2010–2019
Meðtakið heilagan anda ykkur til leiðsagnar
Apríl 2018


Meðtakið heilagan anda ykkur til leiðsagnar

Þvílíkt óviðjafnanlega gjöf sem þeir öðlast sem setja traust sitt á Jesús Krist. Sú gjöf er heilagur andi.

Á þessum páskasunnudegi þá leitar hugur okkar að upprisu Drottins Jesú Krists og hinnar tómu grafar sem veitir hverjum þeim sem trúir, von í sigri Krists yfir annars vísum ósigri. Ég trúi, eins og Páll postuli, að á sama hátt og Guð „vakti Krist frá dauðum, [mun hann] einnig gjöra dauðlega líkami [okkar] lifandi með anda sínum, sem í [okkur] býr.“1

Það þýðir að gera okkur lifandi á ný. Á sama hátt og Kristur færir líkama okkar tilbaka eftir líkamlegan dauða í gegnum kraft upprisu sinnar, mun hann einnig gjöra okkur lifandi frá andlegum dauða.2 Í HDP Móses lesum við um það þegar Adam fór í gegnum slíka endurlífgun: „[Adam var] skírður, og andi Guðs kom yfir hann, og þannig fæddist hann af andanum og innri maður hans lífgaðist.“3

Hvílíka óviðjafnanlega gjöf öðlast þeir sem setja traust sitt á Jesú Krist. Þessi gjöf er heilagur andi, sem veitir okkur það sem Nýja testamentið kallar að vera „lifandi gjörð í Kristi.“4 Tökum við svona gjöf stundum sem sjálfsögðum hlut?

Bræður og systur, það eru einstök forréttindi að fá „heilagan anda [okkur] til leiðsagnar,“5 eins og sjá má í eftirfarandi sögu.

Ljósmynd
Ensign Frank Blair

Á meðan á Kóreustríðinu stóð, þjónaði Ensign Frank Blair sjóliðsforingi á flutningaskipi sem flutti herlið og var staðsett í Japan.6 Þetta skip var ekki nægilega stórt til þess að þeir hefðu sérskipaðan prest, þannig að skipstjórinn bað bróður Blair að vera óformlegan prest skipsins, hafandi séð að þessi ungi maður var réttsýnn og trúaður og mikils virtur af allri áhöfninni.

Ljósmynd
Ensign Blair

Ensign Blair skrifaði: „Skip okkar lenti í stórum fellibyl. Öldurnar voru um 14 metra háar. Ég var á vakt … þegar ein af þremur vélum okkar hætti að starfa og við fengum tilkynningu um sprungu í miðlínu skipsins. Við vorum enn með tvær vélar í gangi en önnur þeirra gekk einungis á hálfu afli. Við vorum í alvarlegum vanda.“

Ensign Blair kláraði vakt sína og var að fara upp í rúm þegar skipstjórinn bankaði á dyr hjá honum. Hann spurði: „Viltu vera svo vænn að biðja fyrir skipinu?“ Að sjálfsögðu samþykkti Ensign Blair að gera það.

Á þessum tímapunkti hefði Ensign Blair getað einfaldlega beðið: „Himneski faðir, viltu blessa skipið okkar og halda okkur öllum öruggum,“ og farið svo að sofa. Í stað þess bað hann til þess að fá að vita hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert til þess að tryggja öryggi skipsins. Sem svar við bæn bróður Blair, hvatti heilagur andi hann til að fara upp í brú, tala við skiptstjórann og fá frekari upplýsingar. Hann komst að því að skiptstjórinn var að reyna að ákveða hve hratt hann ætti að keyra þær vélar sem voru enn starfandi. Ensign Blair snéri aftur í káetu sína til að biðja á ný.

Hann bað: „Hvað get ég gert til að takast á við vandamál vélanna?“

Heilagur andi svaraði honum því að hann þyrfti að ganga hringinn í kringum skipið og líta umhverfis til að fá frekari upplýsingar. Hann snéri svo aftur til skipstjórans og bað um leyfi til að ganga hringinn í kring um þilfarið. Því næst fór hann út í storminn, með líflínu bundna um mitti sitt.

