2023
Hinir dauðu munu standa frammi fyrir Guði
Desember 2023


„Hinir dauðu munu standa frammi fyrir Guði,“ Til styrktar ungmennum, des. 2023.

Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, desember 2023

Hinir dauðu munu standa frammi fyrir Guði

Jóhannes sá lokadóminn í opinberun sinni.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Hann kemur aftur til að ráða og ríkja, eftir Mary Sauer

þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyrir [Guði]

Upprisukraftur Jesú Krists færir alla menn í návist Guðs til að hljóta dóm (sjá Alma 11:42–44; 33:22; 40:21; Helaman 14:15–17; Mormón 9:13–14).

bókunum var lokið upp

Þessar bækur tákna skýrslur sem haldnar eru á jörðu um hvað fólk gerði á jörðu til að fylgja sáttmálsveginum (sjá Kenning og sáttmálar 128:7).

lífsins bók

„Í einum skilningi er bók lífsins allar hugsanir og gjörðir einstaklings – skýrsla yfir ævi hans. Hins vegar gefa ritningarnar líka til kynna að haldin sé skýrsla yfir hina trúuðu á himnum, þar á meðal eru nöfn þeirra skráð og frásagnir af réttlátum verkum þeirra“ (Guide to the Scriptures, „Book of Life,“ scriptures.ChurchofJesusChrist.org).

dæmdir

Lokadómurinn kemur eftir að fólk hefur verið reist upp. Jesús Kristur mun vera dómari hvers einstaklings. Þessi dómur mun ákvarða hina eilífu dýrð sem hver einstaklingur mun hljóta. (Sjá Leiðarvísir að ritningunum, „Lokadómur,“ KirkjaJesuKrists.is; Alma 41:3–5; Kenning og sáttmálar 88:26–32.)

eftir verkum sínum

Hver einstaklingur verður dæmdur af því sem hann gerði og því sem hann þráði (sjá Kenning og sáttmálar 137:9). Menn verða dæmdir af því hvort þeir voru hlýðnir boðorðum Guðs og breyttu í samræmi við það ljós og þann sannleika sem þeir hlutu í þessu lífi.