2010–2019
Gjaldið fyrir prestdæmiskraftinn
Apríl 2016


Gjaldið fyrir prestdæmiskraftinn

Erum við fúsir til að biðja, fasta, læra, leita, tilbiðja og þjóna sem menn Guðs, til þess að öðlast prestdæmiskraft?

Á aðalráðstefnu í október 2015, fyrir sex mánuðum, talaði ég til systranna í kirkjunni um guðlegt hlutverk þeirra sem konur Guðs. Nú vil ég tala til ykkur, bræðranna, um ykkar guðlega hlutverk sem karlmenn Guðs. Er ég ferðast um heiminn þá undrast ég styrkinn og í raun góðsemina sem menn og drengir þessarar kirkju hafa fram að færa. Það er hreinlega ekki hægt að telja fjölda þeirrar hjartna sem þið hafið læknað og þau líf sem þið hafið aðstoðað. Takk fyrir!

Í boðskap mínum á síðustu ráðstefnu fjallaði ég um átakalega reynslu sem gerðist fyrir mörgum árum þegar mér, hjartalækninum, mistókst að bjargað lífum tveggja litla systra. Mig langar, með leyfi föður þeirra, að segja ykkur meira frá þessari fjölskyldu.

Þrjú af börnum Ruth og Jimmy Hatfield höfðu meðfæddan hjartasjúkdóm. Fyrsti sonur þeirra, Jimmy yngri, lést án fullrar sjúkdómsgreiningar. Ég kom til sögu þegar foreldrarnir leituðu hjálpar fyrir dæturnar tvær, Laural Ann og yngri systur henna Gay Lynn. Ég var harmi lostinn þegar báðar stúlkurnar létust í kjölfar aðgerða.1 Ruth og Jimmy voru, skiljanlega, andlega niðurbrotin.

Ég komst að því, er fram liðu stundir, að þau ólu með sér gremju gagnvart mér og kirkjunni. Þetta atvik hefur ásótt mig og ég hef syrgt með Hatfield hjónunum í nærri sex áratugi. Ég reyndi þó nokkrum sinnum að ná sambandi við þau en án árangurs.

Síðan var það í maí síðastliðnum að þessar tvær litlu stúlkur handan við huluna vöktu mig. Ég fann fyrir nærveru þeirra þótt ég hafi hvorki séð þær né heyrt í þeim á líkamlegan hátt. Ég heyrði fyrirbæn þeirra með andanum. Skilaboð þeirra var stutt og skýrt. „Bróðir Nelson, við erum ekki innsiglaðir neinum! Getur þú hjálpað okkur?” Stuttu þar á eftir komst ég að því að móðir þeirra hafði látist en faðir þeirra og yngri bróðir væru þó enn á lífi.

Ég var uppörvaður af fyrirbæn Laural Ann og Gay Lynn og reyndi því á nýjan leik að hafa samband við föður þeirra, sem ég frétti að byggi hjá syninum Shawn. Í þetta sinn voru þeir viljugir að hitta mig.

Það var svo í júní sem ég bókstaflega kraup fyrir framan Jimmy, sem nú var 88 ára að aldri, og átti hjartnæmt samtal við hann. Ég ræddi um fyrirbæn dætra hans og sagði honum að það væri mér heiður að innsigla fjölskyldu hans. Ég útskýrði einnig að það myndi taka tíma og fyrirhöfn bæði hjá honum og Shawn að undirbúa sig og gerast verðugir þess að fara í musterið, þar sem hvorugur þeirra hafði hlotið musterisgjöf sína.

Andi Drottins var áþreifanlegur eru við töluðum saman. Ég var yfir mig glaður þegar Jimmy og Shawn tóku jákvætt í boð mitt! Þeir lögðu hart að sér ásamt stikuforsetanum, biskupnum, heimiliskennurum og deildartrúboðsleiðtoganum, ásamt ungum trúboðum og trúboðshjónum. Það var fyrir ekki svo löngu síðan að ég varð þeirra sérstöku forréttinda aðnjótandi að innsigla Ruth og Jimmy ásamt fjórum börnum þeirra í Payson Utah musterinu. Wendy og ég grétum er við fengum að upplifa þessa himneska stund. Mörg hjörtu gréru þennan dag!

