Um tímarit kirkjunnar
Fleiri algengar spurningar
Fleiri algengar spurningar


„Fleiri algengar spurningar,“ jan. 2021.

Fleiri algengar spurningar

Ljósmynd
móðir og dóttir

Hvernig spyr ég spurninga um áskriftina mína?

Til að spyrja spurninga um áskriftina ykkar, farið þá á store.ChurchofJesusChrist.org og finnið númerið fyrir ykkar staðsetningu, undir „Contact Us.“

Hver getur fengið ókeypis prentaða áskrift?

Æðsta forsætisráðið hefur hvatt deildar- og greinarleiðtoga til að hjálpa meðlimum að nálgast prentað eða stafrænt tímaritsefni frá kirkjunni á eftirfarandi hátt:

Bjóðið nýskírðum meðlimum tímarit: Eftir að nýir meðlimir hafa verið skírðir, ætti að sýna þeim hvernig á að nálgast kirkjutímarit í smáforritinu Gospel Library eða á netinu. Ef þeir kjósa frekar útprentað tímarit, geta nýir meðlimir fengið ókeypis eins árs áskrift með því að nota sjóði einingar.

Sjá ungmennum og börnum fyrir tímaritum: Með notkun sjóða einingar, ættu áskriftir að vera tiltækar öllum börnum og ungmennum sem sækja kirkju án foreldris eða forráðamanns.

Hvernig sendi ég grein, hugmynd eða ábendingu til tímaritanna?

Til að senda inn grein, hugmynd eða ábendingu til tímaritanna, getið þið notaðu hlekkina hér að neðan:

Líahóna: Sendið greinar, hugmyndir og ábendingar til Líahóna á netinu.

Vikulegt efni UFF: Sendið greinar, hugmyndir og ábendingar til Vikulegt efni UFF á netinu.

Til styrktar ungmennum: Sendið greinar, hugmyndir og ábendingar til Til styrktar ungmennum á netinu eða með því að nota netfangið ftsoy@ChurchofJesusChrist.org.

Barnavinur: Sendið greinar, hugmyndir og ábendingar til Barnavinar á netinu eða með því að nota netfangið friend@ChurchofJesusChrist.org.

Af hverju voru gerðar breytingar á Ensign og New Era?

Í mörg á hefur kirkjan gefið út þrjú tímarit á ensku (Friend, New Era og Ensign), sem og annað tímarit þýtt á önnur tungumál (Líahóna).

Frá 21. janúar 2021 mun þessum útgáfum skipt út fyrir þrjú tímarit sem munu þjóna meðlimum um allan heim á mörgum tungumálum: Barnavinur, fyrir börn á aldrinum 3–11 ára, Til styrktar æskunni, fyrir ungmenni á aldrinum 11–18 ára og Líahóna, fyrir fullorðna.

Þessi heimslægu tímarit munu miðla sameinaðri boðskap til stærri lesendahóps. Þessi einföldun mun líka gera kirkjunni kleift að senda efni tíðar en áður til ólíkra heimshorna.

Hvernig fæ ég áskrift?

Þú getur fengið áskrift á store.ChurchofJesusChrist.org, í dreifingarstöð svæðisins eða með því að hafa samband við Heimsþjónustudeild. Þeir sem eru í Bandaríkjunum og Kanada geta hringt í 001-800-537-5971.

Hversu oft mun ég geta fengið tímarit?

Frá janúar 2021 munu prentuð og stafræn tímarit vera fáanleg í hverjum mánuði á eftirfarandi tungumálum: Cebuano, dönsku, ensku, finnsku, frönsku, hollensku, ítölsku, japönsku, kínversku, einfaldaðri kínversku, kóresku, norsku, portúgölsku, rússnesku, samósku, spænsku, sænsku, tagalog, thaí, tongan, úkraínsku og ungversku.

Prentuð og stafræn tímarit verða fáanleg annan hvern mánuð (sex sinnum á ári) á eftirfarandi tungumálum: Albönsku, armenísku, bislama, búlgörsku, kambódísku, króatísku, tékknesku, eistnesku, fijian, grísku, íslensku, indónesísku, kiribati, lettnesku, litháísku, malagísku, marshallísku, mongólsku, pólsku, rúmönsku, slóvensku, swahili, thaití og víetnömsku. Valið tímaritsefni verður líka fáanlegt á þessum tungumálum á stafrænu formi í þeim mánuðum sem prentuð tímarit eru ekki fáanleg.

Á eftirtöldum tungumálum verður valið tímaritsefni aðeins fáanlegt á stafrænu formi í hverjum mánuði: Afríkanska, amharíska, arabísku, burmese, chuukese, efik, fante, georgísku, haítímál, hiligaynon, hindi, hindi (fiji), hmong, igbo, ilokano, kinyarwanda, kosraean, laotísku, lingala, malay, maltese, nepölsku, palauan, pohnpeian, s. sotho, serbnesku, shona, sinhala, slóvöksku, tamil, telugu, tshiluba, tswana, tyrknesku, twi, urdu, xhosa, yapese, yoruba og súlúmál.