Um tímarit kirkjunnar
Til styrktar ungmennum: Nýtt tímarit fyrir ungmenni
Til styrktar ungmennum


Til styrktar ungmennum: Nýtt tímarit fyrir ungmenni,“ jan. 2021.

Til styrktar ungmennum: Nýtt tímarit fyrir ungmenni

Finnið gleði í Kristi

Ljósmynd
ung kona notar farsíma

Alþjóðlegt tímarit ungmenna eingöngu fyrir ykkur!

Til styrktar ungmennum er tímarit eingöngu fyrir ungmenni. Í hverri útgáfu er andlegur uppbyggjandi boðskap frá postulum og öðrum leiðtogum, vitnisburðir og upplifanir ungmenna hvarvetna um heim, skemmtileg verkefni og fleira. Á hverri síðu getið þið fundið innblástur og styrk sem getur hjálpað ykkur að finna gleði sem lærisveinar Jesú Krists.

Stuðningur fyrir námsefnið Kom, fylg mér

Margar greinar og verkefni í til styrktar ungmennum styðja við ritningarnámið í Kom, fylg mér í hverjum mánuði. Þetta getur hjálpað við að styrkja persónulegt ritningarnám ykkar og fjölskyldunnar og tengt ykkur við ungmenni um allan heim, er þau læra sömu ritningarversin. Hvar sem þið búið, þá hvetja og hjálpa þessar greinar þegar þið reynið að lifa eftir því sem þið lærið í ritningunum á hverjum degi!

Sendið okkur frásagnir ykkar

Til styrktar ungmennum vill heyra frá ykkur! Þið getið hjálpað við að blessa ungmenni eins og ykkur um allan heim. Að miðla reynslu ykkar af því að lifa eftir fagnaðarerindinu, getur innblásið ungmenni hvarvetna.

Vinsamlega sendið okkur eitthvað af eftirfarandi:

  • Þegar þið lifðuð trúfastlega eftir fagnaðarerindinu, jafnvel þegar það var erfitt

  • Áskorun sem trú þín á Guð hjálpaði ykkur að sigrast á

  • Skilningur á því hvernig það er að vera meðlimur kirkju Jesú Krists þar sem þið búið

  • Upplifun þar sem einhver sýndi ykkur sannan kristilegan kærleika

  • Vitnisburð ykkar

  • Allar aðrar frásagnir sem tjá hvernig fagnaðarerindið hefur blessað ykkur

Sendið frásagnir ykkar á ftsoy@ChurchofJesusChrist.org.

Fleiri stafrænar greinar

Vissuð þið að Til styrktar ungmennum gefur út meira efni en það sem finna má í prentuðu tímaritunum? Þetta stafræna efni má nálgast á ChurchofJesusChrist.org eða í smáforritinu Gospel Library.

Prófið smáforritið Gospel Living fyrir skemmtilegra og upplyftandi efni! Í því er fullt af þrautum, myndböndum, ábendingum fyrir ritningarnám, veggfóður og fleira.

Sjá „Stafrænir valkostir“ til frekari upplýsingar um starfænt efni fyrir ungmenni.