Ljósmynd
Öldungur og systir Nelson við musterið með Hatfield fjölskyldunni

Ég dáist að Jimmy og Shawn, eftir að hafa íhugað þetta mál nánar og að þeir hafi verið svo viljugir. Þeir eru nú hetjurnar mínar. Ef ég gæti fengið ósk hjarta míns, þá væri það að sérhver maður og piltur í þessari kirkju myndi sýna í verki hugrekki, styrk og auðmýkt sem þessi faðir og sonur sýndu. Þeir voru reiðubúnir að fyrirgefa og sleppa takinu á gömlum sársauka og venjum. Þeir voru reiðubúnir að fara eftir ráðleggingum prestdæmisleiðtoga sinna til þess að friðþæging Jesú Krists gæti hreinsað þá og eflt. Hvor um sig var viljugur að gerast maður sem ber prestdæmið verðuglega „eftir hinni helgustu reglu Guðs.“2

bera þýðir að standa undir þeirri þyngd sem borin er. Það er helgur trúnaður að bera prestdæmið, sem er hinn mikli kraftur og valdsumboð Guðs. Íhugið þetta: Prestdæmið sem okkur er veitt er nákvæmlega sami kraftur og valdsumboð sem Guð notaði til að skapa þennan heim og óteljandi aðra, stjórna himnunum og jörðinni og upphefja hlýðin börn sín.3

Nýlega vorum við Wendi á samkomu þar sem organistinn var tilbúinn að spila opnunarsálminn. Augu hans voru á nótunum og fingur hans á nótnaborðinu. Hann hóf að ýta á nótnalyklana en ekkert hljóð kom. Ég hvíslaði að Wendy: „Það er ekkert rafmagn.“ Ég hugsaði með mér að eitthvað hefði komið í veg fyrir að rafmagnið næði að flæða til orgelsins.

Bræður, á sama hátt óttast ég að það sé of margir menn sem hafa hlotið valdsumboð prestdæmisins en vanti kraft prestdæmisins vegna þess að flæði kraftsins hefur verið stíflað af syndum eins og leti, óheiðarleika, hroka, ósiðsemi eða annríki heimsins.

Ég óttast að það séu of margir prestdæmishafar sem hafa gert lítið eða ekkert til þess að þroska getu sína til að nálgast krafta himna. Ég hef áhyggjur af öllum þeim sem eru óhreinir í hugsunum, tilfinningum eða gjörðum eða sem lítillækka eiginkonur sínar og börn og þar með skera á prestdæmiskraftinn.

Ég óttast að of margir hafi afsalað andstæðingnum valfrelsi sínu og eru í raun að segja með hegðun sinni: „Ég kæri mig meira um að svala eigin fýsn, heldur en að hafa kraft frelsarans til að blessa aðra.“

Ég óttast, bræður, að sumir meðal okkar muni dag einn vakna til lífsins og gera sér ljóst hvað kraftur prestdæmisins er í raun og þurfi að takast á við þá eftirsjá að þeir hafi varið miklu meiri tíma í að öðlast vald yfir öðrum eða stöðuhækkun í vinnunni heldur en að iðka að fullu kraft Guðs.4 George Albert Smith forseti kenndi að „við erum ekki hér til að sóa tíma þessa lífs og hljóta síðan upphafningu heldur erum við hér til að gerast verðug, dag frá degi, þeirrar stöðu sem faðir okkar á von að við uppfyllum í næsta lífi.“5

Hvers vegna myndi nokkur maður sóa dögum sínum og sætta sig við baunarétt Esaú6 þegar honum hefur verið treyst fyrir að hljóta allar blessanir Abrahams?7

Ég bið sérhvern okkar sárlega að lifa eftir forréttindum okkar sem prestdæmishafar. Einungis þeir menn sem tekið hafa prestdæmi sitt alvarlega, með því að hafa afkostgæfni leitast eftir að hljóta leiðsögn frá sjálfum Drottni, munu á degi komandi vera í stöðu til að blessa, leiðbeina, vernda, styrkja og lækna aðra. Einungis sá maður er greitt hefur gjald prestdæmiskraftar mun geta fært þeim sem hann elskar kraftaverk og haldið hjónabandi og fjölskyldu sinni öruggri, nú og um alla eilífð.

Hvert er gjald þess að þróa með sér slíkan prestdæmiskraft? Æðsti postuli frelsarans, Pétur—hinn sami Pétur sem, ásamt Jakobi og Jóhannesi, færði Joseph Smith og Oliver Cowdery Melkísedeksprestdæmið8– lýsti yfir eiginleikum sem við ættum að leitast eftir, til að „verða hluttakendur í guðlegu eðli.“9

Ljósmynd
Pétur, Jakob og Jóhannes veita Melkísedeksprestdæmið.

