2010–2019
Lyftið höfði ykkar og fagnið
Október 2018


Lyftið höfði ykkar og fagnið

Þegar við tökumst á við erfiðleika á sama hátt og Drottinn, megum við þá lyfta höfði og fagna.

Árið 1981 fórum ég og faðir minn og tveir nánir vinir í ævintýraferð til Alaska. Við lentum á afskekktu vatni og klifum upp á mjög fallegt hálendi. Til þess að létta byrðarnar sem við þyrftum annars að bera hver og einn, pökkuðum við vistum okkar í kassa, vöfðum þeim inn í svamp, bundum marglita borða við og hentum þeim út um gluggann á litlu flugvélinni, við áfangastað okkar.

Þegar við komum loks á staðinn, leituðum við og leituðum, en okkur til mikillar skelfingar gátum við ekki fundið neina kassa. Loksins fundum við einn þeirra. Í honum var lítil gaseldavél, vatnsheldur dúkur, smá sælgæti og nokkrir kassar af grýtaréttum – en ekkert hakk. Við höfðum enga leið til að ná sambandi við umheiminn og áttum von á að vera sóttir viku seinna.

Ég lærði tvær mikilvægar lexíur af þessari reynslu: Eitt, ekki henda matnum þínum út um glugga. Tvö, stundum verðum við að takast á við erfiðleika.

Fyrsta spurningin sem við spyrjum oft er: „Af hverju ég?“ Að spyrja hvers vegna, fjarlægir hins vegar aldrei erfiðleikana. Drottinn ætlast til þess að við sigrumst á áskorunum okkar og hann hefur gefið í skyn að „allt mun þetta veita [okkur] reynslu og verða [okkur] til góðs.“1

Stundum biður Drottinn okkur að gera erfiða hluti og stundum skapast áskoranir okkar af eigin eða annarra notkun á valfrelsi. Nefí upplifði báðar útgáfur af þessu. Þegar Lehí bauð sonum sínum að snúa tilbaka til að ná í plöturnar til Labans, sagði hann: „Og sjá nú. Bræður þínir mögla og segja þetta erfitt verk, sem ég bað þá að leysa af hendi. En sjá. Það er ekki mín bón, heldur fyrirmæli Drottins.“2 Í annað skipti nýttu bræður Nefís sjálfræði sitt til að takmarka hans: „Þeir lögðu á mig hendur, því að sjá, þeir voru ákaflega reiðir. Og þeir lögðu mig í bönd, því að ætlun þeirra var að fyrirkoma mér.“3

Joseph Smith stóð frammi fyrir erfiðu hlutskipti í Liberty fangelsinu. Hann hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, með enga lausn í sjónmáli: „Ó Guð, hvar ert þú?“4 Ég efast ekki um að okkur hafi einhvern tíma liðið eins og Joseph

Allir standa frammi fyrir erfiðleikum, fráfalli ástvinar, skilnaði, uppreisnargjörnu barni, veikindum, trúarraunum, vinnumissi eða hvers kyns annars konar mótlæti.

Ég breyttist algerlega þegar ég heyrði þessi orð öldungs Neal A. Maxwell, eins úr Tólfpostulasveitinni, sem hann flutti mitt í baráttu sinni við hvítblæði. Hann sagði: „Ég var djúpt í hugleiðingum og þessi 13 upplýsandi og fullvissandi orð komu í huga minn: ‚Ég hef gefið þér hvítblæði svo þú getir kennt fólki mínu af áreiðanleika.‘“ Hann hélt síðan áfram og tjáði hvernig þessi reynsla hefði blessað hann með „innsýn í hinn merka raunveruleika eilífðarinnar. … Slík nasasjón af eilífðinni getur hjálpað okkur að ferðast næstu 90 kílómetrana, sem gætu verið mjög erfiðir.“5

Mig langar að leggja tvennt til sem gæti aðstoðað við að komast í gegnum og sigrast á erfiðum stundum okkar með slíka sýn á eilífðina. Við verðum að horfast í augu við erfiðleika, í fyrsta lagi með því að fyrirgefa öðrum og í öðru lagi með því að gefast himneskum föður.

