2011
Allt sem ég get gefið
júlí 2011


Æskufólk

Allt sem ég get gefið

Ég hafði áhyggjur af því hvernig mér ætti að takast að greiða fyrir allt það sem ég vildi gera yfir sumarið: Námsbekki, námskeið, sumarbúðir o.s.frv. Ég var gráti næst. Þá rifjaðist upp fyrir mér allt sem mér hafði verið kennt um að hafa trú og traust á Drottni. Ég einsetti mér að fela mig Drottni á hendur og reiða mig á að hann mundi greiða veg, ef það væri hans vilji.

Ekki löngu eftir þetta fann mamma mín óinnleysta ávísun frá starfi sem ég hafði unnið fyrr á árinu, og strax daginn eftir fékk ég litla peningaupphæð í pósti fyrir að vera í öðru sæti í keppni sem ég tók þátt í. Þetta var undursamlegur vitnisburður um að Guð lifir, að hann elskar mig, ber umhyggju fyrir mér og veitir mér brautargengi.

Ég fylltist elsku og miklu þakklæti fyrir himneskan föður og frelsarann. Mér fannst sem ég brysti! Ég þráði að sýna hve þakklát ég var, að lofa Guð sem mest ég mátti, og miðla þeirri tilfinningu. Sumir hafa gert það með því að semja söng, skrifa ljóð eða mála mynd, en mér fannst ég ekki geta neitt af þessu. Mér varð ljóst að það eina sem ég gat gert til að lofa hann nógsamlega var að gefa líf mitt — að vera „fyrirmynd trúaðra“ (1 Tím 4:12), að helga Kristi líf mitt. Það er það eina sem hann biður um og það er allt sem ég get gefið.