2010–2019
Far ekki léttúðlega með það sem heilagt er
október 2014


Far ekki léttúðlega með það sem heilagt er

Metið val ykkar með því að spyrja ykkur sjálf eftirfarandi spurningar: „Eru ákvarðanir mínar tryggilega rótfastar í auðugum jarðvegi fagnaðarerindis Jesú Krists?“

Bræður og systur, ákvarðanir sem við tökum í þessu lífi hafa mikil áhrif á möguleika okkar til eilífs lífs. Bæði sýnileg og ósýnileg öfl hafa áhrif á val okkar. Mér varð þessi staðreynd ljós fyrir um fimm árum, við aðstæður sem hefðu getað orðið mér afar afdrifaríkar.

Við vorum á ferðalagi með fjölskyldu og vinum, sunnan Oman. Við höfum ákveðið að taka því rólega við á strönd Indandshafs. Við höfðum ekki verið lengi á ströndinni þegar Nellie, 16 ára dóttir okkar, spurði hvort hún mætti synda út að því sem hún hélt vera sandrif. Ég sá að sjórinn var ókyrrlátur, svo ég sagði að best væri að ég færi fyrst, þar sem ég hélt að straumar gætu verið hættulegir.

Eftir að hafa synt um stund, kallaði ég til eiginkonu minnar og spurði hvort sandrifið væri nærri. Svar hennar var: „Þú ert kominn langt framhjá því.“ Án þess að vita af því, þá var ég fastur í útsogi1 sem bar mig hratt út á haf.

Ég var ekki viss hvað gera skyldi. Það eina sem mér datt í hug var að snúa við og synda aftur að ströndinni. Það var kolrangt. Mér fannst ég hjálparvana. Öfl, yfirsterkari mér, voru að bera mig lengra út á hafið. Það sem gerði illt verra, var að eiginkona mín, sem hafði treyst ákvörðun minni, hafði fylgt á eftir mér.

Bræður og systur, ég taldi mjög líklegt að ég hefði þetta ekki af og að ég yrðu valdur að dauða eiginkonu minnar, vegna þessarar ákvörðunar. Eftir mikla áreynslu, og það sem ég tel hafa verið guðlega hjálp, náðum við fótfestu á botninum og gengum aftur í öryggið, þar sem vinir okkar og dóttir voru.

Straumar þessa lífs eru fjölmargir – sumir öruggir en aðrir ekki. Spencer W. Kimball forseti sagði sterk öfl vera í lífi okkar, sem líkja mætti við strauma sjávar.2 Þessi öfl eru raunveruleg. Við ættum aldrei að leiða þau hjá okkur.

Ég ætla að segja ykkur frá öðrum straumi, guðlegum straumi, sem hefur orðið mér til mikillar blessunar í lífinu. Ég snérist til trúar á kirkjuna. Áður en það gerðist beindist metnaður minn að snjóskíðum og því flutti ég til Evrópu eftir miðskóla til að uppfylla þá þrá mína. Eftir nokkra mánuði, af því sem virtist vera hið fullkomna líf, kom yfir mig sú tilfinning að ég þyrfti að fara. Ég skildi ekki uppsprettu þessarar tilfinningar en ég valdi að fylgja henni. Ég endaði í Provo, Utah, ásamt nokkrum góðum vinum sem tilheyrðu, eins og ég, öðru trúfélagi.

Í Provo hitti ég fólk sem lifði lífi sem var mjög frábrugðið mínu. Ég laðaðist að þeim en ég vissi ekki hvers vegna. Í fyrstu streittist ég á móti þessum tilfinningum, en brátt fann ég frið og huggun sem ég hafði aldrei áður þekkt. Ég tók að gefa mig á vald öðrum straumi – þeim sem færði mér skilning á kærleiksríkum föður á himnum og syni hans, Jesú Kristi.

Ég skírðist ásamt vinum mínum árið 1972. Nýi straumurinn sem ég valdi að fylgja, fagnaðarerindi Jesú Krists, veitti lífi mínu stefnu og merkingu. Þetta var þó ekki vandræðalaust. Allt var þetta nýtt fyrir mér. Stundum varð ég ráðvillur og fannst ég týndur. Spurningar og áskoranir komu frá bæði vinum og fjölskyldu.

