Tónlist
Notkun söngbókarinnar


Notkun söngbókarinnar

Tilgangurinn með söngbókinni er að kenna börnum fagnaðarerindi Jesú Krists gegnum tónlist.

HVERNIG KENNA Á BÖRNUM SÖNGVA

Börnin læra söngva með því að heyra þá oft sungna. Byrjið að kenna börnunum söng með því að syngja hann fyrir þau. Spyrjið börnin spurninga um sönginn sem vekja þau til umhugsunar og gerið þau þannig að þátttakendum.

  1. Lærið sjálf sönginn. Lærið texta og lag með því að leika sönginn á píanó, hlusta á upptöku eða biðja einhvern að syngja eða leika hann fyrir ykkur. Gerið ykkur ljóst hvaða boðskap textinn flytur. Spyrjið ykkur sjálf hvernig þið getið notað tilvísanirnar í ritningarnar í lok söngsins við undirbúning ykkar eða þegar þið kennið sönginn. Leitið að lykilorðum og orðum sem ríma og einnig orðum sem ekki er víst að börnin skilji eða erfitt er að bera fram. Takið eftir lag eða rím þáttum sem geta auðveldað börnunum að læra sönginn. Æfið sönginn aftur og aftur þar til þið kunnið hann vel.

  2. Gerið áætlun.

    1. Náið athygli barnannat.d. með einhverjum hlut, mynd, ritningargrein, frásögn af eigin reynslu, eða einfaldlega með því að hvísla.

    2. Hvetjið börnin til að hlusta á sönginn. Spyrjið spurninga sem auðvelda börnunum að skilja boðskap fagnaðarerindisinsorðið spurninguna þannig að börnin uppgötvi svarið þegar þau syngja sönginn.

    3. Biðjið börnin að syngja setningarnar sem svara spurningunni. Breytið hraða og styrk til að gera merkinguna skýrari. Biðjið börnin að hlusta á sönginn án undirleiks. Börnin eiga að sitja bein og taka vel eftir því sem þið segið.

    4. Gefið vitnisburð ykkar eða lesið vitnisburði úr ritningunum.

HVERNIG GERA MÁ SÖNGINN FJÖLBREYTTARI

  1. Notið víxlorð þannig að söngurinn hæfi betur við sérstakar aðstæður.

  2. Kennið söngva sem kalla á hreyfingar, eða látið börnin hjálpa ykkur að búa til hreyfingar þar sem það á við.

  3. Látið smáhópa syngja mismunandi hluta söngs eða vers.

  4. Notið söngva þar sem tvo hluta má syngja saman.

  5. Raðið saman syrpu af tveimur eða fleiri söngvum með sama boðskap.

  6. Biðjið eitt barnið að syngja einsöng, eða hóp barna að syngja sem kór.

  7. Látið börnin humma eða syngja nokkra söngva sem forspil.

SÖNGSTJÓRN

Áhugi ykkar, undirbúningur og vitnisburður mun styrkja vitnisburð barnanna um fagnaðarerindið.

Hjálpið börnunum, þegar þau læra nýjan söng, að fylgja þeim leiðbeiningum sem hljómfallssöngstjórnin gefur. Það er gert með því að hreyfa höndina upp og niður í samræmi við hljómfall lagsins. Þið getið einnig hreyft höndina örlítið fram og aftur til að sýna lengd nótu og sýnt þannig hrynjandi lagsins um leið og stjórnað er.

Þegar börnin hafa lært sönginn getið þið notað hin hefðbundnu slagmunstur á næstu síðu eða sambland af hljómfallsstjórn og slagmunstri.

UNDIRLEIKUR

Undirleikurinn hefur áhrif á söng barnanna. Hann ætti að styðja við raddirnar en ekki yfirgnæfa þær.

Margir söngvar þessarar bókar, t.d. bænasöngvar, eiga vel við sem forspil eða eftirspil. Gott getur verið að leika sem forspil söngva sem börnin eiga að læra, þannig kynnast þau laginu.

AFRITUN TÓNLISTAR

Söngva sem merktir eru með © (ártal) IRI í lok söngs, söngva þar sem höfundarréttar er ekki getið, allar myndir og almennt efni þessarar bókar, má afrita til nota heima eða í kirkju, en ekki í hagnaðarskyni.Söngva með yfirlýsingunni, “þennan söng má afrita til nota heima eða í kirkju, en ekki í hagnaðarskyni,” má afrita eins og þar segir. Ef höfundarréttar er getið með söng, verður hann að fylgja hverju afriti sem gert er.

Söngva á bls. 24 og 113 má alls ekki afrita eins og þar greinir.

MERKINGAR VIÐ SÖNGVA

Hraðamerking

Hraði er gefinn til kynna í vinstra horni hvers söngs. Dæmi:

= 56–72 sýnir að rétt er að syngja þennan söng með milli 56 og 72 slög á mínútu (ein fjórðapartsnóta er eitt slag). Notið úr eða klukku með sekúnduvísi. Sekúnduvísirinn mælir 60 slög eða sekúndur á mínútu.

Forspilssvigar
Ljósmynd
Beginning introduction
Ljósmynd
Introduction ending

Hornklofar sem gefa ábendingar um forspil eru fyrir ofan laglínuna ef ekki eru skráðar ábendingar með söngnum.