Þar sem hann stóð í skutnum, sá hann skrúfurnar komu upp úr sjónum þegar skipið sat efst á öldunni. Einungis ein þeirra var í fullri virkni og snérist mjög hratt. Eftir að hafa séð þetta bað Ensign Blair enn á ný. Hann fékk skýrt svar um að þessi eina skrúfa sem var enn í gangi væri undir of miklu álagi og það þyrfti að hægja á henni. Hann snéri því aftur til skipstjórans og lagði þetta til við hann. Skipstjórinn varð undrandi og sagði að vélstjóri skipsins hefði rétt áður lagt til algera andstæðu þess, að þeir ykju hraða vélarinnar sem væri í lagi til að geta sloppið undan storminum Hins vegar ákvað skipstjórinn að fylgja ráði Ensign Blair og hægði á vélinni. Um sólarupprás var skipið komið í lygnan sjó.

Einungis tveimur klukkustundum síðar hætti sú vél að virka alveg. Með einungis hálfan kraft á síðustu vélinni, náði skipið að skríða í höfn.

Skipstjórinn sagði við Ensign Blair: „ Ef við hefðum ekki hægt á þeirri vél þegar við gerðum það, þá hefðum við misst hana í miðjum storminum.“

Án þeirrar vélar hefði ekki verið nein leið til að stýra. Skipinu hefði hvolft og það sokkið. Skipstjórinn þakkaði þessum unga SDH foringja og sagði að hann tryði því að það að fylgja andlegum innblæstri Ensign Blair hefði bjargað skipinu og áhöfn þess.

Þessi saga er sannarlega mjög áhrifamikil. Þó að það sé frekar ólíklegt að við eigum eftir að standa frammi fyrir slíkum skelfilegum aðstæðum þá inniheldur þessi saga mikilvægar leiðbeiningar um það hvernig við getum hlotið leiðsögn andans oftar.

Til að byrja með, þegar það kemur að opinberunum, þá verðum við að stilla móttakara okkar á bylgjulengd himna. Ensign Blair lifði hreinu og trúföstu lífi. Hefði hann ekki verið hlýðinn þá hefði hann ekki haft það andlega sjálfsöryggi sem var nauðsynlegt til að biðja eins og hann gerði, fyrir öryggi skips hans og til að meðtaka svona nákvæma leiðsögn. Við verðum öll að vera að gera okkar besta til að stilla líf okkar í takt við boðorð Guðs, til að fá leiðsögn frá honum.

Stundum heyrum við ekki merki himna því við erum ekki verðug. Iðrun og hlýðni eru leiðin til að öðlast hrein samskipti aftur. Hugtak Gamla testamentisins fyrir iðrun þýðir „viðsnúningur“ eða „að snúa við.“7 Þegar ykkur finnst þið vera langt frá Guði, þurfið þið aðeins að taka ákvörðun um að snúa frá synd og að frelsaranum, þar sem þið munið finna að hann bíður eftir ykkur, með faðminn útbreiddann. Hann er áfjáður að leiðbeina ykkur og þið eruð einungis einni bæn frá því að öðlast þá leiðsögn á ný.8

Í öðru lagi þá bað Ensign Blair Drottinn ekki að leysa vandamál sín. Hann spurði hvað hvað hann gæti gert til að vera hluti af lausninni. Á sama hátt gætum við spurt: „Drottinn, hvað þarf ég að gera til að vera hluti af lausninni?“ Í stað þess að þylja bara upp vandamálin í bæn okkar og biðja Drottinn að leysa þau, þá ættum við að leita að meira fyrirbyggjandi leiðum til að meðtaka aðstoð Drottins og skuldbinda okkur til að framkvæma í takt við leiðsögn andans.

