Ritningar
3 Nefí 16


16. Kapítuli

Jesús mun vitja annarra glataðra sauða Ísraels — Á síðari dögum mun fagnaðarerindið berast Þjóðunum og síðan Ísraelsætt — Fólk Drottins mun sjá með eigin augum þegar hann leiðir Síon fram á ný. Um 34 e.Kr.

1 Og sannlega, sannlega segi ég yður, að ég á aaðra sauði, sem hvorki tilheyra þessu landi né landi Jerúsalem, né nokkrum hluta nærliggjandi lands, þar sem ég hef þjónað.

2 Því að þeir, sem ég tala um, eru þeir, sem enn hafa ekki heyrt raust mína, né heldur hef ég nokkru sinni opinberað mig þeim.

3 En ég hef fengið boð frá föður mínum um að fara til aþeirra og að þeir skulu heyra raust mína og teljast meðal sauða minna, svo að það verði ein hjörð og einn hirðir. Þess vegna fer ég og birtist þeim.

4 Og ég býð yður að rita þessi aorð, eftir að ég er farinn, því að fari svo, að fólk mitt í Jerúsalem, þeir sem hafa séð mig og verið með mér í helgri þjónustu minni, biðji föðurinn ekki í mínu nafni um að öðlast vitneskju um yður fyrir heilagan anda, sem og um hinar ættkvíslirnar, sem þeir vita ekkert um, þá verða þau orð, sem þér ritið, varðveitt og munu opinberast bÞjóðunum, svo að með fyllingu Þjóðanna verði inn leiddar leifarnar af niðjum þeirra, sem dreifðar verða um allt yfirborð jarðar vegna vantrúar sinnar, eða leiddar til cþekkingar á mér, lausnara sínum.

5 Og þá mun ég asafna þeim saman frá öllum heimshornum, og þá mun ég uppfylla bsáttmálann, sem faðirinn hefur gjört við alla cÍsraelsætt.

6 Og blessaðar eru aÞjóðirnar vegna trúar sinnar á mig fyrir og með bheilögum anda, sem vitnar fyrir þeim um mig og föðurinn.

7 Sjá, vegna trúar þeirra á mig, segir faðirinn, og vegna vantrúar yðar, ó Ísraelsætt, mun sannleikurinn á asíðari dögum berast Þjóðunum, svo að þessir hlutir verði þeim kunnir í fyllingu sinni.

8 En vei, segir faðirinn, sé hinum vantrúuðu meðal Þjóðanna — því að þrátt fyrir að þeir hafi komið til þessa lands og hafi atvístrað þjóð minni, sem er af Ísraelsætt. Og þjóð minni, sem er af Ísraelsætt, hafa þeir bvísað burt og fótumtroðið —

9 Og fyrir miskunnsemi föðurins gagnvart Þjóðunum og einnig vegna dóma föðurins yfir þjóð minni, sem er af Ísraelsætt, sannlega, sannlega segi ég yður, að eftir allt þetta, og eftir að ég hef látið ljósta þjóð mína, sem er af Ísraelsætt, þrengja að henni, adrepa og útskúfa og fengið þá til að fyrirlíta hana, hæða og spotta —

10 Og svo býður faðirinn mér að segja við yður: Þann dag, er Þjóðirnar syndga gegn fagnaðarerindi mínu og hafna fyllingu fagnaðarerindis míns og ahreykja sér með drambi yfir allar þjóðir og yfir íbúa allrar jarðarinnar, fullar af alls kyns lygum og blekkingum, svikráðum, hvers kyns hræsni, morðum, bprestaslægð, hórdómi og leyndri viðurstyggð — gjöri þær allt þetta og hafni fagnaðarerindi mínu í fyllingu sinni, sjá, segir faðirinn, þá mun ég svipta þá fyllingu fagnaðarerindis míns.

11 Og þá mun ég aminnast sáttmálans, sem ég hef gjört við þjóð mína, ó Ísraelsætt, og færa henni fagnaðarerindi mitt.

12 Og ég mun sýna yður, ó Ísraelsætt, að Þjóðirnar skulu ekki hafa vald yfir yður, en ég mun minnast sáttmála míns við yður, ó Ísraelsætt, og þér munuð fá avitneskju um fagnaðarerindið í fyllingu sinni.

13 En iðrist Þjóðirnar og snúi til mín, segir faðirinn, sjá, þá munu þær ateljast með þjóð minni, ó Ísraelsætt.

14 En ég mun ekki leyfa þjóð minni, sem er af Ísraelsætt, að fara á meðal þeirra og troða þær niður, segir faðirinn.

15 En snúi þær ekki til mín og hlýði á raust mína, þá mun ég leyfa það, já, ég mun leyfa að þjóð mín, ó Ísraelsætt, fari á meðal þeirra og atroði þær niður og þær skulu verða eins og saltið, sem dofnað hefur og er til einskis annars nýtt en vera fleygt burt og fótumtroðið af þjóð minni, ó Ísraelsætt.

16 Sannlega, sannlega segi ég yður. Svo hefur faðirinn boðið mér, að ég gefi þessari þjóð þetta land til arfleifðar.

17 Og þá munu aorð spámannsins Jesaja uppfyllast, sem segja:

18 aVarðmenn bþínir munu hefja upp raust sína. Einum rómi munu þeir syngja, því að með eigin augum munu þeir sjá, þegar Drottinn leiðir Síon fram á ný.

19 Hefjið gleðisöng, syngið saman, þér eyðirústir Jerúsalem, því að Drottinn hefur huggað lýð sinn, leyst Jerúsalem.

20 Drottinn hefur gjört beran heilagan armlegg sinn í augsýn allra þjóða, og öll endimörk jarðar skulu sjá hjálpræði Guðs.