2010–2019
Viltu verða heill?
Október 2018


Viltu verða heill?

Vegna friðþægingar Jesú Krists mun hann lækna okkur andlega, ef við veljum að iðrast og snúa hjörtum okkar fyllilega til frelsarans.

Þegar yngsti sonur okkar hafði verið á trúboði í nokkra mánuði voru hann og félagi hans að klára heimanám sitt, þegar sonur okkar fann óljósan sársauka í höfðinu. Honum leið skringilega í fyrstu, til að byrja með missti hann stjórn á vinstri handlegg sínum, síðan varð tunga hans dofin. Vinstri hlið andlits hans seig. Hann átti erfitt með mál. Hann vissi að eitthvað var að. Það sem hann vissi ekki var að hann var í miðju alvarlegu heilablóðfalli, sem átti sér stað á þremur svæðum í heila hans. Ótti fór að grípa um sig þegar hann var orðin lamaður að hluta. Það getur haft mjög afgerandi áhrif á bata sjúklings með heilablóðfall hve skjóta aðstoð hann hlýtur. Trúfastur félagi hans brást ákveðið við. Eftir að hafa hringt í 112, veitti hann honum blessun. Það var kraftaverk að sjúkrabíllinn var einungis í fimm mínútna fjarlægð.

Eftir að sonur okkar hafði verið fluttur á sjúkrahús, mátu læknarnir stöðuna í flýti og ákváðu að þeir ættu að gefa syni okkar visst lyf1 sem gæti mögulega snúið lömunaráhrifum áfallsins við, þó það tæki einhvern tíma. Hins vegar, ef sonur okkar væri ekki að fá heilablóðfall, þá gæti þetta lyf haft alvarlegar afleiðingar, svo sem frekari blæðingar á heilanum. Sonur okkar varð að velja. Hann valdi að þiggja lyfið. Þó að fullur bati krefðist fleiri aðgerða og margra mánaða, þá snéri sonur okkar tilbaka og lauk trúboði sínu, eftir að áhrif þessa áfalls höfðu að mestu hopað.

Himneskur faðir okkar er almáttugur og alvitur. Hann þekkir líkamlegar áskoranir okkar. Hann þekkir líkamlegan sársauka okkar vegna veikinda, sjúkdóma, öldrunar, slysa eða fæðingagalla. Hann er meðvitaður um tilfinningalegar áskoranir okkar sem tengjast kvíða, einmannaleika, þunglyndi eða geðfötlunum. Hann þekkir hverja persónu sem hefur þurft að þola óréttlæti eða misbeitingu. Hann þekkir veikleika okkar, hneigðir og þær freistingar sem við tökumst á við.

Í jarðlífi okkar erum við reynd, til að sjá hvort við munum velja gott yfir illt. Því að þeir sem halda boðorð hans, munu búa með honum „í óendanlegri sælu.“2 Til að hjálpa okkur í framþróun okkar um að verða eins og hann, hefur himneskur faðir veitt syni sínum, Jesú Kristi allt vald sitt og þekkingu. Það eru engir líkamlegir, tilfinningalegir eða andlegir kvillar sem Kristur getur ekki læknað.3

Á meðan að á jarðnesku starfi frelsarans stóð, þá segja ritningarnar frá mörgum kraftaverkum, þar sem Jesús Kristur notaði guðlegan kraft sinn til að lækna þá sem þjáðust líkamlega.

Jóhannesarguðspjallið segir frá vissum manni sem hafði átt í íþyngjandi heilsubresti í 38 ár.

„Jesús sá hann, þar sem hann lá, og vissi, að hann hafði lengi verið sjúkur. Hann segir við manninn: Viltu verða heill?“

Hin veiki maður svaraði því þannig að það væri enginn til að aðstoða hann þegar hann þarfnaðist þess mest.

„Jesús segir við hann: Statt upp, tak rekkju þína og gakk!

Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk.“4

Takið vinsamlega eftir hliðstæðu þess hve lengi þessi maður hafði þjáðst einn -38 ár- og hve skyndileg lækningin varð þegar frelsarinn kom inn í málið. Lækningin varð „jafnskjótt.

Í öðru tilfelli þá var það kona sem hafði haft blóðlát í 12 ár, „og varið til aleigu sinni, en enginn getað læknað hana, … kom að baki honum og snart fald klæða hans, og jafnskjótt [stöðvaðist] blóðlát hennar. …

„En Jesús sagði: Einhver snart mig, því að ég fann, að kraftur fór út frá mér.

En er konan sá, að hún fékk eigi dulist, kom hún … skýrði frá því í áheyrn alls lýðsins, … hvernig hún hafði jafnskjótt læknast.“5

Í gegnum þjónustu hans, kenndi Kristur að hann hefði vald yfir mannslíkamanum. Við getum ekki stjórnað tímasetningu þess hvernig lækning Krists á líkamlegum kvillum okkar verður. Lækningin verður eftir hans vilja og visku. Í ritningunum höfðu sumir þjáðst í tugi ára, aðrir alla ævi sína. Jarðneskir sjúkdómar geta fágað okkur og dýpkað traust okkar á Guði. Þegar við leyfum Kristi að taka þátt í málunum, þá mun hann ávallt styrkja okkur andlega svo að við höfum meiri getu til að þola byrðar okkar.

