2010–2019
Bókin
október 2014


Bókin

Ættarsaga og musterisstarf ættu að vera hluti af persónulegri tilbeiðslu okkar.

Ég fékk gjöf, þegar ég var 12 ára gamall skáti, sem mig hafði langaði mjög mikið að hafa í skáta útbúnaði mínum. Það var handöxi með þykku slíðri úr leðri. Næst þegar farið var í útilegu, þá komum við að búðunum í myrkri. Við vorum blautir og kaldir vegna snjósins sem var á leið okkar. Það eina sem komst að í huga mínum var að útbúa stóran og mikinn varðeld. Ég tók strax til starfa við að höggva greinar af dauðu tréi með nýju handöxinni minni. Fljótt varð ég pirraður því öxin virtist ekki vinna vel á tréinu. Í pirringi mínum lagði ég mig meira fram. Vonsvikinn snéri ég aftur í búðirnar með einungis fáeinar spýtur. Ég uppgötvaði vandamálið er ég sat í birtu varðelds sem einhver annar hafði gert. Ég hafði ekki tekið öxina úr slíðrinu. Þó get ég sagt frá því að leðurslíðrið hafði verið hoggið í ræmur. Lexían: Ég lét annað trufla mig.

Er við vinnum að upphafningu þá verðum við að sinna öllum skilyrðum og ekki vera eingöngu að einblína á eitt eða tvö skilyrði eða aðra ótengda þætti. Leitin að ríki Guðs leiðir til gleði og hamingju.1 Við þurfum að vera tilbúin að breytast ef með þarf. Litlar tíðar breytingar eru kvalarminni en stórar leiðréttingar.

Systir Packer og ég ferðuðumst til nokkurra erlendra ríkja fyrir stuttu. Við undirbjuggum okkur og tókum til vegabréf og önnur skjöl. Við fórum í bólusetningar, læknisskoðun, vegabréfsáritanir og fleira. Þegar við lentum voru skjöl okkar skoðuð og þegar allar kröfur höfðu verið uppfylltar var okkur hleypt inn í landið.

Undirbúningur að upphafningu er eins og að fara til annars lands. Við þurfum öll að verða okkur út um andlegt vegabréf. Það eru ekki við sem setjum kröfurnar, heldur þurfum við, hvert og eitt, að uppfylla þær allar. Sáluhjálparáætlunin inniheldur allar kenningar, lögmál, boðorð og helgiathafnir fyrir alla til að uppfylla kröfur til upphafningar.2 Síðan, „fyrir friðþægingu [Jesú] Krists, getur allt mannkyn frelsast.“3 Kirkjan aðstoðar en getur ekki gert þetta fyrir okkur. Það er verkefni lífs okkar að gerast hæf til upphafningar.

Kristur skipulagði kirkju sína til að hjálpa okkur. Hann hefur kallað 15 menn sem við styðjum sem spámenn, sjáendur og opinberara til að leiða kirkjuna og kenna fólkinu. Æðsta forsætisráðið4 og Tólfpostulasveitin5 eru jöfn að krafti og valdi,6 og er sá postuli sem lengst hefur þjónað sem postuli tilnefndur forseti kirkjunnar. Hinir Sjötíu eru kallaðir til að aðstoða.7 Leiðtogarnir sömdu ekki kröfur upphafningar. Guð gerði það! Þessir leiðtogar eru kallaðir til að kenna, útskýra, hvetja og jafnvel vara við svo við höldum réttri stefnu.8

Eins og útskýrt er í handbókinni: „Kirkjan einblínir á himneskt úthlutaða ábyrgð, við að uppfylla tilgang sinn í að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur að gerast hæf til uppfyllingar. Sú ábyrgð felur í sér að hjálpa meðlimum að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, safna saman Ísrael með trúboðsstarfi, hugsa um hina fátæku og þurfandi og gera sáluhjálp fyrir hina dánu að veruleika með byggingu mustera og framkvæmd helgiathafna sem staðgenglar.“9 Þessar fjórar áherslur eru nauðsynlegar, en ekki valkvæðar, ásamt öllum öðrum lögmálum, boðorðum og helgiathöfnum. Fyrir friðþægingu Jesú Krists og með því að sinna þessum áherslum, þá bætum við nauðsynlegum stimplum í andlegt vegabréf okkar.

Á þessari ráðstefnu erum við frædd um breytingar sem munu hjálpa okkur öllum að vera betur undirbúin.

Fjölskyldan er miðpunktur í áætlun sáluhjálpar og er kannski af þeirri ástæðu sögð vera „hin mikla sæluáætlun.“10 Boyd K. Packer forseti sagði: „Hátindur kirkjustarfsins er sá að eiginmaður og eiginkona geti verið hamingjusöm á heimili sínu, ásamt börnum þeirra.“11

Spencer W. Kimball forseti sagði: „Árangur okkar sem einstaklingar og sem kirkja mun að miklu leyti verða undir því kominn hversu trúfastlega við einbínum á að lifa eftir fagnaðarerindinu á heimilinu.“12 Musterisstarf og ættarsaga er hluti af því að lifa eftir fagnaðarerindinu á heimilinu. Það ætti að vera fjölskylduverkefni frekar en kirkjuverkefni.

