Um tímarit kirkjunnar
Líahóna
Kynnið ykkur Líahóna


Líahóna,“ jan. 2021.

Líahóna

Vísar öllum til Jesú Krists

Ljósmynd
maður les tímarit

Á tíma Mormónsbókar fyrirbjó Drottinn Líahóna til að liðsinna Lehí og fjölskyldu hans á ferðalagi þeirra. Þetta var „[áttaviti] sem vísaði þeim á beina leið til fyrirheitna landsins“ (Alma 37:44). Undir handleiðslu lifandi spámanna er tímaritið Líahóna leiðarvísir á okkar tíma, sem fer með okkur í ferðalag og vísar leiðina til Jesú Krists, jafnvel mitt í miklum stormi.

Líahóna

Í tímaritinu Líahóna fyrir fullorðna er lögð áhersla á kenningar og þjónustu kirkjuleiðtoga, andlegar greinar um hvernig á að tileinka sér trúarreglur, stuðning við heimilismiðað trúarnám og skilningur veittur á námsefninu Kom, fylg mér.

Leiðsögn frá lifandi spámönnum

Í hverju tölublaði er ný, frumbirt grein unnin af meðlimi Æðsta forsætisráðsins eða Tólfpostulasveitarinnar. Lesið hvað spámenn og postular kenna í dag.

Lykilmarkhópur

Líahóna sér öllum fullorðnum meðlimum fyrir hvetjandi trúarefni, svo og efni fyrir einhleypt fullorðið fólk, ungt fullorðið fólk, nýja meðlimi, reynda meðlimi og foreldra. Líahóna hefur líka að geyma eitthvað af þeim greinum sem finna má í Vikulegt efni UFF fyrir ungt fullorðið fólk, stafrænu tímariti fyrir ungt fullorðið fólk.

Nær um heim allan

Markmið Líahóna er að blessa meðlimi um allan heim. Tímaritið er gefið út mánaðarlega á 23 tungumálum á prentuðu og stafrænu formi, annan hvern mánuð á 25 öðrum tungumálum á prentuðu og stafrænu formi. Auk þess er lykilboðskapur gerður aðgengilegur stafrænt til staðbundinnar dreifingar á enn öðrum 39 tungumálum. Það gerir tímaritið Líahóna aðgengilegt meðlimum á 87 tungumálum í hverjum mánuði.

Fleiri stafrænar greinar

Vissuð þið að Líahóna gefur út meira efni en það sem finna má í prentuðu tímaritunum? Þetta stafræna efni má nálgast á liahona.ChurchofJesusChrist.org eða í Líahóna í smáforritinu Gospel Library.

Sérstakar greinar svæðissíðna

Líahóna í heild sinni er þýdd á 48 tungumál. Í næstum hverri útgáfu er efni sem framleitt er af staðarnefndum starfsmanna eða kölluðum sjálfboðaliðum. Þetta staðbundna efni hefur að geyma boðskap frá meðlimum svæðisforsætisráðs, greinar um staðbundna viðburði, sögur og vitnisburði frá staðarmeðlimum og fleira. Á flestum svæðum er efni þetta tiltækt í Líahóna á stafrænu formi í hverjum mánuði í Gospel Library.

Sendið okkur frásögn ykkar

Líahóna vill heyra frá ykkur! Þið getið innblásið meðlimi hvarvetna um heim er þið miðlið upplifunum ykkar af því að lifa eftir fagnaðarerindinu. Sendið greinar, hugmyndir og ábendingar til Líahóna á netinu.

Fáið áskrift núna

Til upplýsingar um áskrift að Líahóna, farið þá í netverslunina og veljið viðeigandi tungumál. Sérstakar svæðissíður munu sjálfkrafa teknar með, háð staðsetningu ykkar.

Athugið: Það getur tekið allt að þremur mánuðum fyrir áskrift að virkjast.