Það má þó draga enn aðra lexíu af frásögninni um Ensign Blair. Hefði hann getað beðið með slíkri fullvissu og ró, ef hann hefði ekki hlotið leiðsögn frá andanum áður? Fellibylur er ekki tíminn til að þurrka af gjöf heilags anda og reyna að finna út úr því hvernig hún virkar. Þessi ungi maður var greinilega að fylgja fordæmi sem hann hafði notað oft áður, þar á meðal sem fastatrúboði. Við þurfum heilagan anda sem leiðbeinanda okkar í lygnum sjó svo að rödd hans verði kunnugleg okkur í illvígasta stormi.

Sumir telja að við ættum ekki að reikna með daglegri leiðsögn frá andanum því að „ekki er rétt, að [Guð] skipi fyrir í öllum efnum„ eða að við verðum hysknir þjónar.9 Þessi ritningargrein var hinsvegar gefin trúboðum, snemma í sögu kirkjunnar, sem báðu Joseph Smith um að fá opinberun sem þeir hefðu átt að fá fyrir sig sjálfa. Í versinu á undan segir Drottinn þeim að koma á trúboðsakurinn „í samráði við mig og hver annan.“10

Þessir trúboðar vildu nákvæm fyrirmæli um ferðaáætlun þeirra. Þeir höfðu ekki enn lært að leita eftir þeirra eigin leiðsögn í persónulegum málum. Drottinn kallaði þetta viðhorf það sem það er, hyskni. Meðlimir kirkjunnar á fyrri árum gætu hafa verið svo ánægðir með að hafa sannan spámann, að þeir áttu á hættu að læra ekki hvernig að taka á móti persónulegum opinberunum fyrir sig sjálfa Að vera andlega sjálfbjarga, er að heyra rödd Drottins í gegnum anda hans, fyrir sitt eigið líf.

Alma sagði við son sinn: „Ráðgastu við Drottin um allt, sem þú tekur þér fyrir hendur.“11 Það eru mikil forréttindi að lifa á þennan máta – sem við köllum oft að „lifa með andanum.“ Það færir vissan frið og öryggi, jafnt sem ávexti andans, sem eru kærleikur, gleði og friður.12

Hæfni Ensign Blair til að meðtaka opinberun, bjargaði honum og skipsfélögum hans frá beljandi stormi. Það eru annarskonar stormar sem geisa í dag. Dæmisagan í Mormónsbók um lífsins tré13veitir kröftuga ímynd af því hvernig við getum öðlast andlegt öryggi í slíkum heimi. Þessi draumur segir frá skyndilegri þoku myrkurs sem rís til að færa meðlimum kirkjunnar andlega eyðileggingu, er þeir ganga veginn tilbaka til Guðs.14

Ljósmynd
Draumur Lehís

Í huga mínu, er ég íhuga þessa mynd, þá sé ég hópa fólks að ferðast eftir þessum vegi, sumir halda fast í járnstöngina, en aðrir fylgja bara eftir, með því að horfa á fætur þeirra sem eru á undan þeim. Þetta síðara viðhorf krefst engrar hugsunar né átaks. Þið getið einungis hugsað og gert það sem aðrir eru að hugsa og gera. Það virkar vel á sólríkum degi. Hinsvegar þá rísa stormar blekkingar og þoka lyginnar án viðvörunnar. Í þeim aðstæðum þá er það spurning um líf og dauða að þekkja rödd heilags anda.

Kraftmikið loforð Nefís er að „hver sá, sem fylgir orði Guðs og varðveitir það, mun aldrei farast, né heldur geta freistingar eða eldtungur andstæðingsins blindað þá og leitt þá þannig til tortímingar.“15

Það er ekki nægilegt að fylgja fótum þeirra sem eru á undan ykkur. Við getum ekki bara gert og hugsað það sem aðrir eru að gera og hugsa, við verðum að lifa lífi með leiðsögn. Við verðum öll að hafa hönd okkar á járnstönginni. Þá getum við farið til Drottins með auðmjúku sjálfsöryggi, vitandi að hann muni „leiða [okkur] sér við hönd og svara bænum [okkar].“16 Í nafni Jesú Krists, amen.