Ég stóð frammi fyrir vali. Sumar spurningar þeirra sköpuðu efasemdir og óvissu. Þetta var mikilvæg ákvörðun. Hvar átti ég að leita svara? Það voru margir sem vildu sannfæra mig um villu míns vegar – sem var „útsog,“ er vildi bera mig frá hinum friðsæla straumi, sem varð að dásamlegri uppsprettu hamingju. Mér lærðist greinilega lögmálið að „andstæður [væru] nauðsynlegar í öllu“ og mikilvægi þess að breyta samkvæmt sjálfstæðum vilja, en láta ekki öðrum eftir valfrelsi mitt.3

Ég spurði sjálfan mig: „Hvers vegna ætti ég að snúa mér frá því sem hafði fært mér svo mikla huggun?“ Eins og Drottinn minnti Oliver Cowdery á: „Veitti ég þér ekki hugarró varðandi þetta?“4 Mín upplifun hafði verið svipuð. Því snéri ég mér, af meiri skuldbindingu, að ástkærum himneskum föður, ritningunum og traustum vinum.

Það voru samt sem áður margar spurningar sem ég gat ekki svarað. Hvernig átti ég að takast á við óvissuna sem af þeim stafaði? Í stað þess að leyfa að þær tækju frá mér friðinn og hamingjuna sem ég hafði hlotið, þá ákvað ég að leggja þær til hliðar í nokkurn tíma, og treysta því að mér yrði opinberað allt þegar Drottinn kysi. Ég fann hughreystingu í yfirlýsingu hans til spámannsins Joseph: „Sjá, þér eruð lítil börn og þolið ekki allt nú. Þér verðið að vaxa að náð og þekkingu á sannleikanum.“5 Ég valdi að yfirgefa ekki það sem ég vissi að væri sannleikur með því að fylgja óþekktum og vafasömum straumi – mögulegu „útsogi.“ Eins og N. Eldon Tanner sagði, þá lærði ég „hversu mikið vitrara og betra það er fyrir manninn að meðtaka einfaldan sannleika fagnaðarerindisins … og meðtaka í trú þá hluti sem hann … getur ekki skilið.“6

Merkir þetta að ekki sé svigrúm fyrir einlæga athugun? Spyrjið unga drenginn sem leitaði athvarfs í helgum lundi með þrá í hjarta til að vita í hvaða kirkju hann ætti að ganga. Vita skuluð þig, þegar þið haldið á Kenningu og sáttmálum í höndum ykkar, að mikið af því sem hefur verið opinberað í þessari innblásnu heimild er afleiðing auðmjúkar leitar að sannleikanum. Eins og Joseph komst að: „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.“7 Við aukum þekkingu og visku okkar er við spyrjum einlægra spurninga og með því að leita guðlegra svara, og lærum þannig „orð á orð ofan og setning á setning ofan“ 8 .

Spurningin er ekki „Er svigrúm fyrir einlæga athugun?“ frekar „Hvar leita ég sannleikans, þegar efasemdir vakna?“ „Mun ég hafa næga skynsemi til að halda mér fast að því sem ég veit að er satt, þrátt yfir fáeinar efasemdir?“ Ég ber vitni um að til er guðleg uppspretta – einn sem allt sér, endalokin frá upphafinu. Allt er fyrir augliti hans.9 Ritningarnar vitna um að hann „gengur ekki bugðóttar brautir, … eigi víkur hann frá því, sem hann hefur mælt.“10

Við ættum aldrei, á þessu jarðneska ferðalagi,að halda að val okkar hafi eingöngu áhrif á okkur sjálf. Nýlega kom ungur maður í heimsókn á heimili mitt. Honum fylgdi góður andi en ég fann að hann var ekki að taka fullan þátt í kirkjustarfinu. Hann greindi mér frá því að hann hefði verið alinn upp á heimili þar sem fagnaðarerindið var kennt, þar til faðir hans varð móður hans ótrúr, sem olli skilnaði þeirra og hafði þau áhrif á systkini hans að þau tóku að efast um kirkjuna og virkni þeirra minnkaði. Hjarta mitt varð þungt er ég ræddi við þennan unga föður sem nú, undir áhrifum ákvörðunar föður síns, var að ala upp þessa verðmætu anda án blessana fagnaðarerindis Jesú Krists.

