsta hluta landsins og stofna þar aríki, þar til svo margir fráhverfingar hefðu gengið í lið með þeim (því að hann stærði sig af því, að margir myndu yfirgefa ættmenn sína), að þeir yrðu nægilega öflugir til að berjast við ættbálkana. Og þeir gjörðu svo.

13 Og svo hratt fóru þeir, að fyrr en varði voru þeir komnir lengra en svo að hægt væri að hefta för þeirra. Og þannig lauk þrítugasta árinu, og þannig stóðu mál Nefíþjóðarinnar.

14 Og svo bar við, að á þrítugasta og fyrsta árinu var þjóðin klofin í ættbálka, hver maður með fjölskyldu sinni, ættingjum og vinum. Þó höfðu þeir komist að samkomulagi um að eiga ekki í stríði hver við annan. En þeir sameinuðust ekki um lög sín og stjórnarhætti, því að slíkt fór eftir vilja foringja þeirra og leiðtoga. En þeir settu mjög ströng lög þess efnis, að engin ættkvísl skyldi sýna annarri yfirgang, þannig að friður ríkti í landinu að nokkru leyti. Þó sneru þeir hjörtum sínum frá Drottni Guði sínum og grýttu spámennina og vísuðu þeim burt frá sér.

15 Og svo bar við, að aNefí — en hann hafði heyrt rödd Drottins og séð engla berum augum, þar sem englar höfðu vitjað hans, og hafði fengið kraft til þekkingar á hinni helgu þjónustu Krists og einnig orðið sjónarvottur að hröðu fráhvarfi þeirra frá réttlæti til ranglætis og viðurstyggðar —

16 Og vegna þess að hann var hryggur vegna hörkunnar í hjörtum þeirra og blindunnar í hugum þeirra, þá fór hann um meðal þeirra þetta sama ár og tók að vitna ótrauður um iðrun og fyrirgefningu syndanna fyrir trú á Drottin Jesú Krist.

17 Og hann þjónaði þeim margvíslega, en ekki er unnt að skrá það allt. Hluti þess mundi ekki nægja, og því er það ekki skráð í þessa bók. Og Nefí þjónaði með akrafti og í miklu veldi.

18 Og svo bar við, að þeir urðu honum mjög reiðir, já, vegna þess að hann var máttugri en þeir. Og aútilokað var að efast um orð hans, því að svo mikil var trú hans á Drottin Jesú Krist, að englar þjónuðu honum dag hvern.

19 Og í nafni Jesú stökkti hann út djöflum og aóhreinum öndum og reisti jafnvel bróður sinn upp frá dauðum, eftir að fólkið hafði grýtt hann til dauða.

20 Og fólkið sá það, varð vitni að því og reiddist honum vegna máttar hans. Og í nafni Jesú Krists vann hann einnig amörg fleiri kraftaverk í augsýn fólksins.

21 Og svo bar við, að þrítugasta og fyrsta árið leið, og aðeins fáir snerust til trúar á Drottin. En allir, sem snerust til trúar, sýndu fólkinu sannlega, að kraftur og andi Guðs, sem bjó í Jesú Kristi, er þeir trúðu á, hafði vitjað þeirra.

22 Og allir þeir, sem losnað höfðu við illa anda og fengið lækningu á sjúkdómum sínum og veikleikum, sýndu fólkinu sannlega, að andi Guðs hefði haft áhrif á þá og að þeir væru heilir orðnir. Og þeir sýndu einnig tákn og unnu nokkur kraftaverk meðal fólksins.

23 Þannig leið þrítugasta og annað árið einnig. Og í byrjun þrítugasta og þriðja ársins hrópaði Nefí til fólksins, og hann boðaði því iðrun og fyrirgefningu syndanna.

24 Ég vil einnig, að þið minnist þess, að allir, sem leiddir voru til iðrunar, voru askírðir í vatni.

25 Þess vegna vígði Nefí menn til þessarar helgu þjónustu, svo að allir, sem kæmu til þeirra, skyldu skírðir í vatni, og það sem sönnun og vitnisburð þess, frammi fyrir Guði og mönnum, að þeir hefðu iðrast og fengið afyrirgefningu synda sinna.

26 Og margir voru skírðir iðrunarskírn í upphafi þessa árs. Og þannig leið meiri hluti ársins.