2010–2019
Það sem við veljum
Apríl 2016


Það sem við veljum

Megum við halda áfram að velja hið erfiða og rétta, í stað hins auðvelda og ranga.

Bræður og systur, áður en ég byrja á mínum formlega boðskap, þá ætla ég að tilkynna um fjögur ný musteri, sem á verða byggð á næstu mánuðum og árum á eftirtöldum svæðum: Quito, Ekvador; Harare, Simbabve; Belém, Brasilíu; og annað musteri í Líma, Perú.

Þegar ég varð meðlimur Tólfpostulasveitarinnar árið 1963, voru aðeins 12 musteri starfrækt af kirkjunni. Með vígslu Provo City musterisins, fyrir tveimur vikum, þá eru starfrækt musteri nú 150 víða um heim. Hve þakklát við erum fyrir þær blessanir sem við hljótum í þessum heilögu byggingum.

Bræður og systur, ég þakka fyrir að fá að miðla ykkur hugsunum mínum í dag.

Ég hef nýlega ígrundað hvað í því felst að velja. Sagt hefur verið að dyr sögunnar snúist á litlum lömum, og það sama gildir um líf fólks. Það sem við veljum ákvarðar örlög okkar.

Þegar við fórum úr fortilveru okkar og í jarðlífið, höfðum við með okkur gjöf sjálfræðis. Markmið okkar er að hljóta himneska dýrð og það sem við veljum mun að stórum hluta ákvarða hvort við náum markmiði okkar eða ekki.

Flest þekkjum við hina sígildu skáldsögu Lewis Carroll Lísa í undralandi. Þið munið að hún kom að krossgötum þar sem leiðin fyrir framan hana skiptist í tvær gagnstæðar áttir. Þegar Lísa íhugar hvora leiðina hún skuli fara, þá hittir hún Glottsýsluköttinn og spyr hann: „Hvaða leið á ég að fara?“

Kötturinn svaraði: „Það fer eftir því hvert þú vilt komast.“ Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara, þá skiptir engu hvora leiðina þú velur.“1

Ólíkt Lísu, þá vitum við öll hvert við stefnum og það skiptir máli hvaða leið við förum, því að sú leið sem við fylgjum í þessu lífi mun leiða okkur á þann veg sem við munum fylgja í því næsta.

Megum við velja að rækta með okkur sterka og máttuga trú, sem mun verða okkar besta vörn gegn ásetningi óvinarins – raunverulega trú, sem mun efla okkur og þrá okkar til að velja hið rétta. Án slíkrar trúar, komumst við ekkert. Með slíkri trú, getum við náð markmiðum okkar.

Þótt mikilvægt sé að við veljum viturlega, þá munum það gerast að við veljum heimskulega. Sú gjöf iðrunar, sem frelsarinn gaf okkur, gerir okkur kleift að leiðrétta stefnu okkar, og komast aftur á veginn sem leiðir okkur að hinni himnesku dýrð sem við sækjumst eftir.

Megum við viðhalda því hugrekki, að standa gegn hinu viðtekna. Megum við halda áfram að velja hið erfiða og rétta, í stað hins auðvelda og ranga.

Þegar við ígrundum ákvarðanir hins daglega lífs – hvort velja skuli eitt fram yfir annað – getum við verið viss um að valið sé rétt, ef við veljum Krist.

Ég bið þess af auðmýkt og einlægni að svo megi ætíð verða, í nafni Jesú Krists, Drottins okkar og frelsara, amen.

Heimildir

  1. Tekið úr Lewis Carroll, Alice’s Adventures in Wonderland (1898), 89.