2010–2019
Eitt í Kristi
Október 2018


Eitt í Kristi

Kæru samferðamenn mínir í verki Drottins, ég trúi að við getum staðið okkur betur og ættum að standa okkur betur í því að bjóða nýja vini velkomna í kirkjuna.

Góðan dag, kæru bræður og systur. Eins og við segjum á máli mínu, portúgölsku í Brasilíu: „Boa tarde!“ Mér finnst ég blessaður að vera hér á þessari dásamlegu aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, undir stjórn okkar ástkæra spámanns, Russells M. Nelson forseta. Ég dásama hið undursamlega tækifæri sem við öll höfum til að hlýða á rödd Drottins í gegnum þjóna hans á jörðu á þessum síðari dögum sem við lifum á.

Ljósmynd
Amasonfljótið
Ljósmynd
Amasonfljótið myndast af tveimur ám sem renna saman

Heimalandið mitt, Brasilía, er afar auðugt af náttúruauðlindum. Ein slík er hið vel þekkta Amasonfljót, ein stærsta og lengsta á heimsins. Hún myndast af tveimur aðskildum ám, Solimões og Negro. Áhugavert er að árnar renna samhliða marga kílómetra áður en þær blandast, þar sem árnar eru ólíkar að upplagi, hraða, hitastigi og efnissamsetningu. Vatnið blandast loks saman eftir marga kílómetra og myndar á sem er efnislega ólík ánum tveimur sem runnu saman. Einungis eftir að árnar tvær hafa runnið sama verður Amasonfljótið svo öflugt að þegar það rennur út í Atlandshafið, ýtir það saltvatninu svo langt frá sér að finna má ferskvatn marga kílómetra út frá sjávarströndu.

Ljósmynd
Samruni áa Amasonsfljótsins

Á líkan hátt og árnar Solimões og Negro renna saman og mynda hið mikla Amasonfljót, koma börn Guðs saman í hinni endurreistu kirkju Jesú Krists ólík að uppruna, hefðum og menningu og mynda þetta dásamlega samfélag heilagra í Kristi. Er við svo hvetjum, styðjum og elskum hvert annað, verðum við að máttugu afli til góðs í heiminum. Sem fylgjendur Jesú Krists, blöndumst við saman og verðum eitt í þessu gæskufljóti og getum séð þyrstum heimi fyrir „ferskvatni“ fagnaðarerindisins.

Ljósmynd
Nýir meðlimir koma saman með öðrum börnum Guðs
Ljósmynd
Samfélag heilagra verður til

Drottinn hefur innblásið spámenn sína til að kenna hvernig við getum stutt og elskað hvert annað, svo við verðum sameinuð í trú og tilgangi þess að fylgja Jesú Kristi. Páll, postuli í Nýja testamentinu, sagði, að þeir sem eru „skírðir til samfélags við Krist, [þeir hafa] íklæðst Kristi. … Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.1

Þegar við lofum í skírninni að fylgja frelsaranum, vitnum við fyrir föðurnum um að við séum fús til að taka á okkur nafn Krists.2 Þegar við tileinkum okkur eiginleika hans af kostgæfni, breytumst við fyrir tilverknað friðþægingar Krists Drottins, og elska okkar til allra manna eykst af sjálfu sér.3 Við förum að bera einlæga umhyggju fyrir velferð og hamingja allra. Við sjáum hvert annað sem bræður og systur, sem börn Guðs, af guðlegum uppruna og gædd guðlegum eiginleikum og möguleikum. Við þráum að annast hvert annað og bera hver annars byrðar.4

Þetta er það sem Páll sagði vera kærleika.5 Mormón, spámaður í Mormónsbók, sagði það vera hina hreinu ást Krists,6 sem er æðsta, göfugasta og áhrifaríkasta tjáning elsku. Núverandi spámaður okkar, Russell M. Nelson forseti, sagði nýlega að hirðisþjónusta væri lýsandi fyrir hina hreinu ást Krists, sem er markvissari og heilagri nálgun í þeirri viðleitni að elska og annast aðra líkt og frelsarinn gerði.7

Við skulum hugleiða þessa elsku og umhyggju, sem frelsarinn sýndi, og hvetja, aðstoða og styðja hina nýskírðu og þá sem taka að koma áhugasamir á kirkjusamkomur okkar.

