Tónlist
Notkun sálmabókarinnar


Notkun sálmabókarinnar

Því efni sem hér fer á eftir er ætlað að veita hjálp við notkun sálmabókarinnar. Þar eru skýringar á meginatriðum bókarinnar; rætt um hvernig nota megi sálmana fyrir safnaðarsöng, kórsöng og sérstaka hópa; ennfremur upplýsingar fyrir byrjendur í söngstjórn, orgelleik og píanóleik.

AÐALÞÆTTIR SÁLMABÓKARINNAR

Innihald

Sálmunum er skipt í sjö meginflokka. Sálmar sem fjalla um svipað efni eru yfirleitt í sama flokki. Þessi flokkaskipan ætti þó engan veginn að leiða til takmörkunar á notkun sálmanna. Sakramentissálma, sem allir eru í sama flokki, má vel nota við önnur tækifæri, svo dæmi sé tekið. Á páskum má t.d. syngja sálmana “Þá ást og visku veitti hann” og “Um Jesú ég hugsa” og einnig valin vers úr öðrum sakramentissálmum. Registur með enn frekari efnisflokkun auðveldar leit að sálmum um ákveðin viðfangsefni.

Vísbendingar um hugblæ og hraðatakmörk

Vísbendingar um hugblæ, t.d. biðjandi eða ákveðið, gefa til kynna ríkjandi tilfinningu eða anda sálmsins. Hvorttveggja getur þó verið breytingum háð eftir tilefni hverju sinni eða einstaklingsbundnum smekk á hverjum stað. Fyrirmæli um takt eða hraða (t.d. = 59--76) gefa til kynna hraðamörk og veita almenna leiðsögn. Sveigjanleiki getur þó verið nauðsynlegur eftir því hvar og hvernig sálmurinn er notaður.

Forspilssvigar fyrir píanó- og orgelleikara

Hornklofar

í sálmi gefa til kynna hóflegt forspil fyrir píanó eða orgel. Áður en sálmurinn er leikinn er ráðlegt að líta yfir sálminn allan til að fá gott yfirlit yfir allt forspilið. Æskilegt gæti verið að draga vel fram það sem er innan hornklofa í sálmabókinni, einkum ef lokahljómar forspilsins eru ekki lokahljómar sálmsins.

Þá má einnig stytta eða lengja það forspil sem hornklofarnir gefa til kynna. Ef sálmurinn er lítt kunnur getur verið gott að spila hann allan áður en söfnuðurinn syngur hann. Sé sálmurinn vel þekktur kann að vera nóg að leika einungis síðustu línuna eða hljómana sem forspil. Ef forspil er stutt er ekki úr lagi að draga svolítið úr hraðanum undir lokin og gefa þannig til kynna að forspilinu sé lokið.

Tilvísanir í ritningar

Í frumkristni var hefðin sú að flestir sálmar voru tóngerð ritningarvers. Flestir nútíma sálmar eig við margar ritningargreinar. Í lok hvers sálms er vísað til nokkurra þeirra. Í Leiðarvísi að Ritningunum eða Efnislykli, sem eru í útgáfum Síðari daga heilagra á ritningunum, má finna mun fleiri ritningarvers sem auðga boðskap sálmanna.

Registur

Í sálmabókinni eru fjögur registur með stuttum skýringum: Ritningarvers; Efni sálmanna; Upphöf og heiti sálmanna og Íslenskir þýðendur sálmanna.

SÁLMAR FYRIR SAFNAÐARSÖNG

Einraddaður og fjölraddaður söngur

Þótt fjölraddaður söngur (sópran, alt, tenór og bassi) eigi sér ríka hefð innan kirkjunnar, er takmark safnaðarsöngs það, að allir taki þátt í honum, hvernig sem sönghæfni þeirra er háttað. Margir kirkjuþegnar syngja laglínuna, hver sem raddhæfni þeirra annars kann að vera, og því eru sálmarnir í tóntegundum sem henta bæði einrödduðum og fjölrödduðum söng. Sumir sálmar, eða hlutar af sálmum, hafa verið samdir sérstaklega fyrir einraddaðan söng.

Val á réttum sálmi

Sá sálmur sem valinn er ætti að endurspegla aðaleinkenni samkomunnar og stuðla að réttum anda.

Upphafssálmur getur verið bænarákall eða lofsöngur; hann getur látið í ljós þakklæti fyrir fagnaðarerindið, gleði yfir að vera saman, eða áhuga fyrir því verki sem vinna skal.