Það getur verið erfitt að fyrirgefa öðrum sem geta átt sök á erfiðleikum okkar og að „[semja okkur] að háttum Guðs.“ 6 Það getur verið sárast þegar fjölskyldumeðlimur er valdur að erfiðleikum okkar, náinn vinur eða jafnvel við sjálf.

Sem ungur biskup, lærði ég um fyrirgefningu þegar stikuforseti minn, Bruce M. Cook, deildi eftirfarandi sögu. Hann útskýrði:

„Seint á 8. áratugnum stofnaði ég fyrirtæki ásamt nokkrum samstarfsmönnum mínum. Þó að við höfum ekki gert neitt ólöglegt, þá urðu nokkrar slæmar ákvarðanir, ásamt erfiðum fjárhagstímum, til þess að þetta gekk ekki upp.

Sumir fjárfestar fóru í mál við okkur til að endurheimta tap sitt. Það vildi svo til að lögfræðingur þeirra var ráðgjafi í biskupsráði fjölskyldu minnar. Það var mjög erfitt að styðja mann sem virtist vera ákveðinn í að eyðileggja verk mitt. Ég þróaði með mér raunverulega andúð gagnvart honum og leit á hann sem óvin minn. Eftir fimm ára lögfræðibaráttu, töpuðum við öllu sem við áttum, þar á meðal heimili okkar.

„Árið 2002 komumst ég og konan mín að því að verið var að endurskipuleggja stikuforsætisráðið þar sem ég þjónaði sem ráðgjafi. Er við fórum í stutt frí, áður en ég var leystur af, spurði hún mig hverja ég myndi velja sem ráðgjafa mína ef ég væri kallaður sem hinn nýi stikuforseti. Ég vildi ekki tala um það, en hún gaf sig ekki. Að lokum kom eitt nafn upp í huga minn. Hún lagði þá til nafn lögfræðingsins sem við töldum hafa verið þungamiðju erfiðleika okkar 20 árum áður. Er hún mælti nafn hans, staðfesti andinn fyrir mér að hann ætti að vera hinn ráðgjafinn. Gæti ég fyrirgefið manninum?

Þegar öldungur David E. Sorensen kallaði mig í stöðu stikuforseta, gaf hann mér klukkutíma til að velja ráðgjafa mína. Í gegnum tárin gaf ég í skyn að Drottinn hefði þegar veitt mér þá opinberun. Er ég nefndi nafn mannsins sem ég hafði litið á sem óvin minn, hvarf reiðin, andúðin og hatrið sem ég hafði haldið í. Á því augnabliki kynntist ég þeim friði sem kemur með fyrirgefningu í gegnum friðþægingu Krists.“

Með öðrum orðum þá „fyrirgaf“ stikuforseti minn honum „fölskvalaust,“ eins og Nefí til forna.7 Ég þekkti Cook forseta og ráðgjafa hans sem tvo réttláta prestdæmisleiðtoga sem unnu hver öðrum. Ég var ákveðinn í að verða eins og hann.

Mörgum áður áður, í óförum okkar í Alaska, lærði ég fljótt að það leysti ekkert að kenna öðrum um aðstæður okkar – eins og flugmanninum fyrir að henda matnum út í ljósaskiptunum. Er við hinsvegar upplifðum líkamlega örmögnun, matarskort, veikindi og að sofa á jörðunni í miklum stormi með einungis olíudúk yfir okkur, lærði ég að „Guði er ekkert um megn.“8

Unga fólk, Guð ætlast til mikils af ykkur. Ein 14 ára gömul stúlka iðkaði og keppti í körfubolta. Hana dreymdi um að spila í liði skólans eins og eldri systir hennar. Hún frétti þá að foreldrar hennar höfðu verið kölluð til að stýra trúboðinu í Guatemala.

Þegar hún kom þangað, komst hún að því að tvö fög sem hún var í voru kennd á spænsku, tungumáli sem hún gat ekki enn talað. Það var ekki eitt einasta kvennaíþróttalið í skólanum Hún bjó á 14. hæð í byggingu með strangri öryggisvörslu. Ef það var ekki nóg, þá gat hún ekki farið út af öryggisástæðum.

