2012
Þökk sé sunnudagaskólakennara mínum
júní 2012


Æskufólk

Þökk sé sunnudagaskólakennara mínum

Það ríkir ekki alltaf lotning í námsbekk mínum í sunnudagaskólanum. Ég nýt þess að hlusta á kennsluna í viku hverri en stundum virðast aðrir í bekknum ekki gera það. Oft tala nemendur saman eða eru í tölvuleikjum meðan kennarinn reynir að kenna okkur. Því miður finnst mér stundum eins og ég eigi líka hlut að máli.

Dag einn vorum við í erfiðara lagi og í lok kennslustundar var kennari okkar gráti nær, því enginn vildi hlusta á hana kenna. Þegar ég gekk út úr kennslustofunni fann ég til með henni.

Næsta sunnudag útskýrði kennarinn að hún hefði beðist mikið fyrir í vikunni til að leita handleiðslu og sú hugsun kom upp að hún ætti að láta okkur horfa á kirkjukvikmynd. Hún byrjaði að sýna myndina, sem var um líf Jesú Krists og kraftarverkin sem hann gerði.

Þegar ég hugsaði um myndina um kvöldið skynjaði ég eitthvað sem var öðruvísi. Skyndilega varð mér ljóst að ég skynjaði andann á sterkari hátt en ég hafði áður gert. Ég ákvað þegar í stað að gera breytingar á lífi mínu til að líkjast meira frelsaranum og mér varð ljóst að upplifun mín í sunnudagskólanum dag þennan hafði styrkt vitnisburð minn mikið. Ég er svo þakklátur fyrir sunnudagaskólakennarann minn og allt sem hún gerir fyrir námsbekk sinn í hverri viku.