Ritningar
2 Nefí 30


30. Kapítuli

Þeir meðal Þjóðanna sem snúast til trúar munu taldir með sáttmálsþjóðinni — Margir Lamanítar og Gyðingar munu trúa orðinu og verða aðlaðandi — Ísrael mun endurreistur og hinum ranglátu tortímt. Um 559–545 f.Kr.

1 Og sjá nú, ástkæru bræður mínir. Ég vil tala til yðar, því að ég, Nefí, vil ekki, að þér teljið yður réttlátari en Þjóðirnar verða. Því að sjá. Ef þér haldið ekki boðorð Guðs, munuð þér allir farast á sama hátt. Og vegna orðanna, sem töluð hafa verið, þurfið þér ekki að ætla, að Þjóðunum verði algjörlega tortímt.

2 Því að sjá. Ég segi yður, að allir þeir meðal Þjóðanna, sem iðrast vilja, tilheyra asáttmálsþjóð Drottins. Og öllum þeim bGyðingum, sem ekki vilja iðrast, verður vísað frá, því að Drottinn gjörir aðeins sáttmála við þá, sem ciðrast og trúa á son hans, sem er hinn heilagi Ísraels.

3 Og nú vil ég spá nokkuð fleira varðandi Gyðingana og Þjóðirnar, því að þegar bókin, sem ég hef talað um, mun koma fram og verða skrifuð fyrir Þjóðirnar og innsigluð Drottni aftur, þá munu margir atrúa hinum skráðu orðum, og bþeir munu flytja þau til leifanna af niðjum vorum.

4 Og þá munu leifar niðja vorra vita um tilvist vora, hvernig vér komum frá Jerúsalem, og að þeir eru af Gyðingum komnir.

5 Og fagnaðarerindi Jesú Krists mun boðað meðal aþeirra, og bþeir munu endurreistir til cþekkingar á feðrum sínum og einnig þeirrar þekkingar á Jesú Kristi, sem feður þeirra höfðu.

6 Og þá munu þeir fagna, því að þeim mun ljóst, að þetta er blessun þeim til handa frá Guði. Og myrkurhulan mun falla frá augum þeirra. Og innan margra ættliða munu þeir orðnir hreinir og aaðlaðandi.

7 Og svo ber við, að hinir tvístruðu aGyðingar munu einnig bfara að trúa á Krist og fara að safnast til landsins, og allir þeir, er trúa á Krist, munu einnig verða aðlaðandi fólk.

8 Og svo ber við, að Drottinn Guð mun hefja verk sitt meðal allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða til þess að endurreisa þjóð sína á jörðunni.

9 Og með réttlæti mun aDrottinn Guð bdæma hina fátæku og skera með sannsýni úr málum hinna chógværu á jörðunni. Hann mun ljósta jörðina með sprota munns síns og deyða hina ranglátu með anda vara sinna.

10 Því að sá atími nálgast óðfluga, að Drottinn mun baðskilja mennina og tortíma hinum ranglátu. Og hann mun halda chlífiskildi yfir lýð sínum, jafnvel þótt hann verði að dtortíma hinum ranglátu með eldi.

11 aRéttlæti verður beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans.

12 aÞá mun úlfurinn una hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og ungt barn gætir þeirra.

13 Og kýr og birna verða á beit saman, kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum og ljónið mun hey eta sem naut.

14 Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holu nöðrunnar og barnið, nývanið af brjósti, stinga hendi sinni inn í bæli hornormsins.

15 Hvergi á mínu heilaga fjalli mun illt framið né nokkru tortímt, því að jörðin verður full af þekkingu á Drottni á sama hátt og djúp sjávar er vötnum hulið.

16 Þess vegna munu verk aallra þjóða verða gjörð heyrinkunn, já, allir hlutir munu bkunngjörðir mannanna börnum.

17 Ekkert verður á huldu, allt mun aopinberað, öll myrkraverk munu leidd fram í ljósið, öllu, sem innsiglað er á jörðu, mun upp lokið verða.

18 Og þess vegna mun allt, sem opinberað hefur verið fyrir mannanna börnum, verða á þeim degi opinberað. Og afrá þeim degi mun Satan ekkert vald hafa yfir hjörtum mannanna barna um langt skeið. Og nú, ástkæru bræður mínir, læt ég máli mínu lokið.