Sakramentissálmur ætti að vísa til sakramentisins sjálfs eða fórnar frelsarans.

Sálmur milli ræða veitir söfnuðinum tækifæri til þátttöku og getur hann fjallað um ræðuefnið sem flutt er á samkomunni. Vel á við að söfnuðurinn standi meðan þessi sálmur er sunginn.

Lokasálmur veitir söfnuðinum tækifæri til að sýna viðbrögð sín við anda og efni samkomunnar.

Ekki eru allir sálmarnir viðeigandi fyrir almennar kirkjusamkomur. Sumir sálmanna eru t.d. frekar ætlaðir fyrir æskulýðsfundi en sakramentissamkomur.

Val á versum sem syngja skal

Ekki er alltaf nauðsynlegt að syngja öll vers tiltekins sálms, nema að boðskapurinn komist annars ekki fullkomlega til skila. Gerið það þó ekki að venju að stytta sálmana með því að syngja aðeins fyrsta versið eða fyrstu tvö versin. Hvatt er til þess að versin sem prentuð eru neðanmáls séu sungin.

Jafnvægi í vali á sálmum

Auk þess að nota sálma sem þegar eru þekktir og dáðir eru meðlimir hvattir til þess að kynnast nýjum og óþekktari sálmum. Reynið að ná góðu jafnvægi milli eftirlætissálma og þeirra sem síður eru þekktir.

Sálmar fyrir stiku- eða umdæmisráðstefnur

Vel þekktir sálmar eru oft besta valið fyrir stiku- eða umdæmisráðstefnu, einkum ef ekki eru nægilega margar sálmabækur fyrir alla viðstadda. Hér eru taldir upp nokkrir slíkir sálmar: “Ó, kom þú örugg”; “Kom kóngur konunganna”; “Börn vors Drottins”; “Er í stormum lífs þíns”; “Breytið nú rétt”; “Leið oss, mikli himna Herra”; “Á háum fjallsins hnúk”; Vor Guð hefur spámönnum”; “Guðs barnið eitt ég er”; “Ég veit minn lifir lausnarinn”; “Fylkjum liði”; “Nú fagna vér skulum”; “Lof syngið honum”; “Leggjum krafta til og tökum á”; “Nú Ísraels lausnari”; “Hve ljúft minn Guð”; “Guðs andi nú ljómar”; “Vorn spámann vér þökkum.”

Afrita má sálma á prentaðar dagskrár, nema ákvæði höfundarréttar heimili það ekki.

Þjóðsöngur

Nokkrir ættjarðarsöngvar eru í sálmabókinni; með samþykki prestdæmishafa má bæta þjóðsöngvum við. Kirkjumeðlimir mega standa þegar þeir syngja þjóðsöng lands síns á kirkjusamkomum, í samræmi við þjóðarsið og að tilmælum prestdæmisleiðtoga.

SÁLMAR FYRIR KÓRA OG SÉRSTAKA HÓPA

Notkun sálma fyrir kóra

Í þessari sálmabók er enginn munur gerður á kór- og safnaðarsálmum. Kórinn ætti að nota sálmabókina sem aðalefnisval sitt og velja sálma úr henni allri. Kórinn getur einnig sungið aðra viðeigandi lofsöngva eða sálmaútsetningar, sem ekki eru í sálmabókinni.

Sumir sálmarnir, sem sérstaklega voru ætlaðir kórum í fyrri sálmabókarútgáfum, hafa verið lækkaðir í tónhæð til að henta betur safnaðarsöng. Kórar geta haldið eftir eldri útgáfum af sálmabókinni og notað, ef þeir vilja syngja í hærri tóntegund eða skipta frá einni tóntegund til annarrar. Ef einungis er til eitt eintak af fyrri útgáfu má fjölfalda sálm til þessarar notkunar, svo framarlega sem það er ekki bannað samkvæmt höfundarrétti.