Foreldrar hennar hlustuðu á hana gráta sig í svefn á hverju kvöldi í marga mánuði. Þau voru miður sín! Þau tóku loks ákvörðun um að senda hana heim til ömmu sinnar til að sækja skóla.

Þegar eiginkona mín kom inn í herbergi dóttur okkar til að segja henni frá ákvörðun okkar, sá hún dóttur okkar krjúpa í bæn með Mormónsbók opna á rúminu. Andinn hvíslaði að konu minni: „Það verður allt í lagi með hana“ og kona mín yfirgaf herbergið hljóðlega.

Við heyrðum hana aldrei gráta sig í svefn aftur. Með einurð og aðstoð Drottins, tókst hún á við þessi þrjú ár af hugrekki.

Í lok trúboðs okkar spurði ég dóttur mína hvort hún ætlaði að þjóna í trúboði. Svar hennar var: „Nei pabbi, ég er þegar búin að þjóna.“

Ég var alveg sáttur við það! Hins vegar þá vakti andinn mig um miðja nótt, sex mánuðum seinna, með þessari hugsun: „Ég hef kallað dóttur þína til að þjóna í trúboði.“

Viðbrögð mín voru: „Himneskur faðir, hún hefur þegar gefið svo mikið.“ Ég var strax leiðréttur af andanum og skildi að Drottinn óskaði trúboðsþjónustu af henni.

Ég bauð dóttur minni fljótlega út í hádegismat. Ég sagði við hana yfir borðið: „Ganzie, veistu af hverju við erum hér?“

Hún svaraði: „Já, pabbi. Þú veist að ég verð að þjóna í trúboði. Mig langar ekki að fara, en ég er að fara.“

Af því að hún gaf vilja sinn himneskum föður, þjónaði hún honum af öllu hjarta, mætti, huga og styrk. Hún hefur kennt föður sínum að takast á við erfið mál.

Russel M. Nelson forseti krafðist mikils af æskunni á heimslægri trúarsamkomu fyrir ungdóminn. Nelson forseti sagði: „Fimmta boð mitt til ykkar er að þið verðið framúrskarandi, verið frábrugðin heiminum. … Drottinn þarf á því að halda að þið lítið út, hljómið, hegðið ykkur og klæðið eins og sannir lærisveinar Jesú Krists.“9 Það kann að verða erfitt, en ég veit að þið getið gert það - í gleði.

Munið að „menn lifa, svo að þeir megi gleði njóta.“10 Eftir allt sem Lehí þurfti að takast á við, þá fann hann samt gleði. Munið þegar „sorgin íþyngdi“ Alma11 vegna fólksins í Ammoníaborg? Engillinn sagði við hann: „Blessaður ert þú, Alma. Lyft þess vegna höfði þínu og fagna … því að þú hefur staðfastlega haldið boðorð Guðs.“12 Alma lærði mikinn sannleik: Við getum alltaf glaðst þegar við höldum boðorðin. Munum að á tímum Morónís hershöfðingja, á meðan á styrjöldum og áskorunum stóð: „Gat ekki hamingjuríkari tíma [meðal Nefíþjóðarinnar].“ 13 Við getum og ættum að finna gleði þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum málum.

Frelsarinn tókst á við erfiðleika: „Heimurinn [mun] meta hann einskis. Þess vegna húðstrýkja þeir hann, og hann umber það, þeir berja hann, og hann umber það. Já, á hann verður hrækt, og hann umber það vegna þess ástríka kærleika og umburðarlyndis, sem hann ber í brjósti til mannanna barna.“14

Vegna þessarar ástríku gæsku, þjáðist Jesús Kristur í gegnum friðþæginguna. Þar af leiðandi hefur hann sagt við hvert og eitt okkar: „Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.“15 Vegna Krists getum við líka sigrast á heiminum.

Er við tökumst á við erfiðleika á sama hátt og Drottinn, megum við þá lyfta höfði og fagna. Við þetta heilaga tækifæri til að bera vitni fyrir heiminum, lýsi ég því yfir að frelsarinn lifir og leiðir kirkju sína. Í nafni Jesú Krists, amen.