Um tímarit kirkjunnar
Fjölskylda alþjóðlegra tímarita
Fjölskylda alþjóðlegra tímarita


„Fjölskylda alþjóðlegra tímarita,“ nóv. 2021.

Fjölskylda alþjóðlegra tímarita

Ljósmynd
tímarit

Frá 21. janúar 2021 mun kirkjan gefa út þrjú alþjóðleg tímarit: Barnavin (fyrir börn á aldrinum 3–11 ára), Til styrktar æskunni (fyrir ungmenni á aldrinum 11–18 ára) og Líahóna, (fyrir fullorðna). Þessi tímarit komu í stað fjögurra fyrri tímarita kirkjunnar, þrjú þeirra höfðu aðeins verið gefin út á ensku.

Þegar Æðsta forsætisráðið tilkynnti um þessi nýju tímarit, sagði það: „Okkar þrá er að meðlimir alls staðar muni gerast áskrifendur og taka þessum trúarstyrkjandi áhrifum fagnandi í hjörtu og á heimili sín“ (bréf Æðsta forsætisráðsins, 14. ágúst 2020).

Við vinnum hörðum höndum að því að tryggja að þessi tímarit verði fyrir ykkur, hvort sem þið eruð frá Slóveníu eða Spáni, Madagaskar eða Massachusetts. Svo hvort sem þið talið kóresku eða kiribati, hvort sem heimili ykkar er úr múrsteini eða bambus, hvort sem þið voruð skírð fyrir 80 árum eða bara í gær, þá endurspegla þessar greinar vitnisburð ykkar, reynslu ykkar og trúarheimili ykkar. Þetta er ein af mestu blessunum þessara alþjóðlegu tímarita: Þau sameina okkur og minna okkur á að við tilheyrum öll alþjóðlegri kirkjufjölskyldu.

Að hafa þrjú alþjóðleg tímarit, mun gera um 97 prósent meðlimum mögulegt að fá prentuð tímarit í hverjum mánuði eða annan hvern mánuð. (Áður fengu sum tungumál aðeins eitt tímarit á ári!) Kynnið ykkur þessa síðu með algengum spurningum til frekari upplýsingar um hversu oft tímaritsefni verður gefið út á hinum ýmsu tungumálum.

Í tímaritasafninu í Gospel Library getið þið séð sýnishorn af hverju þessara þriggja alþjóðlegu tímarita, auk sýnishorns af nýrri stafrænni útgáfu eingöngu ætlaðri ungu fullorðnu fólki, sem nefnist Vikulegt efni UFF. Þið getið kynnt ykkur hvert þessara útgáfurita hér í hlutanum „Um tímarit kirkjunnar.“