Fingramerking

Fingranúmerin eru yfirleitt til vinstri við og aðeins fyrir neðan nóturnar. Fingramerkingin auðveldar fingrasetningu handarinnar, sýnir hvenær breyta á um stöðu, og bendir einnig á leiðir til að leika erfiðan þátt.

Ljósmynd
Fingering markings

SKÝRINGAR Á TÁKNUM OG ORÐUM

Ljósmynd
Bass clef

Strengirnir með bassa lyklinum (Flyklinum) sýna yfirleitt vinstrihandar undirleikinn, fyrir neðan mið C.

Ljósmynd
Treble clef

Strengirnir með diskant lyklinum (Glyklinum) sýnir yfirleitt laglínuna og hægrihandar undirleikinn, fyrir ofan mið C.

Ljósmynd
Time signature

Taktmerki er gefið í byrjun hvers söngs. Efri talan sýnir fjölda slaga eða púlsa í hverjum takti. Neðri talan sýnir hvaða nóta fær slag eða púls.

Ljósmynd
Natural sign

Afturköllunarmerkið afturkallar hækkun eða lækkun.

Ljósmynd
Triplet

Þríóla, nóturnar þrjár eru leiknar á einu slagi. (Sjá “Lýs þú”, bls. 96.)

8va

8va fyrir ofan efri strengi táknar að leika á nóturnar einni áttund ofar.

Ljósmynd
Fermata

Dráttarbogi táknar hlé eða að halda nótunni. Nótunni er yfirleitt haldið lengur sem nemur a.m.k. helming gildistíma síns.

Ljósmynd
Accents

Áherslumerki sýnir að áhersla skal lögð á nótur eða strengi.

Ljósmynd
Staccato

Stakkató merki fyrir ofan eða neðan nótuna sýnir að píanóleikarinn á að leika þá nótu létt og líflega.

Ljósmynd
Slur

Bindibogi sýnir þegar tvö slög eru notuð fyrir eitt atkvæði.

Ljósmynd
Repeat bars

Tónlist milli endurtekningarmerktra taktstrika er leikin tvisvar. Ef aðeins eitt merki er gefið, skal endurtaka frá upphafi.

Ljósmynd
Tie

Tengibogi (milli tveggja nótna í sama slagi) sýnir að leika skal eða syngja þá nótu eini sinni og halda henni sem nemur gildistíma tveggja. Stundum eru nótur tengdar í einu versi söngs en ekki í öðru.

Ljósmynd
Crescendo

Crescendo merkir vaxandi styrkur.

Ljósmynd
Decrescendo

Decrescendo táknar minnkandi styrkur.

Ljósmynd
More than one ending

Sumir söngvanna hafa fleiri en eina endingu. Fyrst er notuð merking fyrir fyrstu endingu.Endurtekið eins og sýnt er, fyrstu endingu sleppt en seinni ending notuð eins og sýnt er.

fine

Þessi merking táknar “endir” (finale).

D.C. al fine

Da capo al fine táknar að snúa aftur til upphafsins og leika að orðinu fine.

D.S. al fine

Dal segno al fine táknar að snúa aftur að merkinu

og leika að orðinu fine.

rit.

Ritardando táknar að hægja smám saman á tónlistinni. (Sjá “Hann sendi soninn”, bls. 20.)

Upprunalegur hraði

Sýnir að leika skal aftur með upprunalegum hraða.

Yfirrödd

Yfirrödd er valhluti með eigin texta. Hægt er að leika yfirröddina á hljóðfæri.

Fylgirödd

Fylgirödd er valhluti fyrir hljóðfæri ofar laglínu. Stundum hæfir hann rödd og er þá notaður sami texti og í laglínu.

Grunnstef

Grunnstef er endurtekið tónstef sem sungið er með söngnum. (Sjá “Þegar mamma kallar”, bls. 71.)

Keðjusöngur

Einn hópurinn byrjar sönginn, og við númerin byrja aðrir hópar. Reynið að syngja keðjusönginn án undirleikssamhljómur raddanna verður sem undirleikur.

Tvíþættur söngur

Tvíþættur söngur hefur tvær laglínur sem syngja má á sama tíma

Ljósmynd
Phrase mark

Hendingarboginn sýnir að þær nótur ætti að tengja eða leika blítt.

Ljósmynd
Rolled effect

Til að fá rúllandi eða hörpulík áhrif skal byrja neðst og leika upp eina nótu í einu frekar en að slá allar nóturnar í einu.

Hefðbundið stjórnunarmunstur

Ljósmynd
Two-beat pattern

Notað fyrir söngva sem merktir eru 2/2, 2/4, eða 6/8

Ljósmynd
Three-beat pattern

Notað fyrir söngva sem merktir eru 3/4 eða 9/8

Ljósmynd
Four-beat pattern

Notað fyrir söngva sem merktir eru 4/4 eða 12/8

Ljósmynd
Six-beat pattern

Notað fyrir söngva merkta 6/8

Strengjakort

Ef hljómborð er ekki tiltækt, má nota gítar eða annað hljóðfæri. Notið þá strengi sem sýndir eru yfir laglínunni.

Ljósmynd
Strengjakort