Undanfarið hefur Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin lagt meiri áherslu á ættfræði og musterisstarf.13 Viðbrögð ykkar við þessari áherslu munu auka gleði ykkar og hamingju sem einstaklingar og fjölskyldur

Í Kenningu og sáttmálum lesum við: „Hinn mikli dagur Drottins er fyrir höndum. … Við skulum því, sem kirkja og einstaklingar og sem Síðari daga heilagir, færa Drottni fórn í réttlæti; og kynnum í hans heilaga musteri ... bók, sem geymir skrá yfir okkar dánu, og er verðug allrar móttöku.“14

Þessi „bók“ mun vera útbúin úr nöfnum og helgiathöfnum sem eru að finna í Fjölskyldutrés gagnagrunni kirkjunnar.

Ég er að skoða og bæta við skrám í þennan gagngrunn því mig langar að nöfn allra þeirra sem ég elska séu í bókinni. Vilt þú það ekki?

Í Kenningu og sáttmálum kafla 128 segir: „Því án þeirra [foreðra okkar] getum við ekki orðið fullkomin, né heldur geta þau orðið fullkomin án okkar.“15

Ættarsaga er meira en ættfræði, reglur, nöfn, dagsetningar og staðir. Hún er meira en áhersla á fortíðina. Ættarsaga innifelur einnig nútímann er við sköpum okkar eigin sögu. Hún felur einnig í sér framtíðina er við höfum áhrif á söguna í gegnum afkomendur okkar. Til dæmis er ung móðir sem deilir fjölskyldusögum sínum og myndum með börnum sínum að vinna ættarsögustarf.

Ættarsaga og musterisstarf ætti að vera hluti af reglubundinni persónulegri tilbeiðslu, rétt eins og að meðtaka sakramentið, sækja fundi, lesa í ritningunum og biðja persónulegra bæna. Viðbrögð unglinga okkar og annara við spámannlegu boði, hafa verið uppörvandi og sanna að þetta starfgetur og ætti að vera unnið af öllum meðlimum á öllum aldri.

Líkt og öldungur Quentin L. Cook útskýrði: „Við höfum loks kenninguna, musterin og tæknina.“16 Það er mun auðveldara nú að vinna þetta starf og það takmarkast aðeins af þeim fjölda sem hefur það í öndvegi. Starfið krefst enn tíma og fórnar, en allir geta tekið þátt með mun minni fyrirhöfn en var fyrir nokkrum árum.

Til þess að aðstoða meðlimina þá hefur kirkjansafnað saman skrám og útvegað tól og tæki, svo hægt sé að vinna starfið að miklu leyti inn á heimilum okkar eða í kirkjubyggingum og musterinu. Búið er að ryðja úr vegi flestum hindrunum. Hver sem fyrri upplifun ykkar hefur verið, þá er málunum háttað allt öðru vísi núna!

Hins vegar er ein hindrun sem kirkjan getur ekki fjarlægt. Það er semingur einstaklinga til að vinna starfið. Þess eina sem er krafist er ákvörðun og örlítil fyrirhöfn. Ekki er krafist mikils tíma. Heldur mun svolítill tími, varið reglulega, færa fram gleði starfsins. Takið ákvörðunina, lærið og biðjið aðra að aðstoða ykkur. Þau munu gera það! Nöfnin sem þið finnið og farið með í musterið munu verða að skrám „bókarinnar.“17

Jafnvel með mikilli aukningu í þátttöku meðlima, þá sjáum við að tiltölulega fáir meðlimir kirkjunnar eru reglulega að leita að og framkvæma musterisverk fyrir ættmenni og fjölskyldur sínar.18Þetta kallar á breytingu í forgangsröðun okkar. Ekki berjast á móti breytingunni, takið henni fagnandi! Breyting er hluti af hinni miklu sæluáætlun.

Þetta starf þarf að vinnast, ekki kirkjunnar vegna heldur vegna þeirra sem látnir eru og okkur sjálfra. Við og látnir forfeður okkar þurfum á stimplum að halda í andleg vegabréf okkar.

„[Að hlekkja]“19 fjölskyldur okkar saman um kynslóðir, getur eingöngu átt sér stað í musterum með helgiathöfn innsiglunar. Skrefin eru einföld: Finnið nafn og farið með það í musterið. Með tímanum getið þið hjálpað öðrum að gera slíkt hið sama.

Að fáeinum undanskildum, þá geta allir – allir – gert þetta!

Þessu starfi eru tengdar áþreifanlegar blessanir. Margir foreldrar og leiðtogar hafa áhyggjur af aðstæðum í heiminum og áhrifunum á fjölskyldur og ungmenni.

Öldungur David A. Bednar hefur lofað: „Ég býð ungu fólki kirkjunnar að læra um og upplifa anda Elía. … ég heiti [því] að þið hljótið vernd gegn auknum áhrifum óvinarins. Þegar þið takið þátt í þessu helga verki, munuð þið vernduð á unglingsárum ykkar og allt ykkar líf.“20

Bræður og systur, nú er tíminn til að taka slíðrið af handöxinni okkar og hefjast handa. Við ættum ekki að fórna upphafningu okkar eða fjölskyldu okkar fyrir það sem minna virði er.

Þetta er verk Guðs sem á að vinnast bæði af meðlimum og þeim sem ekki tilheyra kirkjunni, ungum sem öldnum, körlum og konum.

Ég lýk með því að vitna í vers í sálmi númer 324, en breyti þó einu orði:

Rísið upp, Ó þið [heilögu Guðs]!

og látið af öllu einskisverðu.

Gefið af öllu hjarta, sál og huga,

í þjónustu við konung konunga.21

Jesús Kristur er konungurinn! Ég ber vitni um hann, í nafni Jesú Krists, amen.