Hann nefndi trú, dyggð, þekkingu, þolgæði, þolinmæði, guðrækni, bróðurelsku, kærleika og kostgæfni.10 Og ekki gleyma auðmýkt!11 Því spyr ég, hvernig myndi fjölskylda okkar, vinir og samstarfsmenn segja að þið og ég séum að standa okkur í að þroska með okkur þessar og aðrar andlegar gjafir?12 Því meira sem þessir eiginleikar þroskast, því meiri er prestdæmiskraftur okkar.

Hvað annað getum við gert til að auka okkar prestdæmis kraft? Við þurfum að biðja beint frá hjarta okkar. Kurteisislegar endurtekningar um fyrrverandi og væntanlega atburði, skreyttar blessunarbónum, teljast ekki vera samskipti við Guð sem færa varanlegan kraft. Eruð þið fúsir til að biðja til að vita hvernig biðja skal fyrir meiri krafti? Drottinn mun kenna ykkur.

Eruð þið fúsir til að nema í ritningunum og endurnærast af orðum Krists13– að nema einlæglega til þess að öðlast meiri kraft? Ef þið viljið sjá hjarta eiginkonu ykkar bráðna, þá skuluð þið leyfa henni að sjá ykkur nota Alnetið til að nema kenningar Krists14 eða lesa í ritningunum ykkar!

Eruð þið viljugir til að tilbiðja í musterinu reglulega? Drottni þykir mjög vænt um að kenna sjálfur í sínu heilaga húsi. Ímyndið ykkur hversu ánægður hann yrði ef þið bæðuð hann að kenna ykkur um prestdæmislykla, valdsumboð og kraft er þið upplifið helgiathafnir Melkísedeksprestdæmisins í musterinu.15 Ímyndið ykkur þá aukningu á prestdæmiskrafti sem gæti verið ykkar.

Eruð þið fúsir til að fylgja fordæmi Thomas S. Monson forseta um að þjóna öðrum? Í áratugi hefur hann farið lengri leiðina heim, fylgt innblæstri andans, endað á tröppum einhvers og þar heyrt setningu eins og: „Hvernig vissir þú að dánardagur dóttir okkar var í dag?“ eða „Hvernig vissir þú að ég ætti afmæli?“ Og ef þú virkilega vilt enn meiri prestdæmiskraft, þá munt þú hlúa að og varðveita eiginkonu þína, taka bæði hana og ráðleggingum hennar opnum örmum.

Ef allt þetta virðist vera um of, þá bið ég ykkur að íhuga hversu frábrugðið samband okkar við eiginkonu okkar, börn og samstarfsfélaga væri ef okkur væri eins umhugað um að öðlast prestdæmiskraft og að ná árangri í vinnunni eða auka innistæðuna á bankareikningi okkar. Ef við auðmýkjum okkur frammi fyrir Drottni og biðjum hann að kenna okkur þá mun hann sýna okkur hvernig við getum aukið okkar aðgengi að hans krafti.

Við vitum að það munu verða jarðskjálftar á ýmsum stöðum á þessum síðari dögum.16 Vera má að einn af þessum ýmsu stöðum verði á okkar eigin heimili, þar sem tilfinningalegir, fjárhagslegir eða andlegir „jarðskjálftar“ geta átt sér stað. Prestdæmiskraftur getur stillt sjóinn og læknað sprungur jarðar. Prestdæmiskraftur getur einnig stillt hugann og læknað sprungur í hjörtum þeirra sem við elskum.

Erum við fús að biðja, fasta, nema, leita, tilbiðja og þjóna sem menn Guðs til þess að öðlast slíkan prestdæmiskraft? Af því að tvær litlu stúlkur voru ákafar að innsiglast fjölskyldu sinni, þá voru faðir þeirra og bróðir reiðubúnir að greiða gjaldið sem þurfti til að gerast Melkísedeksprestdæmishafar.

Kæru bræður mínir, okkur hefur verið falið heilagt traust – valdsumboð Guðs til að blessa aðra. Megi sérhver okkar rísa upp sem sá maður sem Guð forvígði okkur til að vera – reiðubúinn að bera prestdæmi Guðs af hugrekki, fús til að greiða það gjald sem krafist er til að auka kraft sinn í prestdæminu. Við getum aðstoðað við að undirbúa heiminn fyrir síðari komu frelsara okkar, Jesú Krists, með þessum krafti. Þessi kirkja er leidd í dag af spámanni hans, Thomas S. Monson forseta, sem mér þykir mjög vænt um og styð. Um það ber ég vitni í nafni Jesú Krists, amen.