2010–2019
Viðbúnar á þann hátt sem aldrei hafði áður þekkst
október 2014


Viðbúnar á þann hátt sem aldrei hafði áður þekkst

Megum við búa okkur undir að taka verðuglega á móti frelsandi helgiathöfnum, einn dropa í einu, og halda af öllu hjarta sáttmálana tengdum þeim.

Ég spurði yngstu dóttur okkar hvernig gekk er hún kom heim eftir fyrsta daginn í skólanum.

Hún svaraði: „Bara vel.“

Hins vegar krosslagði hún hendur næsta morgun þegar ég vakti hana til að fara í skólann og sagði staðfastlega: „Ég er búin að fara í skólann!“ Það var auðsjáanlegt að ég hafði ekki undirbúið hana eða útskýrt að skólaganga væri ekki eitt stakt skipti heldur væri ætlast til að hún færi fimm daga vikunnar í skólann í mörg, mörg ár.

Ímyndið ykkur með mér eftirfarandi sögusvið er við íhugum reglu undirbúnings. Þið sitjið í himneska herberginu í musterinu og takið eftir nokkrum brúðum og brúðgumum sem er á lotningarfullan hátt vísað inn og út er þau bíða eftir að innsiglast um tíma og alla eilífð. Brúður sem kemur inn í himneska herbergið, leiðandi kærastann sinn. Hún er í einföldum en fallegum musteriskjól og skartar rólegu, friðsælu og hlýju brosi. Hún er vel hirt en útlit hennar truflar ekki. Hún sest niður, horfir í kringum sig og allt í einu hellast tilfinningarnar yfir hana. Tár hennar virðast koma vegna þeirrar aðdáunar og lotningar sem hún hefur bæði fyrir staðnum sem hún er á sem og þeirrar helgiathafnar sem bíður hennar og elsku hennar. Hátterni hennar virðist segja: „Ég er þakklát fyrir að vera í húsi Drottins í dag, reiðubúin að hefja eilífa för með ástkærum félaga.“ Hún virðistundirbúin fyrir miklu meira en einn viðburð.

Sætur unglingur, sem er barnabarn okkar, skildi nýverið eftir skilaboð á koddanum mínum og er eftirfarandi hluti af því: „Eitt af því sem ég tek eftir þegar ég kem inn í musterið er hinn friðsæli kærleiksandi sem þar dvelur. … Fólk getur farið í musterið til að meðtaka innblástur.“1 Hún hefur á réttu að standa. Við getum hlotið innblástur og opinberun í musterinu – sem og kraft til að takast á við mótlætið í lífinu. Það sem hún er að læra um musteri,er hún staðfastlega tekur þátt í að fara með eigin nöfn í musterið til að skírast fyrir og hljóta staðfestingu, mun undirbúa hana til að taka á móti viðbótar musterishelgiathöfnum, sáttmálum og blessunum, bæði henni sjálfri til handa sem og til handa þeim sem eru hinum megin við huluna.

Öldungur Russell M. Nelson kenndi: „Fólk þarf að undirbúa sig fyrir musterið nú þegar musteri eru undirbúin fyrir fólkið.“2

Nú þegar ég les aftur um Moróní hershöfðingja í Mormónsbók, þá er ég minnt á að eitt af helstu afrekum hans var að búa Nefítana vandlega undir að standast hinn ógnvænlega her Lamaníta. Hann undirbjó fólk sitt svo vel að við lesum: „En sjá. þeim [Lamanítunum] til mikilla furðu voru þeir [Nefítarnir] viðbúnir þeimá þann hátt, sem aldrei hafði áður þekkst meðal barna Lehís.3

Orðin „viðbúnir ... á þann hátt, sem aldrei hafði áður þekkst“ vöktu athygli mína.

Hvernig getum við betur undirbúið okkur fyrir helgar blessanir musterisins? Drottinn kenndi: „Og enn fremur mun ég gefa yður forskrift að öllu.“4 Við skulum íhuga ritningarlega forskrift til að hjálpa okkur. Undirbúningur Morónís fyrir óvinina krafðist bæði staðfestu og trúfasta kostgæfni og þessi forskrift mun krefjast hins sama.

