Aðalráðstefna
Við erum Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu
Aðalráðstefna apríl 2022


Við erum Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu

Kirkjan er meira en byggingarnar og trúarlegt skipulag hennar, við erum kirkjan, meðlimirnir, með Krist í stafninum og spámanninn sem talsmann hans.

Eftir að hafa fengið boð um að „koma og sjá,“1 kom ég í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í fyrsta sinn, 26 ára gömul. Ég var nýskilin við fyrri eiginmann minn. Ég átti þriggja ára son. Ég upplifði mig máttlausa af ótta. Þegar ég gekk inn í bygginguna, fylltist ég hlýju er ég skynjaði trú og gleði fólksins í kringum mig. Það var sannarlega „athvarf fyrir storminum.“2 Þremur vikum seinna gerði ég skírnarsáttmála við himneskan föður og hóf vegferð mína sem lærisveinn Krists, þó líf mitt hafi ekki verið fullkomið á þeim vegi.

Til þess að ég gæti hlotið þessar eilífu blessanir urðu margir líkamlegir og andlegir þættir að vera til staðar. Fagnaðarerindi Jesú Krists hafði verið endurreist og kennt, samkomuhús hafði verið byggt og því verið viðhaldið, það var trúarlegt skipulag til staðar allt frá spámanninum til staðarleiðtoga og kirkjugrein uppfull af sáttmálshlýðnum meðlimum, var tilbúin að umfaðma mig og son minn er við vorum færð til frelsarans,„[nærð]hinu góða orði Guðs,“3 og okkur gefið tækifæri til að þjóna.4

Frá upphafi hefur Guð leitast við að safna börnum sínum saman undir skipulagi og5 „gjöra ódauðleika og eilíft líf [okkar] að veruleika.“6 Með það í huga hefur hann leiðbeint okkur að byggja hús tilbeiðslu7 þar sem við hljótum þekkingu og helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar, gerum og höldum sáttmála sem binda okkur Jesú Kristi,8 erum efld „[krafti] guðleikans“9 og söfnumst oft saman til að minnast Jesú og styrkja hvert annaði í honum.10 Skipulag kirkjunnar og byggingar hennar eru til staðar fyrir okkar tilgang. „Kirkjan … er vinnupallarnir sem við byggjum eilífar fjöldskyldur okkar með.“11

Þegar ég var að ræða við vin sem átti í erfiðleikum, spurði ég hann hvernig hann stæði fjárhagslega. Hann svaraði mér með tár í augunum að biskup hans væri að hjálpa honum að nota föstusjóðina. Hann bætti því við: „Ég veit ekki hvar fjölskylda mín og ég værum ef við hefðum ekki kirkjuna.“ Ég svaraði honum: „Kirkjan er meðlimirnir. Það eru þau sem eru fús að gefa föstufórnir af glöðu geði, til að hjálpa þeim okkar sem erum í þörf. Þú ert að uppskera ávexti trúar þeirra og staðfestu að fylgja Jesú Kristi.

Samlærisveinar mínir í Kristi, við skulum ekki vanmeta hið stórkostlega starf sem Drottinn er að vinna í gegnum okkur, kirkju hans, þrátt fyrir vankanta okkar. Stundum gefum við og stundum þiggjum við, en við erum öll ein fjölskylda í Kristi. Kirkja hans er það skipulag sem hann hefur gefið okkur til að leiða okkur og blessa er við tilbiðjum hann og þjónum hvert öðru.

Sumar systur hafa beðið mig afsökunar, í þeirri trú að þær væru ekki virkir meðlimir í Líknarfélaginu því að þær þjóni í Barnafélaginu eða Stúlknafélaginu. Þessar systur eru meðal virkustu meðlima Líknarfélagsins því þær eru að hjálpa dýrmætum börnum okkar og ungdómi, við að styrkja trú þeirra á Jesú Krist.

Líknarfélagið takmarkast ekki við herbergi í byggingu, sunnudagslexíur, viðburð eða staðar- eða umdæmisforsætisráð. Líknarfélagið er sáttmálskonur kirkjunnar, það erum viðhver og ein okkarogvið allar. Það er okkar „samfélag samúðar og þjónustu.“12 Hvert sem við förum erum við alltaf hluti af Líknarfélaginu, er við vinnum að því að uppfylla guðlegt hlutverk okkar, sem er fyrir konur, að koma starfi Guðs í verk sem einstaklingar og hópur13 með því að veita líkn: „líkn frá fátækt, líkn frá veikindum, líkn frá efa, líkn frá fáfræði – líkn frá öllu því sem hindrar … gleði og framþróun.“14

Samskonar tengsl eiga sér stað innan öldungasveita og félaga kirkjunnar fyrir allan aldur, þar á meðal barna okkar og ungmenna. Kirkjan er meira en byggingarnar og trúarlegt skipulag hennar, við erum kirkjan, meðlimirnir. Við erum Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, með Krist í stafninum og spámanninn sem talsmann hans. Drottinn hefur sagt:

„Sjá, þetta er mín kenning — hver, sem iðrast og kemur til mín, hann er mín kirkja. …

Og … hverjum þeim, sem er af kirkju minni og er kirkju minni trúr allt til enda, mun ég veita fótfestu á bjargi mínu.“15

Systur og bræður, gerum okkur grein fyrir sérréttindum okkar, að tilheyra Kirkju Jesú Krists, þar sem við getum sameinað trú okkar, hjörtu, styrk, huga og hendur fyrir hann til að framkvæma hin miklu kraftaverk hans. „Því að líkaminn [kirkja Krists] er ekki einn limur heldur margir.“16

Unglingsdrengur sagði við móður sína: „Þegar ég var lítill hélt ég að í hvert sinn sem ég gaf dollar í tíund, myndi heilt samkomuhús vera byggt fyrir þennan eina dollar. Er það ekki kjánalegt?

Hrærð, sagði hún: „Það er yndislegt! Sástu þau fyrir þér?“

„Já!“ hrópaði hann. „Þau voru falleg og þau voru miljónir talsins!“17

Kæru vinir, höfum barnslega trú og fögnum í því að vita að jafnvel hið minnsta viðvik okkar skiptir máli í ríki Guðs.

Tilgangur okkar í ríki hans ætti að vera að færa hvert annað til Krists. Eins og við lesum í ritningunum þá bauð frelsarinn Nefítunum:

„Eru nokkrir sjúkir yðar á meðal? Færið þá hingað. Eru einhverjir … þjáðir á einhvern hátt? Færið þá hingað, og ég mun gjöra þá heila, því að ég hef samúð með yður. Hjarta mitt er fullt miskunnar.

… Ég sé, að trú yðar er nægjanleg til að ég lækni yður.“18

Erum við ekki öll þjáð á einhvern hátt sem hægt væri að færa að fótum frelsarans? Á sama tíma og sum okkar eigum við líkamlegar hamlanir þá eru enn fleiri sem stríða við tilfinningaleg átök, aðrir eiga erfitt með félagsleg samskipti og við leitum öll hvíldar þegar andar okkar verða fyrir áskorunum. Við erum öll þjáð á einhvern hátt.

Við lesum að „allur mannfjöldinn sem einn [leiddi] fram sína sjúku og … alla þá, sem þjáðir voru á einhvern hátt. Og hann læknaði þá, hvern og einn, er þeir voru leiddir fyrir hann.

Og allir, bæði þeir, sem læknast höfðu, og þeir, sem heilir voru, lutu að fótum hans og tilbáðu hann.“19

Frá litlum dreng sem greiðir tíund í trú, að einstæðri móður í þörf fyrir náðarkraft Drottins, til föður sem berst við að geta séð fyrir fjölskyldu sinni, að áum okkar sem þarfnast helgiathafna sáluhjálpar og upphafningar og allt til okkar sem endurnýjum sáttmála okkar við Guð í hverri viku, við þörfnumst öll hvers annars og við getum fært hvert annað að endurleysandi lækningu frelsara okkar.

Kæru systur mínar og bræður, fylgjum boði Jesú Krists um að færa okkur sjálf og þjáningar okkar til hans. Þegar við komum til hans og komum með ástvini okkar með okkur, sér hann trú okkar. Hann mun gera þau heil og gera okkur heil.

Sem hinir „friðsömu fylgjendur Krists,“20 erum við að vinna að því að „hugur [okkar]og hjarta [séu] eitt“21 og að við séum auðmjúk, undirgefin og blíð, gæf og full af þolinmæði og langlundargeði, séum hófsöm í öllu, höldum boðorð Guðs af kostgæfni öllum stundum, eigum trú, von og kærleika, og erum ætíð rík af góðum verkum.22 Við erum að vinna að því að verða eins og Jesú Kristur.

Ég ber vitni um, eins og Russell M. Nelson forseti hefur kennt, að sem kirkja Krists þá erum við þau verkfæri sem „frelsari okkar og lausnari, Jesús Kristur, mun nota til að framkvæma einhver sín máttugustu verk, frá þessum tíma fram að endurkomu sinni,“23

Drottinn hefur sagt:

„Sjá, ég mun hraða verki mínu þegar að því kemur.

Og ég gef yður, fyrstu verkamönnunum í þessu síðasta ríki, boð um að safnast saman og skipuleggja yður, undirbúa yður og helga yður. Já, hreinsa hjörtu yðar, lauga hendur yðar og fætur fyrir mér, svo að ég geti gjört yður hreina.“24

Megum við bregðast við þessu guðlega boði og safnast saman í gleði, skipuleggja, undirbúa og helga okkur, er auðmjúk bæn mín í nafni Jesú Krists, amen.