2010–2019
Sakramentið - endurnýjun fyrir sálina
október 2014


Sakramentið - endurnýjun fyrir sálina

Andinn læknar og endurnýjar sálir okkar. Sú blessun sem okkur er lofað þegar við meðtökum sakramentið er ”að andi hans sé ætíð með [okkur]

Hópur ungra stúlkna spurði mig eitt sinn: „Hvað hefðir þú viljað vitað þegar þú varst á okkar aldri?“ Ef ég ætti að svara þeirri spurningu núna þá myndi ég meðal annars láta þessa hugsun fylgja með: „Ég vildi óska að þegar ég var á ykkar aldri hefði ég betur skilið mikilvægi sakramentisins en ég gerði.“ Ég vildi óska þess að ég hefði skilið sakramentið á þann hátt sem öldungur Jeffrey R. Holland útskýrði það. Holland lýsti þessu. Hann sagði: ‚Eitt af því sem er innbyggt í sakramentisathöfnina er að það geti sannarlega verið andleg reynsla, heilög samskipti, endurnýjun fyrir sálina.‘1

Hvernig getur sakramentið verið „andleg reynsla, heilög samskipti og endurnýjun fyrir sálina“ í hverri viku?

Sakramentið verður andlega styrkjandi reynsla þegar við hlustum á sakramentisbænirnar og helgum okkur sáttmálum okkar á ný. Til þess að gera svo þá verðum við að vera fús til að taka á okkur nafn Jesú Krists2 Í þessu samhengi sagði Henry B. Eyring forseti: Eyring kenndi: „Það þýðir að við verðum að sjá okkur sjálf sem hans. Við munum setja hann í forgang í lífi okkar. Við munum vilja það sem hann vill, frekar en það sem við viljum eða það sem heimurinn kennir okkur að vilja.“3

Þegar við meðtökum sakramentið þá gerum við líka sáttmála um að „hafa [Jesú Krist] ávallt í huga.“4 Kvöldið áður en hann var krossfestur, safnaði Kristur postulum sínum í kringum sig og innleiddi sakramentið. Hann braut brauðið, blessaði það og sagði; „Takið og etið, þetta er líkami minn [sem ég gaf ykkur til frelsunar].“5Næst tók hann bikar af víni, færði þakkir, gaf postulunum til að drekka og sagði:„Þetta er blóð mitt …, úthellt fyrir marga [sem trúa á nafn mitt].“6

Á meðal Nefítanna og svo aftur við endurreisn kirkju hans, endurtók hann að við ættum að taka sakramentið til minningar um hann.7

Þegar við meðtökum sakramentið vitnum við fyrir Guði um að við viljum ávallt minnast sonar hans, ekki bara á meðan að á útdeilingu sakramentisins stendur. Það þýðir að við munum horfa stanslaust til fordæmis og kenninga frelsarans til að leiðbeina hugsunum okkar, vali og gjörðum.8

Sakramentisbænin minnir okkur einnig á að við verðum að „halda boðorð hans.“9

Jesús sagði: „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.“10 Sakramentið gefur okkur tækifæri á innri skoðun og að snúa hjörtum okkar og vilja til Drottins. Hlýðni við boðorðin færir kraft fagnaðarerindisins inn í líf okkar og aukinn frið og andlega hugsun.

Sakramentið veitir okkur stund til þess að eiga vissulega andlega reynslu er við íhugum þann frelsandi og virkjandi kraft sem okkur hlotnast í gegnum friðþægingu hans. Leiðtogi Stúlknafélags lærði nýverið um þann styrk sem við öðlumst er við sækjumst eftir því að því að meðtaka sakramentið af íhugun. Hún var að vinna að því að uppfylla kröfurnar í bókinni Eigin framþróun og setti sér það markmið að hlusta sérstaklega á sakramentissálminn og bænina.

Í hverri viku leiddi hún sig í gegnum sjálfs-skoðun á meðan á sakramentinu stóð. Hún minntist mistaka sem hún hafði gert og skuldbatt sig til að gera betur í næstu viku. Hún var þakklát fyrir að geta lagað það sem miður fór og svo að hreinsast. Þegar hún horfði tilbaka, yfir þessa reynslu, sagði hún: „Ég var að vinna í iðrunarþætti friðþægingarinnar.“

Sunnudag einn, eftir sjálfskoðunina, fór hún að upplifa neikvæðar og dökkar tilfinningar. Hún gat séð að hún var ítrekað að gera sömu mistökin, hverja vikuna á fætur annarri. Þá fékk hún skýrt hugboð um að hún væri að vanrækja stóran hluta friðþægingarinnar - virkjandi kraft Krists. Hún var að gleyma öllum þeim skiptum sem frelsarinn hjálpaði henni að vera sú sem hún þurfti að vera og við að þjóna umfram hennar getu.