Ég þreytist seint á fallegu dæmisögunni sem frelsarinn sagði um hinar fimm hyggnu og fimm fávísu meyjarnar. Þótt þessi dæmisaga fjalli um undirbúning fyrir síðari komu frelsara okkar þá getum við líka líkt henni við undirbúning fyrir musteris blessanir, sem sem geta verið eins og andleg veisla fyrir þá sem eru vel undirbúnir.

Í Matteusi kafla 25 lesum við:

„ Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína.

Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar. …

[Þær sem voru hyggnar] tóku olíu með á könnum ásamt lömpum sínum.

Nú dvaldist brúðgumanum, og urðu þær allar syfjaðar og sofnuðu.

Um miðnætti kvað við hróp: Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann.

Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína.

En þær fávísu sögðu við þær hyggnu:, Gef oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum.‘

Þær hyggnu svöruðu: Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður.

Meðan þær voru að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokað.

Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.

En hann svaraði: Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.“5

Það getur varla verið nokkur, sérstaklega meðal þeirra sem hafa meyr hjörtu, sem ekki er sorgmæddur fyrir hönd fávísu kvennanna. Sum okkar vilja segja við hinar stúlkurnar: „Getið þið ekki bara deilt svo allir séu hamingjusamir?“ Hugleiðið þetta samt. Þetta er saga sem frelsarinn sagði og hann er sá sem kallaði fimm af þeim „hyggnar“ og fimm af þeim „fávísar.“

Er við íhugum að þessi dæmisaga er forskrift að musterisundirbúningi, takið þá eftir orðum síðari daga spámanns sem kenndi að „ekki er hægt að deila olíu andlegs undirbúnings.“6 Spencer W. Kimball forseti hjálpaði til við að skýra hvers vegna fimm „hyggnu“ stúlknanna gátu ekki deilt olíu af lömpunum sínum: „Mæting á sakramentissamkomur bætir olíu á lampa okkar, dropa eftir dropa yfir árin. Fasta, fjölskyldubæn, heimiliskennsla, stjórn á löngunum líkamans, boðun fagnaðarerindisins, ritningarnám - hver vottur um hollustu og hlýðni bætir við olíubirgðir okkar, dropa eftir dropa. Góðverk, greiðsla fórna og tíundar, hreinar hugsanir og hrein verk … —, allt þetta er til að bæta mikilvægri olíu á tóma lampa okkar áður en að miðnætti kemur.“7

Getið þið séð þessaforskrift undirbúnings – dropa fyrir dropa – sem getur hjálpað okkur er við íhugum hvernig við getum verið kostgæfnari við að undirbúa okkur í að meðtaka helgiathafnir fyrir okkur sjálf og aðra? Hvaða aðra litla og einfalda hluti gætum við gert til að bæta dýrmætum dropum af olíu á undirbúnings lampa okkar?

Við lærum af öldungi Richard G Scott að „eigin verðugleiki er nauðsynlegt skilyrði þess að geta notið blessana musterisins. … Verðugur persónuleiki myndast best í lífi uppfullu af staðföstu réttu vali þar sem kenningar meistarans eru hafðar að þungamiðju.“8 Ég ann orðinu staðfastlega. Að vera staðfastur er að vera stöðugur, alltaf sá sami og áreiðanlegur. Þetta er dásamleg regla verðugleika!

Í Orðabók Biblíunnar erum við minnt á að: „Einungis heimilinu er hægt að líkja við heilagleika musterisins.”9 Eru heimili okkar og híbýli í samræmi við þessa lýsingu? Ástkær stúlka í deild okkar kom inn á heimili okkar nýverið. Ég spurði hana hvernig það væri að hafa bróður sinn aftur á heimilinu þar sem ég vissi að hann hefði nýverið lokið trúboði sínu. Hún sagði það vera frábært en hann bæði stundum um að lækkað væri í tónlistinni. Hún sagði: „Og þetta var ekki einu sinni slæm tónlist!“ Það gæti verið þess virði fyrir okkur að gera smá sjálfsskoðun öðru hverju og tryggja síðan að við getum fundið fyrir andanum á heimilum okkar. Er við gerum heimili okkar að stað þar sem andinn er velkominn, þá mun okkur líða „eins og heima“ hjá okkur þegar við förum í hús Drottins.