Breytingar á sálmum fyrir kórflutning

Sálmar úr sálmabókinni, sungnir án tilbrigða, eru ávallt gott val fyrir kórsöng. Breyta má flutningi og framsetningu á sálmum en fara skal þó sparlega með slík tilbrigði og verður að ganga úr skugga um að þau séu í samræmi við anda sálmsins. Hér eru nokkur tilbrigði sem athuga má:

  1. Láta karla og konur syngja eitt vers saman.

  2. Láta söfnuðinn taka undir með kórnum í síðasta versi sálmsins (þannig getur söfnuðurinn kynnst sumum sálmum betur).

  3. Láta konurnar syngja eitt vers, eins og sýnt er í “Sálmar fyrir kvenraddir”.

  4. Láta karlana syngja eitt vers, eins og sýnt er í “Sálmar fyrir karlaraddir”.

  5. Láta sóprana og tenóra syngja saman eitt versið.

  6. Láta tenóra og bassa syngja laglínuna, meðan sópran- og altraddir syngja milliröddina.

  7. Láta hluta kórsins syngja laglínuna en aðra raula hinar raddirnar með.

Sálmar fyrir kvenraddir

Í kvennahluta bókarinnar eru sálmar fyrir fundi og samkomur kvenna og sálmar ætlaðir fyrir kvennakóra eða tríó. Auk þess geta systurnar sungið flesta aðra sálma í bókinni án frekari aðlögunar tvíraddað (sópran og millirödd) eða þríraddað (sópran, alt, tenór, ef tenórlínan liggur ekki of lágt).

Sálmar fyrir karlaraddir

Sálmunum í karlahluta bókarinnar er skipt í tvo flokka: Karlar, fyrir fundi eða samkomur karla, og Karlakór, fyrir kór og kvartet. Þegar velja á sálma fyrir prestdæmisfundi er æskilegra að velja sálma úr hópi venjulega safnaðarsálma eða þá sem merktir eru körlum.

Margir sálmar eru sérstaklega ætlaðir karlakórum; auk þess má laga marga safnaðarsálma og sálma merktir körlum að karlakórum og fjórrödduðum söng:

Ljósmynd
Hymn showing what men sing

Baritón:
Syngur laglínuna

1. tenór:
Syngur altlínuna fyrir ofan laglínuna.

2. tenór:
Syngur tenór

Bassi:
Syngur bassa

Aðalvandinn við að laga sálma að karlakórum er að finna tenóra sem komast nógu hátt til að syngja altröddina í réttri hæð. Ef til vill verður að laga háu tónana til. Einnig er hægt að flytja allan sálminn í lægri tóntegund og aðlaga bassann.

Annar möguleiki er að syngja altlínuna undir laglínunni. Þegar það er gert er í sjálfsvald sett hvort bassinn er með.

FYRIR BYRJENDUR Í TÓNSTJÓRN

Taktur, taktmerki og innslög

Taktur er sú minnsta tóneining sem finnst á milli tveggja lóðréttra lína:

Ljósmynd
Example of a musical measure

Þegar taktur er fluttur yfir frá einni línu til annarrar í sálmabókinni eru fyrri línulokin látin vera opin til að gefa til kynna að takturinn haldi áfram í næstu línu fyrir neðan:

Ljósmynd
measure on two lines

Taktmerki (tvær tölur, þar sem önnur er fyrir ofan hina, t.d. 2/4) er að finna í upphafi hvers sálms. Efri talan gefur til kynna fjölda slaga eða púlsa í hverjum takti, en neðri talan gefur til kynna hvaða nóta fær slag eða púls. Til dæmis gefur 3/4 taktur til kynna að þrjú slög séu í hverjum takti og að hver fjórðapartsnóta (

) jafngildi einu slagi.

Við stjórn tónlistar ætti fyrsta slagið í slagmunstrinu (sjá teikningu af slagmunstri) að svara til fyrsta slagsins í hverjum takti. Þetta fyrsta slag er kallað innslag og er sterkasta slagið í hverjum takti. Eins og sjá má byrja margir sálmar á uppslaginu, eða byrjunarnótu, áður en kemur að fyrsta innslagi.

Venjulegt slagmunstur

Tilgangurinn með því að slá takt í ákveðnu munstri er sá að halda söfnuðinum samtaka og tjá hugblæ og anda sálmsins. Best er að halda slagmunstrinu einföldu, en þó má breyta því eftir eðli og anda sálmsins. Punktarnir á slagmunstrinu gefa til kynna hvar hljóðfallspúlsarnir í sálminum eru.