Þegar þessir nýju vinir segja skilið við heiminn og taka á móti fagnaðarerindi Jesú Krists, ganga í kirkjuna, verða þeir lærisveinar hans og endurfæðast í honum.8 Þeir hafa sagt skilið við velkunnugan heim og valið að fylgja Jesú Kristi, af einlægum ásetningi hjartans, að blandast nýju „fljóti“, líkt og hinu mikla Amasonfljóti – fljóti hugdirfsku, gæsku og réttlætis, sem rennur í átt að návists Guðs. Pétur postuli lýsir þessu þannig: „Útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður.“9 Þegar þessir nýju vinir blandast fyrst þessu fljóti, gætu þeir upplifað sig svolítið týnda um stund. Þessir nýju vinir hafa blandast fljóti af sérstökum uppruna, hitastigi og samsetningu – fljóti sem hefur sínar hefðir, trúarviðburði, menningu og málfar. Hið nýja líf í Kristi gæti verið þeim yfirþyrmandi. Leiðið aðeins hugann að því hvernig þeim gæti liðið við að heyra í fyrsta sinn hugtök eins og „FHE,“ „BYC,“ „föstusunnudagur,“ „skírn fyrir dána,“ „Þrennan“ o.s.frv.

Það er auðvelt að átta sig á ástæðu þess að þeim finnst þeir ekki samlagast. Í slíkum aðstæðum gætu þeir spurt sig: „Á ég mér stað hér? Er rúm fyrir mig í Kirkju Jesú Krists hina Síðari daga heilögu? Þarfnast kirkjan mín? Mun ég finna nýja vini sem styðja mig fúslega?

Kæru vinir mínir, á slíkum tímamótum verða þau okkar sem eru á hinum ýmsu stigum hinnar löngu lærisveinsferðar, að rétta fram hlýja vinarhönd til okkar nýju vina, meðtaka þá eins og þeir eru og liðsinna þeim, elska þá og bjóða þeim inn í líf okkar. Allir þessir eru dýrmætir synir og dætur Guðs.10 Við megum ekki glata neinum þeirra, því við þörfnumst þeirra jafnt og þeir okkar, líkt og Amasonfljótið þarfnast aðrennslisáa sinna.

Okkar nýju vinir koma með sína eigin guðsgefnu hæfileika, áhugasemi og gæsku. Áhugi þeirra á fagnaðarerindinu getur verið smitandi og blásið nýju lífi í okkar eigin vitnisburði. Þeir hafa nýtt sjónarhorn og útvíkka skilning okkar á lífinu og fagnaðarerindinu.

Okkur hefur lengi verið kennt hvernig liðsinna megi hinum nýju vinum okkar, svo þeir finni sig velkomna og elskaða í hinni endurreistu kirkju Jesú Krists. Þeir þurfa þrennt til að vera sterkir og trúfastir alla ævi:

Í fyrsta lagi þarfnast þeir bræðra og systra í kirkjunni sem sýna þeim einlægan áhuga, eru sannir og tryggir vinir, sem þeir geta alltaf leitað til, og munu ganga við hlið þeirra og svara spurningum þeirra. Við, sem meðlimir, ættum ætíð að vera umhyggjusöm og gæta að nýju fólki er við sækjum viðburði og samkomur kirkjunnar, hver sem ábyrgð okkar er, verkefni eða áhyggjur. Við getum gert einfalda hluti til að hjálpa okkar nýju vinum til að finna sig velkomna og elskaða í kirkjunni, svo sem að heilsa innilega, brosa einlæglega til þeirra, sitja við hlið þeirra við söng og tilbeiðslu, kynna þá öðrum meðlimum o.s.frv. Þegar við ljúkum upp hjarta okkar fyrir þessum nýju vinum á þennan hátt, erum við að breyta að anda hirðisþjónustu. Þegar við þjónum þeim, líkt og frelsarinn gerði, munu þeir ekki upplifa sig sem „aðkomumenn innan veggja okkar.“ Þeir munu finna sig velkomna og eignast nýja vini og, það sem mikilvægara er, finna elsku frelsarans vegna einlægrar umhyggju okkar.

Í öðru lagi þurfa nýju vinir okkar verkefni – tækifæri til að þjóna öðrum. Þjónusta er eitt göfugasta einkenni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Það gerir okkur mögulegt að vaxa og styrkjast í trú. Sérhver nýr vinur verðskuldar slíkt tækifæri. Þótt biskup og deildarráð beri þá ábyrgð að færa öðrum verkefni stuttu eftir skírn þeirra, þá stendur ekkert í vegi þess að við, sem meðlimir, bjóðum nýju vinum okkar að hjálpa okkur að þjóna öðrum óformlega eða í þjónustuverkefnum.

Í þriðja lagi þurfa þessir nýju vinir að verða „nærðir hinu góða orði Guðs.“11 Við getum hjálpað þeim að elska og þekkja ritningarnar er við lesum og ræðum kenningarnar með þeim, útskýrum sögurnar og merkingu erfiðra hugtaka. Við getum líka kennt þeim hvernig hljóta á persónulega leiðsögn með reglulegu ritninganámi. Auk þess að liðsinna vinum okkar á reglubundnum samkomum og viðburðum kirkjunnar, getum við líka gert það á heimilum þeirra og boðið þeim á heimili okkar og hjálpað þeim að blandast hinu máttugu fljóti samfélags heilagra.