Er við undirbúum okkur til að fara verðug í musterið og erum trúföst musterissáttmálum, þá mun Drottinn færa okkur „,margfaldar blessanir“10. Góð vinkona mín, Bonnie Oscarson, setti nýlega ritningargrein á rönguna þegar hún sagði: „Þar sem mikils er krafist, þar er miklu meira gefið.“ 11 Ég gæti ekki verið meira sammála! Vegna þess að við förum í musterið til þess að meðtaka eilífar blessanir, þá ætti það ekki að vera undrunarefni að hærri staðla er krafist til að geta hlotið þær blessanir. Öldungur Nelson sagði líka: „Drottinn setur staðalinn fyrir inngöngu vegna þess að musterið er hans hús. Við komum sem gestir hans. Að hafa musterismeðmæli eru ómetanleg forréttindi og handbært tákn um hlýðni við Guð og spámenn hans.“12

Íþróttamenn í heimsklassa og doktorsnemar í háskólum verja óteljandi klukkustundum, dögum, vikum og mánuðum, jafnvel árum, í undirbúning. Daglegum dropum af undirbúningi er krafist af þeim til að ná á toppinn. Á sama hátt er búist við þeim sem sækjast eftir að gerast hæfir fyrir upphafningu í himneska ríkinu að lifa eftir æðri stöðlum hlýðni sem hlýst af því að æfa daglega hlýðni, einn dropa í einu.

Er við staðfastlega og af kostgæfni bætum olíu á andlegu lampa okkar, einn dropa í einu, með því að gera litlu og einföldu hlutina þá geta lampar okkar verið skínandi hreinir og kveikt á þeim13 af miklum undirbúningi. Hinn myndarlegi eiginmaður minn, sem þjónar sem stikuforseti, nefndi nýlega að hann getur næstum því greint þegar einhver er tilbúinn og verðugur að fara í musterið vegna þess að viðkomandi „lýsir upp herbergið“ þegar sá hinn sami leitar eftir að fá musterismeðmæli sín.

Í helgunarbæn Kirtland-musterisins, bað spámaðurinn Joseph Smith Drottinn um: „að allir þeir, sem ganga inn fyrir þröskuld húss Drottins, megi finna kraft þinn ... að þeir megi vaxa í þér og hljóta fyllingu heilags anda ... og verða undir það búnir að öðlast allt, sem gagnlegt er.“14

Það er bæn mín að musterisferðir verði okkur miklu meira en einn stakur viðburður. Megum við búa okkur undir að taka verðuglega á móti frelsandi helgiathöfnum, einn dropa í einu, og halda af öllu hjarta sáttmálana tengdum þeim. Ég veit við munum verða hæf til að hljóta hinar fyrirheitnu blessanir fyllingar heilags anda og kraftar Drottins á heimilum okkar og í lífum okkar. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Persónulegt bréf frá Aydia Kaylie Melo til Lindu K. Burton, 31. ágúst 2014.

  2. Russell M. Nelson, „Prepare for the Blessings of the Temple,“ Ensign eða Liahona, okt. 2010, 41.

  3. Alma 49:8; skáletrað hér; sjá einnig vers 6–7.

  4. Kenning og sáttmálar 52:14.

  5. Matt 25:1–2, 4–11; Þýðing Josephs Smith, Matt 25:12 (í Matt 25:12, neðanmálstexti a).

  6. Marvin J. Ashton, „A Time of Urgency,“ Ensign, maí 1974, 36.

  7. Spencer W. Kimball, Faith Precedes the Miracle (1972), 256.

  8. Richard G. Scott, „Receive the Temple Blessings,“ Ensign, maí 1999, 25; Liahona, júlí 1999, 29.

  9. Orðabók Biblíunnar, „Musteri.“

  10. Kenning og sáttmálar 104:2.

  11. Bonnie L. Oscarson, „Greater Expectations“ (gervihnattaútsending trúarsamkomu eldri og yngri deilda trúarskólans, 5. ágúst 2014); lds.org/broadcasts; sjá einnig Lúk 12:48; Kenning og sáttmálar 82:3.

  12. Russell M. Nelson, „Personal Preparation for Temple Blessings,“ Ensign, maí 2001, 33; Liahona, júlí 2001, 38.

  13. Kenning og sáttmálar 33:17.

  14. Kenning og sáttmálar 109:13, 15.