Kom, fylg mér 2024
Trúarumbreyting er markmið okkar


„Trúarumbreyting er markmið okkar,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„Trúarumbreyting er markmið okkar,“ Kom, fylgið mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024

Ljósmynd
faðir og börn gefa lambi

Trúarumbreyting er markmið okkar

Markmið alls trúarnáms og kennslu, er að auka trú okkar og hjálpa okkur að verða líkari Jesú Kristi. Af þessari ástæðu erum við því ekki bara að leita nýrra upplýsinga þegar við lærum fagnaðarerindið, heldur viljum við verða „[sköpuð] á ný“ (2. Korintubréf 5:17). Í því felst að við reiðum okkur á að himneskur faðir og Jesús Kristur breyti hjarta, viðhorfi, verkum og eðli okkar.

Að læra fagnaðarerindið á þann hátt að það styrki trú okkar og leiði til undursamlegrar trúarumbreytingar, gerist ekki í einni svipan. Það er gert með því að ná til hjarta og heimilis einstaklinga, utan kennslustofunnar. Það krefst stöðugrar, daglegrar viðleitni til að skilja og tileinka sér fagnaðarerindið. Sönn trúarumbreyting krefst áhrifa heilags anda.

Heilagur andi leiðir okkur í sannleikann og vitnar um þann sannleika (sjá Jóhannes 16:13). Hann upplýsir hug okkar, vekur skilning okkar og snertir hjarta okkar með opinberun frá Guði, uppsprettu alls sannleika. Heilagur andi hreinsar hjarta okkar. Hann vekur okkur þrá til að lifa eftir sannleikanum og hvíslar að okkur hvernig við getum gert það. Sannlega mun „andinn heilagi … kenna [okkur] allt“ (Jóhannes 14:26).

Við ættum því fyrst og fremst að sækjast eftir samfélagi andans af þeirri ástæðu, er við tileinkum okkur, lærum og kennum fagnaðarerindið. Það markmið ætti að stjórna vali okkar, hugsunum og verkum. Við ættum að leita þess sem laðar að áhrif andans og hafna öllu því sem heldur þeim fjarri – því við vitum, að ef við getum verið verðug návistar heilags anda, getum við einnig verið verðug þess að dvelja í návist himnesks föður og sonar hans, Jesú Krists.