2014
Ég þjónaði aftur
september 2014


æskufólk

Ég þjónaði aftur

Höfundur býr í Rio Grande do Norte, Brasilíu.

Dag einn, að loknu þjónustuverkefni, gekk ég fram hjá samkomuhúsi okkar og sá tvær systur hreinsa bygginguna. Orðin duttu hreinlega út úr mér: „Systur, þurfið þið einhverja hjálp?“ Önnur þeirra brosti til mín og sagði mig hafa komið tímanlega, því þær stæðu einar að þrifunum og væru orðnar lúnar. Hún sagðist hafa beðið til Drottins um að hann sendi einhvern til hjálpar. Ég gladdist mjög yfir því að vera bænheyrsla hennar. Ég hafði nýlokið við að veita öðrum þjónustu og var líka lúin, en fylgdi hjartanu og bauðst til að þjóna áfram.

Það er boðorð sem af gleði skal framfylgja (sjá K&S 24:7). Þegar við þráum öllum stundum að þjóna, getum við stuðlað að kraftaverkum í lífi fólks. Líf okkar verður innihaldsríkara þegar við þjónum. Drottinn elskar okkur með sanni, hann hjálpar sérhverju barni sínu og hann veitir okkur styrk til að þjóna.