2020
Samansöfnun Ísraels með hirðisþjónustu
Janúar 2020


Ljósmynd
ministering

Reglur hirðisþjónustu, janúar 2020

Samansöfnun Ísraels með hirðisþjónustu

Hirðisþjónusta er tækifæri til að fylgja leiðsögn spámannsins um að safna saman Ísrael.

Russel M. Nelson forseti, hefur boðið okkur að aðstoða við samansöfnun Ísraels – „mikilvægasta verki á jörðinni í dag.“1

Hirðisþjónusta getur verið dásamlegt tækifæri fyrir þá sem vilja taka þátt í því verki að safna saman Ísrael. Það er innblásin leið til að breyta lífi fólks. Hvort sem við erum að þjóna lítt virkum meðlimum eða bjóða þeim að aðstoða okkur við að þjóna fólki sem er annarar trúar, þá veitir hirðisþjónusta okkur tækifæri til samansöfnunar Ísraels.

Bjarga meðlimum sem koma aftur

„Með kærleika sem hvata þá munu kraftaverk gerast og við munum finna leiðir til að koma hinum „týndu“ bræðrum okkar og systrum í alltumvefjandi faðm fagnaðarerindis Jesú Krists.“ – Jean B. Bingham2

„Ég hafði verið lítt virk í nærri sex ár þegar ég og eiginmaður minn fluttum í nýtt bæjarfélag. Nýi Líknarfélagsforseti minn heimsótti mig og spurði hvort hún mætti senda systur til að heimsækja mig. Örlítið óstyrk samþykkti ég það. Þessi systir heimsótti mig í hverjum mánuði, þrátt fyrir hundaofnæmi hennar – og ég á mjög ástríkan hund! Hirðisþjónusta hennar hélt áfram í tvö ár og hafði mjög mikil áhrif á mig.

Þó að heimsóknir hennar væru yfirleitt alfarið félagslegar, þá spurði hún mig öðru hverju spurninga sem leiddu til andlegs samtals. Þetta olli mér smá óþægindum, en hvatti mig til að ákveða hvort ég ætti að halda áfram í fagnaðarerindinu eða vera áfram á sama stað. Þessi ákvörðun var mér erfið en ég ákvað að hitta systratrúboðana.

Daginn sem ég mætti á sakramentissamkomu í fyrsta sinn í sex ár, var ég hrædd við að fara inn. Þjónustusystir mín beið eftir mér þegar ég kom í kirkju og gekk með mér inn í kapelluna. Eftir á gekk hún með mér út að bílnum mínum og spurði hvernig hún gæti best aðstoðað mig er ég yxi nær frelsaranum.

Sá tími og kærleikur sem þjónustusystir mín veitti mér, hjálpaði mér aftur til virkni og ég tel framtak hennar vera eina stærstu gjöf sem ég hafði nokkru sinni hlotið. Ég er svo þakklát fyrir að hún var þar mér við hlið á leið minni til baka til kirkju frelsarans.“

Nafn óþekkt, Bresku-Kólumbíu, Kanada

Reglur til að hafa í huga

„Heimsótti mig í hverjum mánuði“

Hvernig getið þið sýnt að þeir sem þið þjónið skipti ykkur meira máli en aðrir hlutir? (sjá Kenning og sáttmálar 121:44).

„Spurningar“

Það getur hvatt til sjálfsskoðunar að spyrja réttra spurninga. Munið að hirðisþjónusta okkar hefur tilgang sem nær út yfir félagsskap.3

„Beið eftir mér“

Öllum ætti að finnast þeir velkomnir (sjá 3. Nefí 18:22).

„Var þar mér við hlið á leið minni til baka“

Stuðningur okkar getur haft mikil áhrif á þá sem hafa hrasað, til að snúa til frelsarans og hljóta lækningu (sjá Hebreabréfið 12:12–13).

Hirðisþjónusta og samansöfnun

„Segið frá því hvers vegna Jesús Kristur og kirkja hans eru ykkur mikilvæg, á allan þann hátt sem ykkur er eðlilegt og einleikið. …

… Ykkar hlutverk er að gefa af hjartans list og lifa samkvæmt trú ykkar.“ – öldungur Dieter F. Uchtdorf4

Hirðisþjónusta helst í hendur við að deila fagnaðarerindinu. Hér eru nokkrar leiðir til samansöfnunar vina og samferðafólks með hirðisþjónustu – eða til hirðisþjónustu við samansöfnun vina og samferðafólks:

  • Þjónið saman. Leitið tækifæra til að bjóða vinum eða samferðafólki að vera með ykkur við að þjóna einhverjum þurfandi. Biðjið þau að hjálpa til við að undirbúa máltíð fyrir nýbakaða móður, heimsækja einhvern aldraðan eða þrífa heima hjá einhverjum sem er veikur.

  • Kennið saman. Íhugið að bjóða vini eða einhverjum sem ekki mætir oft í kirkju, að bjóða trúboðunum heim til hans eða hennar með trúarnema til að kenna trúboðslexíu. Vinur ykkar gæti stutt ykkur, ef þið bjóðið upp á kennslustund heima hjá ykkur eða farið með ykkur heim til þriðja aðila sem er með kennslustund.

  • Veitið aðstoð þar sem þið sjáið þörf. Bjóðist til að útvega far til kirkju. Bjóðið börnum í félagsstarf hjá Barnafélaginu eða með unga fólkinu. Hvaða annað gætuð þið gert til þjónustu eða samansöfnunar?

  • Notið þau úrræði sem kirkjan býður upp á. Kirkjan býður upp á margar leiðir fyrir meðlimi til að deila fagnaðarerindinu. Þið getið vafrað í gegnum kaflann „Trúboðar“ í smáforritinu Gospel Library og heimsótt ComeUntoChrist.org, til að fá hugmyndir um samansöfnun Ísraels í samfélögum okkar.

Heimildir

  1. Russell M. Nelson, “Hope of Israel” (heimslæg trúarsamkoma æskufólks, 3. júní, 2018), HopeOfIsrael.ChurchofJesusChrist.org.

  2. Jean B. Bingham, “Þjónum eins og frelsarinn,” aðalráðstefna, apríl 2018.

  3. Sjá „Reglur hirðisþjónustu: Tilgangurinn sem breyta mun þjónustu okkar“, janúar 2019, https://www.lds.org/bc/content/shared/content/icelandic/pdf/language-materials/15762_isl.pdf?lang=isl.

  4. Dieter F. Uchtdorf, „Trúboðsstarf: Gefa af hjartans list,“ aðalráðstefna, apríl 2019.