2012
Trúarbæn mín
febrúar 2012


Æskufólk

Trúarbæn mín

Þegar ég var 18 ára starfaði ég sem sölumaður í húsgagnaverslun. Vinnudagur minn var afar langur. Ég vann frá átta á morgnana til tíu á kvöldin frá mánudegi til laugardags. Mér þótti leiðinlegt að geta ekki sótt trúarskólann og kirkjuviðburði.

Ég tók að biðja til himnesks föður af mikilli trú um hjálp við að finna starf þar sem ég þyrfti ekki að vinna á laugardögum, svo ég kæmist í trúarskólann og á aðra viðburði.

Dag einn veitti ég manni nokkrum aðstoð. Hann tók að ræða við mig og sagðist vinna í stórum banka. Ég spurði hvernig ég gæti sótt um starf í þeim geira. Hann gaf mér nafn sitt og símanúmer og sagði að ég gæti hringt í starfsmannastjórann og borið því við að ég þekkti hann. Ég fór í bankann og lauk við nauðsynlegar prófanir. Ég stóðst þær og tók að vinna sex klukkustundir á dag frá mánudegi til föstudags, með þrefalt hærri laun en ég hafði áður.

Ég veit að Drottinn leiðir okkur þegar við þráum að hafa hann í fyrirrúmi. Hann leiðir mig enn í dag. Ég veit að regla bænar er sönn.