Um tímarit kirkjunnar
Barnavinur: Alþjóðlegt tímarit fyrir börn
Um Barnavin


Barnavinur: Alþjóðlegt tímarit fyrir börn,“ jan. 2021.

Barnavinur: Alþjóðlegt tímarit fyrir börn

Fylgja Jesú í sameiningu

Ljósmynd
stúlka heldur á Barnavini

Alþjóðlegt tímarit

Tímaritið Barnavinur býður börnum um allan heim að fylgja Jesú Kristi í sameiningu. Hver útgáfa hefur að geyma ritningarsögur, barnvænan boðskap frá spámönnum og öðrum kirkjuleiðtogum, leiki og litasíður og sögur af börnum um allan heim sem færa trú sína á frelsarann í verk. Í Barnavini er hnitmiðað, trúarstyrkjandi efni, þýtt á 48 tungumál.

Fyrir börn á öllum aldri

Í hverri útgáfu Barnavinar eru hlutar fyrir eldri og yngri börn, svo og hugmyndir að fjölskyldukvöldi og skemmtilegar lexíur sem tengjast Kom, fylg mér fyrir börn á öllum aldri. Barnavinur getur hjálpað börnum og fjölskyldum að bæta læsi, auka trúarskilning og komast nær Jesú Kristi, frelsara þeirra og vini.

Fyrir foreldra og kennara

Foreldrar og kennarar geta notað tímaritið sér til hjálpar við að kenna ritningarnar samhliða Kom, fylg mér. Frásagnir í tímaritunum mætti nota sem áhrifaríkt verkfæri til að koma af stað umræðum við börn um þeirra eigin upplifanir.

Myndbönd og fleira

Í Barnavini er vísað í myndbönd um frásagnir úr ritningunum og myndbönd til að syngja með fyrir börn, sem og einungis stafrænar frásagnir um viðkvæmt efni. Nálgast má myndböndin og annað efni á ChurchofJesusChrist.org eða í smáforritinu Gospel Library.

Við viljum heyra frá ykkur!

Barnavinur vill heyra frá börnum um allan heim! Vinsamlega sendið okkur eitthvað af eftirfarandi:

  • Þegar þið völduð rétt, jafnvel þegar það var erfitt.

  • Mynd eða teikningu af ykkur við musterið.

  • Þegar þið hjálpuðuð einhverjum.

  • Dæmi um það hvernig fjölskylda ykkar notar Barnavin (látið mynd fylgja með!)

  • Teikningu eða annað listaverk sem sýnir ritningarsögu, Jesú, musteri o.s.frv.

Sendið frásögn ykkar eða listaverk á friend@ChurchofJesusChrist.org.