Með þetta í huga fór hún aftur yfir undanfarna viku í huganum. Hún sagði: „Gleðitilfinning braust í gegnum dumbunginn í huga mér er ég tók eftir því að hann hafði gefið mér mörg tækifæri og hæfileika.“ Með þakklæti sá ég að ég hafði getuna til að þekkja þarfir barnsins míns þegar þær voru ekki áberandi. Ég tók eftir því að einn daginn, þegar mér fannst ég ekki geta meira, þá gat ég veitt vini stykjandi orð. Ég hafði sýnt þolinmæði í aðstæðum sem vanalega höfðu gagnstæð áhrif á mig.“

Hún lauk með þessum orðum: „Á sama tíma og ég þakkaði Guði fyrir virkjandi kraft frelsarans í lífi mínu, þá varð ég mikið jákvæðari gagnvart iðrunarferlinu sem ég var að vinna í gegnum.

Öldungur Melvin J. Ballard talaði um það hvernig sakramentið getur virkað sem læknandi og hreinsandi reynsla. Hann sagði:

„Hver er hér á meðal okkar sem særir ekki anda sinn með orði, hugsun eða gjörðum frá hvíldardegi til hvíldardags?“ Við gerum ýmislegt sem við sjáum eftir og æskjum þess að hljóta fyrirgefningar. … leiðin að því að fá fyrirgefningu er … að iðrast synda okkar, að fara til þeirra sem við höfum brotið gegn og fá fyrirgefningu þeirra og snúa svo að sakramentisborðinu þar sem við getum fengið fyrirgefninu, ef við höfum iðrast einlæglega og sett okkur í viðeigandi ástand, og þá mun andleg lækning koma til sálna okkar. …

Ég er vitni þess að við þjónustu sakramentisins er andi sem vermir sálina, allt frá toppi til táar. Þið skynjið að meinsemdir anda ykkar taka að græðast og byrðin verður léttari. Hughreysting og hamingja veitist sálinni, sem er mikils virði og vekur sanna löngun til að neyta þessarar andlegu máltíðar.“11

Særðar sálir okkar geta læknast og verið endurnýjaðar, ekki einungis vegna þess að brauðið og vatnið minnir okkur á fórn frelsarans heldur vegna þess að táknin minna okkur einnig á það að hann muni alltaf vera okkur „brauð lífsins“12 og„lifandi vatn“13

Eftir að hafa útdeild sakramentinu til Nefítanna sagði Jesús:

„Sá, sem etur þetta brauð, etur af líkama mínum fyrir sál sína, og sá, sem drekkur þetta vín, drekkur af blóði mínu fyrir sál sína. Og sál hans mun aldrei hungra né þyrsta, heldur skal mett vera.

Þegar allur mannfjöldinn hafði etið og drukkið, sjá, þá fylltust þau andanum.“14

Með þessum orðum kennir Kristur okkur að andinn læknar og endurnýjar sálir okkar. Sú blessun sem okkur er lofað þegar við meðtökum sakramentið er ”að andi hans sé ætíð með [okkur].“15

Þegar ég meðtek sakramentið, þá sé ég oft fyrir mér í huganum, málverk sem sem sýnir upprisinn frelsarann, með útréttan faðminn, eins og að hann sé tilbúinn að taka á móti okkur í kærleiksríkan faðm sinn. Ég ann þessu málverki . Þegar ég hugsa um það, á meðan á útdeilingu sakramentisins stendur, þá lyftist sál mín því ég get næstum því heyrt orð frelsarans. „Armur miskunnar minnar er útréttur til yðar, og ég mun taka á móti hverjum þeim, sem koma vill. Og blessaðir eru þeir, sem koma til mín.“16

Aronsprestdæmishafar eru fulltrúar frelsarans þegar þeir undirbúa, blessa og bera út sakramentið. Þegar prestdæmishafi réttir út handlegg sinn til að bjóða okkur þessi helgu tákn, þá er eins og að sjálfur frelsarinn sé að rétta fram handlegg miskunnar sinnar, að bjóða okkur að meðtaka þessar dýrmætu kærleiksgjafir sem eru okkur mögulegar vegna hinnar miklu friðþægingarfórnar hans - gjafir iðrunar, fyrirgefningar, huggurnar og vonar.17

Því meira sem við ígrundum merkingu sakramentisins, því helgara og merkingarfyllra verður það okkur. Þetta var það sem 96 ára gamall faðir tjáði syni sínum þegar hann spurði: „Pabbi, hvers vegna ferðu í kirkju?“ Þú sérð ekkert, þú heyrir ekkert, það er erfitt fyrir þig að hreyfa þig. Hvers vegna ferðu í kirkju? Faðirinn svaraði: „Það er sakramentið. Ég fer til að meðtaka sakramentið.“

Megi hvert og eitt okkar koma til sakramentissamkomu undirbúin undir að þetta geti „vissulega verið andleg reynsla, heilög samskipti, endurnýjun fyrir sálina.“18

Ég veit að himneskur faðir okkar og Jesús Kristur lifa. Ég er þakklát fyrir það tækifæri sem sakramentið veitir til að upplifa kærleika þeirra og að meðtaka af andanum. Í nafni Jesú Krists, amen.