Annar maður sem ég þekki var eitt sinn trúfastur meðlimur kirkjunnar. Hjá honum vöknuðu efasemdir um ákveðna kenningu. Hann valdi að reiða sig algjörlega á veraldlegar heimildir er hann leitaði svara í stað þess að spyrja himneskan föður. Hann tók ranga stefnu er hann sóttist eftir því sem virtist heiður manna. Vera má að hann hafi fundið til tímabundins stolts, en hann útilokaðist frá kröftum himins.11 Í stað þess að komast að sannleikanum, þá glataði hann vitnisburði sínum og dró með sér marga fjölskyldumeðlimi.

Þessir tveir menn festust í ósýnilegu útsogi og drógu marga með sér.

Andstætt þessu, þá verður mér hugsað til LaRue og Louise Miller, foreldra eiginkonu minnar, sem áttu aldrei miklar veraldlegar eigur, og völdu ekki eingöngu að kenna börnum sínum sannar kenningar hins endurreista fagnaðarerindis, heldur lifðu þau líka samkvæmt þeim í sínu daglega lífi. Þar með hafa þau blessað afkomendur sína með ávöxtum fagnaðarerindisins og von um eilíft líf.

Á heimili þeirra komu þau á fót mynstri þar sem prestdæmið var heiðrað, þar sem mikið var af kærleik og samhljómi og þar sem reglur fagnaðarerindisins leiðbeindu lífi þeirra. Louise og LaRue, hlið við hlið, sýndu hvaða það þýðingu það hafði að lifa lífinu samkvæmt mynstri Jesú Krists. Börn þeirra gátu greinilega séð hvaða straumar lífsins myndu færa frið og hamingju. Þau völdu í samræmi við það. Kimball forseti kenndi: „Ef við getum skapað … sterkan, stöðugan straum í átt að markmiði okkar um réttlát líferni, þá getum við og börn okkar borist áfram, þrátt fyrir mótvinda, erfiðleika, vonbrigði [og] freistingar.“12

Skiptir val okkar máli? Hefur það áhrif eingöngu á okkur? Höfum við markað leið okkar tryggilega í eilífum straumi hins endurreista fagnaðarerindis?

Öðru hverju kemur upp hugsun sem ásækir mig. Hvað ef þennan september dag, þegar við vorum að slappa af á ströndinni við Indandshafið, ég hefði sagt við dóttir mína Nellie: „Jú farðu bara. Syntu að sandrifinu.“ Eða ef hún hefði einnig fylgt fordæmi mínu og hefði ekki getað synt til baka? Hvað ef ég þyrfti að lifa lífi mínu vitandi að fordæmi mitt olli því að hún hefði borist út á haf og aldrei sést framar?

Eru straumarnir sem við veljum að fylgja mikilvægir? Skiptir fordæmi okkar máli?

Himneskur faðir hefur blessað okkur með yfirnáttúrulegri gjöf heilags anda, til að hjálpa okkur að velja. Hann hefur lofað okkur innblæstri og opinberun, er við lifum verðug þess. Ég býð ykkur að nota þessa guðlegu gjöf og meta val ykkar, með því að spyrja ykkur sjálf eftirfarandi spurningar: „Eru ákvarðanir mínar tryggilega rótfastar í auðugum jarðvegi fagnaðarerindis Jesú Krists?“ Ég býð ykkur að gera allar nauðsynlegar breytingar, hvort sem þær eru smáar eða stórar, til að tryggja ykkur og ástvinum ykkar eilífar blessanir áætlunar himnesks föður.

Ég ber vitni um að Jesús Kristur er frelsari okkar og lausnari. Ég ber vitni um að sáttmálarnir sem við gerum við hann eru helgir. Við ættum aldrei að fara léttúðlega með það sem heilagt er.13 Að við megum ætíð standa trúföst, er bæn mín í nafni Jesú Krists, amen.