2010–2019
Kristur Drottinn er risinn í dag
Apríl 2018


Kristur Drottinn er risinn í dag

Nú er páskasunnudagur. Ég vitna af lotningu og hátíðleika um hinn lifandi Krist – þann sem „dó, var grafinn og reis upp á þriðja degi og sté upp til himins.“

Kæru bræður og systur, þegar synir mínir voru mjög ungir, sagði ég þeim kvöldsögur um litla hvolpa og raulaði söngva, eins og „Kristur Drottinn er risinn í dag.“1 Stundum breytti ég textanum í leik: Nú er kominn tími til að fara að sofa – halelúja. Yfirleitt voru synir okkar fljótir að sofna eða vissu hið minnsta, að ef að ég héldi að þeir væru sofandi, myndi ég hætta að syngja.

Orð – allavega mín orð – fá ekki tjáð þær yfirþyrmandi tilfinningar sem ég hef upplifað frá því að Russell M. Nelson forseti tók ástúðlega í hönd mína, með mína kæru Susan við hlið mér, og færði mér þessa helgu köllun frá Drottni, svo ég fékk vart mælt og hef margsinnis tárfellt yfir undanfarna daga.

Á þessum páskum syng ég gleðilega: „Halelúja.“ Sönginn um endurleysandi elsku okkar upprisna frelsara2 sem fagnar samhljóm sáttmála (sem tengir okkur við Guð og hvert annað) og friðþægingu Jesú Krists (sem gerir okkur kleift að afklæðast hinum náttúrlega manni og láta undan umtölum heilags anda3).

Sáttmálar okkar og friðþæging frelsarans virkja og göfga samtímis. Þetta tvennt gerir okkur kleift að halda í og sleppa. Þetta tvennt mildar, varðveitir, helgar og endurleysir.

Spámaðurinn Joesph Smith sagði: „Sumum kann að virðast þetta mjög djörf kenning, sem við tölum um – vald, sem skráir eða bindur á jörðu og bindur á himni. Á öllum öldum heimsins hefur Drottinn þó, hvenær sem hann hefur gefið ráðstöfun prestdæmisins til eins manns eða fleiri með raunverulegri opinberun, ávallt veitt þetta vald.“4

Þannig er það líka í dag. Helgir sáttmálar og helgiathafnir, sem hvergi eru tiltæk annarsstaðar, eru meðtekin í 159 húsum Drottins í 43 löndum. Fyrirheitnar blessanir hljótast með endurreistum prestdæmislyklum, kenningu og valdsumboði, sem endurspeglar trú okkar, hlýðni og loforðin um hans helga anda, til okkar kynslóðar, um tíma og eilífð.

Kæru bræður og systur, hverrar þjóðar, tungu eða lýðs, hvarvetna í heimskirkju okkar, þakka ykkur fyrir lifandi trú ykkar, von og kærleika í hverju fótspori. Þakka ykkur fyrir að vera fylling samansafnaðrar upplifunar og vitnisburðar hins endurreista fagnaðarerindis.

Kæru bræður og systur, við tilheyrum hvert öðru. Við getum verið „samofin einingu og elsku“5 í öllu og allsstaðar.6 Líkt og Drottinn Jesús Kristur býður sérhverju okkar, hvar sem við erum, hverjar sem aðstæður okkar eru: „Kom og sjá.“7

Í dag skuldbind ég mig auðmjúklega af öllum krafti sálar minnar,8 frelsara mínum, minni kæru Susan og fjölskyldunni, bræðrum mínum og sérhverju ykkar, mínir kæru bræður og systur, hvað sem að höndum kann að bera.

Allt gott og eilíft hefur hinn lifandi raunveruleika Guðs, hins eilífa föður okkar og son hans Jesú Krist og friðþægingarfórn hans að þungamiðju, staðfest af heilögum anda.9 Nú er páskasunnudagur. Ég vitna af lotningu og hátíðleika um hinn lifandi Krist – þann sem „dó, var grafinn og reis upp á þriðja degi og sté upp til himins.“10 Hann er alfa og ómega11 – með okkur í upphafi og allt til enda.

Ég ber vitni um síðari daga spámenn, frá spámanninum Joseph Smith til Russels M. Nelson forseta, sem við styðjum í gleði, líkt og börnin okkar í Barnafélaginu syngja: „Spámanni fylgið, hann ratar rétt.“12 Ég ber vitni um, líkt og spáð hefur verið um í hinum helgu ritningum, og þar með talið í Mormónsbók, að „ríki Drottins [er] stofnað enn á ný á jörðu til undirbúnings síðari komu Messíasar.“13 Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.