Er við áttum okkur á þeim breytingum og áskorunum sem okkar nýju vinir þurfa að takast á við til að verða meðlimir fjölskyldu Guðs, sem bræður okkar og systur, getum við miðlað þeim hvernig við sjálf höfum sigrast á álíka áskorunum í eigin lífi. Það gerir þeim kleift að vita að þeir eru ekki einir og að Guð muni blessa þá er þeir iðka trú á fyrirheit hans.12

Þegar árnar Solimões og Negro blandast saman, verður Amasonfljótið stórt og öflugt. Á líkan hátt verður hin endurreista kirkja Jesú Krists jafnvel enn stöðugri og sterkari er við og nýju vinir okkar blandast saman. Ég og mín kæra Rosana erum svo þakklát öllum þeim sem hjálpuðu okkur að samlagast hinu nýja fljóti fyrir mörgum árum, er við tókum á móti fagnaðarerindi Jesú Krists í heimalandi okkar, Brasilíu. Í áranna rás hefur þetta dásamlega fólk sannlega þjónað okkur og hjálpað okkur að halda áfram að streyma fram í réttlæti. Við erum þeim afar þakklát.

Spámönnunum í Vesturheimi var vel kunnugt um hvernig viðhalda ætti trúfesti nýrra vina í straumi hins nýja gæskufljóts að eilífu lífi. Sem dæmi um það, þá sá Moróní okkar tíma og vissi að álíka áskoranir biðu okkar13 og nefndi því sum þessara mikilvægu skrefa í ritmáli sínu í Mormónsbók:

„Og eftir að tekið hafði verið á móti þeim til skírnar og kraftur heilags anda hafði haft áhrif á þá og hreinsað, töldust þeir meðal þeirra, sem tilheyrðu kirkju Krists. Og nöfn þeirra voru skráð, svo að eftir þeim væri munað, og þeir væru nærðir hinu góða orði Guðs til að halda þeim á réttri braut, og til þess að þeir yrðu árvökulir í bæn og treystu einvörðungu á verðleika Krists, sem upphóf og fullnaði trú þeirra.

Og kirkjan kom oft saman til að fasta og biðja og ræða hvert við annað um sálarheill sína.“14

Kæru samferðamenn mínir í verki Drottins, ég trúi að við getum staðið okkur betur og ættum að standa okkur betur í því að bjóða okkar nýju vini velkomna í kirkjuna. Ég býð ykkur að hugleiða hvað við gætum gert til að taka þeim opnari örmum og liðsinna þeim betur, frá og með næsta sunnudegi. Gætið þess að kirkjuverkefni aftri ykkur ekki frá því að bjóða þessa nýju vini velkomna á samkomur og viðburði kirkjunnar. Hvað sem öllu líður, þá eru þessar sálir dýrmætar í augum Guðs og langtum mikilvægari en verkefni og viðburðir. Ef við þjónum nýju vinum okkar, fyllt hreinni ást, líkt og frelsarinn gerði, lofa ég ykkur, í hans nafni, að hann mun liðsinna okkur í því verki. Þegar við breytum líkt og trúfastir þjónar, munu nýju vinir okkar fá nauðsynlega hjálp til að vera sterkir, tryggir og trúfastir allt til enda. Þeir munu sameinast okkur er við verðum máttugt fólk Guðs og hjálpa okkur að færa heiminum hreint vatn, sem sárlega þarfnast blessana fagnaðarerindis Jesú Krists. Þessi börn Guðs munu finna að þau eru „ekki framar gestir og útlendingar, heldur samþegnar hinna heilögu.“15 Ég lofa ykkur að þeir munu skynja návist frelsara okkar, Jesú Krists, í hans eigin kirkju. Þeir munu halda áfram að streyma fram með okkur eins og fljót að uppsprettu allrar gæsku, þar til Drottin Jesús Kristur tekur á móti þeim opnum örmum og þeir heyra föðurinn segja: „Þér munuð öðlast eilíft líf.“16

Ég býð ykkur að leita liðsinnis Drottins í því að elska aðra líkt og hann hefur elskað ykkur. Við skulum öll hlíta þessari leiðsögn Mormóns: „Biðjið þess vegna til föðurins, ástkæru bræður mínir [og systur], af öllum hjartans mætti, að þér megið fyllast þessari elsku, sem hann hefur gefið öllum sönnum fylgjendum sonar síns, Jesú Krists.“17 Um þennan sannleika ber ég vitni, í nafni Jesú Krists, amen.