Tveggja-slaga munstur (notað fyrir sálma sem merktir eru 2/2 eða 2/4):

Ljósmynd
two-beat pattern

Þriggja-slaga munstur (notað fyrir sálma sem merktir eru 3/4 eða 3/2):

Ljósmynd
three-beat pattern

Fjögurra-slaga munstur (notað fyrir sálma sem merktir eru 4/4):

Ljósmynd
four-beat pattern

Sex-slaga munstur (notað fyrir sálma sem merktir eru 6/8 eða 6/4):

Ljósmynd
six-beat pattern

6/8 eða 6/4 sálmi á hægum hraða, eins og “Heims um ból” (Nr. 79), má stjórna annað hvort með hefðbundnu sexslaga munstri eða með tvöföldu þriggja slaga munstri -- fyrst með stóru slagi en lítið látið fylgja á eftir.

Ljósmynd
alternative six=beat pattern

6/8 eða 6/4 sálma sem sungnir eru á meðalhraða, eins og t.d. “Dýrmæt er hirðinum hjörðin” (nr. 92), má stjórna með því að sleppa öðru og fimmta slagi í hefðbundnu sexslaga munstri og láta aðeins staðar numið á þeim stöðum í munstrinu.

Ljósmynd
another alternative six-beat pattern

6/8 eða 6/4 sálma sem sungnir eru hratt, eins og “Herra sjá bylgjurnar brotna” (nr. 38), má stjórna með tveggja slaga munstri -- fyrstu þrjú slögin falla undir fyrsta slagið en þrjú seinni slögin undir annað slagið.

Ljósmynd
another alternative six-beat pattern

Ef tveggja slaga slagmunstrið er notað á þennan hátt er nauðsynlegt að halda taktinum og púlsinum í sálminum stöðugum.

Nokkrir sálmar sem auðvelt er að stjórna:

Tveggja slaga munstur: “Á háum fjallsins hnúk”.

Þriggja slaga munstur: “Fylg þú mér”; “Breytið nú rétt”; “Veit oss Guð faðir”; “Kenn mér hans ljósið”.

Fjögurra slaga munstur: “Dvel hjá mér, Guð”; “Er í lífsins orðum leita”; “Börn vors Drottins”; “Hóf þín dagsins?”; “Fyrir þessa fögru jörð”; “Heyrið og nemið”; “Vonin Síons”.

FYRIR BYRJENDUR Í ORGELLEIK OG PÍANÓLEIK

Aðlögun undirleiksins

Sumir sálmar hafa nótur eða kafla sem erfitt er að spila. Undirleikurum er frjálst að laga slíka kafla að eigin getu með því að sleppa léttvægari nótum úr samhljómunum. Gott er að merkja við í eigin sálmabók, með þetta fyrir augum.

Oft er bilið milli tenór- og bassanótnanna í sálmum of breitt til að hægt sé að brúa það með vinstri hendi. Oft getur þá hægri hönd náð tenórnótunum auðveldlega. Setja má sviga utan um þannig nótur til að minna á að leika þær með hægri hendi.

Ljósmynd
tenor note marking

Sumir sálmar og barnasöngvar eru samdir með píanó í huga. Ef orgel er notað fyrir þau lög er stundum betra að nota bara hendurnar en sleppa pedölum.

Vísbendingarnótur

Vísbendingarnóta, eða lítil nóta, þýðir að nota megi hana eða sleppa henni að vild eða eftir ástæðum. Eftirfarandi dæmi sýna hvernig hægt er að nota vísbendingarnótur.

  1. Vísbendingarnóta getur þýtt að nótuna eigi að syngja í sumum versum en ekki öðrum, eftir því hvernig textinn er hverju sinni:

    Ljósmynd
    cue note
  2. Stundum er tónlistin fullkomin, jafnvel þótt vísbendingarnótunni sé sleppt:

    Ljósmynd
    cue note left out
  3. Vísbendingarnótur geta líka verið með þeim hætti að píanó- eða orgelleikari eigi að leika þær, þótt ekki eigi að syngja þær.

    Ljósmynd
    cue notes played by organist

Nokkrir sálmar sem auðvelt er að spila:

“Fylg þú mér”; “Breytið nú rétt”; “Guð sé með þér”; “Hve blíð eru boðorð Guðs”; “Um Jesú ég hugsa”; “Boðorðin haldið”; “Nú fagna vér skulum”; “Nú Ísraels lausnari”; “Hve ljúft minn Guð”; “Ó, blessuð sértu bænarstund”; “Kenn mér hans ljósið”; “Vorn spámann vér þökkum”.