Við vitum það að endanlega munu allir líkamlegir kvillar, sjúkdómar og gallar verða læknaðir í upprisunni. Það er gjöf til handa öllu mannkyni í gegnum friðþægingu Jesú Krists.6

Jesús Kristur getur læknað meira en líkama okkar. Hann getur læknað anda okkar líka. Í gegnum ritningarnar lærum við hvernig Kristur hjálpaði þeim sem voru veikir í anda og gerði þá heila.7 Þegar við íhugum þessa reynslu, þá eykst von okkar og trú á krafti frelsarans til að blessa líf okkar. Jesús Kristur getur breytt hjörtum okkar, læknað okkur frá afleiðingum þess óréttlætis eða þeirrar misbeitingar sem við gætum þolað og aukið getu okkar til að þola missi og hjartasár og fært okkur frið til að standast erfiðleika lífs okkar og læknað okkur tilfinningalega.

Kristur getur einnig læknað okkar er við syndgum. Við syndgum þegar við brjótum lögmál Guðs vísvitandi.8 Þegar við syndgum þá óhreinkast sál okkar. Ekkert óhreint fær dvalið í návist Guðs.9 Það að verða hreinn af synd er að læknast andlega.10

Guð faðirinn veit að við munum syndga, en hann hefur undirbúið leið fyrir okkur til að fá endurlausn. Öldungur Lynn G. Robbins kenndi: „Iðrun er ekki varaáætlun [Guðs] til að grípa til ef okkur skyldi mistakast. Iðrun er áætlun hans, vitandi að við munum mistakast.“11 Þegar við syndgum, þá fáum við tækfæri til að velja gott frá illu. Við veljum hið góða þegar við iðrumst eftir að hafa syndgað. Í gegnum Jesú Krist og friðþægingarfórn hans, þá getum við hlotið endurlausn frá syndum okkar og komist aftur í návist Guðs föðurins, ef við iðrumst. Andleg lækning er ekki einhliða - hún krefst endurlausnarkrafts frelsarans og einlægrar iðrunar frá syndaranum. Þeir sem velja að iðrast ekki eru að afneita lækningu þeirri sem Kristur býður upp á. Hvað þá varðar, þá er eins og engin endurlausn hafi verið gerð.12

Eftir að hafa unnið með öðrum sem leitast við að iðrast, þá finnst mér áhugavert hve þeir sem lifðu í synd áttu erfitt með að taka réttar ákvarðanir. Heilagur andi hafði yfirgefið þau og oft áttu þau erfitt með að taka ákvaðanir sem hefðu fært þau nær Guði. Þeir gátu verið að glíma við þetta í marga mánuði, jafnvel ár, vandræðaleg og jafnvel hrædd við afleiðingar synda sinna. Oft fannst þeim eins og þau gætu aldrei breyst, né öðlast fyrirgefningu. Ég heyrði þau oft deila þeim ótta sínum að ef ástvinir þeirra myndu vita hvað þau hefðu gert, þá myndu þau hætta að elska þau eða yfirgefa þau. Þegar þau höfðu hugsað þannig, þá tóku þau oft þá ákvörðun að segja bara ekkert og fresta iðrun sinni. Þeim fannst, ranglega, að það væri betra að iðrast ekki núna svo að þau myndu ekki særa ástvini sína enn meira. Í huga þeirra var það betra að þjást eftir þetta líf, heldur en að fara í gegnum iðrunarferlið núna. Bræður og systur, það er aldrei góð hugmynd að fresta iðrun ykkar. Andstæðingurinn notar oft óttann til að koma í veg fyrir að við nýtum okkur strax trú okkar á Jesú Krist.

Þegar ástvinir okkar standa frammi fyrir sannleikanum um syndsamlega hegðun okkar, þá vilja þau oft aðstoða þann sem einlæglega iðrast, til að breytast og sættast við Guð, þó að þau gætu verið særð djúpu sári. Sannarlega hraðar það andlegri lækningu þegar syndarinn játar og er umkringdur þeim sem elska hann og aðstoða hann við að láta af syndum sínum. Munið að Jesús Kristur er öflugur í því hvernig hann getur einnig læknað hin saklausu fórnarlömb syndar, sem snúa sér til hans.13

Boyd K. Packer forseti sagði: „Andi okkar skaðast þegar við gerum mistök og drýgjum syndir. Andstætt og á við um efnislíkama okkar, þá verða engin ör eftir þegar iðrun er lokið, sökum friðþægingar Jesú Krists. Loforðið er: „Þeim sem hefur iðrast synda sinna er fyrirgefið, og ég, Drottinn, minnist þeirra ekki lengur“ [Kenning og Sáttmálar 58:42].”14

Þegar við iðrumst „í einlægum ásetningi“15 „þá mun hin mikla endurlausnaráætlun samstundis ná til ykkar.“16 Frelsarinn mun lækna okkur.

Trúboðsfélaginn og læknarnir sem aðstoðuðu son okkar í heilablóðfalli hans á trúboðsakrinum, brugðust hratt við. Sonur okkar valdi að þiggja lyfið sem snéri við áhrifum áfallsins. Lömuninni sem var afleiðing heilablóðfallins, sem hefði getað fylgt honum alla hans ævi, var bægt frá. Að sama skapi, því fyrr sem við iðrumst og fáum friðþægingu Jesú Krists inní líf okkar, því fyrr getum við læknast af áhrifum syndarinnar.

Russel M. Nelson forseti bauð okkur: „Ef þið hafið stigið af brautinni … býð ég ykkur … að koma endilega aftur. Hverjar sem áhyggjur ykkar eru eða áskoranir, þá er staður fyrir ykkur hér í kirkju Drottins. Þið sjálf og komandi kynslóðir munu njóta blessunar af viðleitni ykkar nú til að fara aftur á sáttmálsveginn.“17

Andleg lækning okkar kallar á að við gefum okkur á vald skilyrðunum sem frelsarinn setti okkur. Við megum ekki tefja! Við verðum að taka af skarið! Bregðumst við núna svo að andleg lömun ykkar komi ekki í veg fyrir eilífa framþróun ykkar. Ef þið hafið fundið þörf hjá ykkur til að biðja einhvern fyrirgefningar á meðan ég flutti mál mitt, þá býð ég ykkur að láta verða af því. Segið þeim hvað þið hafið gert. Biðjið þau fyrirgefningar. Ef þið hafið drýgt synd sem hefur áhrif á musterisverðugleika ykkar, þá býð ég ykkur að ráðgast við biskup ykkar - í dag. Sláum því ekki á frest.

Bræður mínir og systur, Guð er kærleiksríkur faðir okkar á himnum. Hann hefur veitt ástkærum syni sínum, Jesú Kristi, allt sitt vald og visku. Vegna hans, mun dag einn allt mannkyn læknast af öllum líkamlegum veikindum að eilífu. Vegna friðþægingar Jesú Krists, mun hann lækna okkur andlega, ef við veljum að iðrast og snúa hjörtum okkar fyllilega til frelsarans. Sú lækning getur hafist tafarlaust. Valið er okkar. Munum við verða gerð heil?

Ég ber vitni um að Jesús Kristur greiddi gjaldið svo að við getum verið gerð heil. Við verðum samt að velja að taka það læknandi lyf sem hann býður okkur. Takið það núna. Sláum því ekki á frest. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Lyfið kallaðist tPA (tissue plasminogen activator).

  2. Mósía 2:41.

  3. Sjá Matt 4:24. Kristur fór um og læknaði alla sem voru veikir, jafnvel þá sem voru með „ýmsa sjúkdóma,“ „kvalir,“ „haldnir illum öndum,“ og „tunglsýki.“

  4. Sjá Jóh 5:5–9; skáletrað hér.

  5. Sjá Lúk 8:43-47; skáletrað hér.

  6. SjáAlma 40:23; Helaman 14:17.

  7. Sjá Lúk 5:20, 23–25; sjá einnig Joseph Smith Translation, Lúk 5:23 (í Lúk 5:23, neðanmálsgrein a): „Þarf meiri kraft til að fyrirgefa syndir en að láta hina sjúku standa upp og ganga?“

  8. Sjá 1 Jóh 3:4.

  9. Sjá 3 Ne 27:19.

  10. The Gospel of Jesus Christ,” Preach My Gospel: A Guide to Missionary Service, uppfærð útgáfa (2018), lds.org/manual/missionary.

  11. Lynn G. Robbins, “Until Seventy Times Seven,” Liahona, maí 2018, 22.

  12. Sjá Mósía 16:5.

  13. Ég hef oft orðið vitni að hraðri lækningu einstaklinga þegar fjölskyldumeðlimir hafa hópast í kringum þann sem hefur brotið eiða trausts og trúnaðar, hjálpað þeim að snúa betur til frelsarans fyrir kraft hans til lækningar í lífi þeirra. Ef hin raunverulega iðrandi sál, reynir einlæglega að breytast, þá sjá fjölskyldumeðlimir, sem aðstoða hann við nám í fagnaðarerindinu, einlægar bænir og kristilega þjónustu, ekki einungis syndarann breytast heldur opnast einnig dyr til aukinnar lækningar frelsarans í þeirra eigin lífi. Þegar það á við, þá geta saklaus fórnarlömb, aðstoðað syndarann með því að leita himneskrar leiðsagnar um hvað þau geta lært saman, hvernig best sé að þjóna og hvernig hægt er að blanda fjölskyldumeðlimum í að styðja og styrkja hina iðrandi sál í að breytast og hafa gagn af endurleysandi krafti Jesú Krists.

  14. Boyd K. Packer, “The Plan of Happiness,” Liahona, maí 2015, 28.

  15. 3 Ne 18:32.

  16. Alma 34:31; skáletrað hér.

  17. Russell M. Nelson, “As We Go Forward Together,” Liahona, apríl 2018, 7.