2023
Hafið andann ykkur til leiðsagnar
Október 2023


„Hafið andann ykkur til leiðsagnar,“ Til styrktar ungmennum, okt. 2023.

Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum október 2023

Hafið andann ykkur til leiðsagnar

Faðir okkar á himnum vissi að í jarðlífinu myndum við standa frammi fyrir áskorunum, þrengingum og umróti; hann vissi að við myndum glíma við spurningar, vonbrigði, freistingar og veikleika. Til að veita okkur jarðneskan styrk og guðlega leiðsögn, sá hann okkur fyrir heilögum anda.

Að guðlegri skipan innblæs andinn okkur, vitnar, kennir og hvetur okkur til að ganga í ljósi Drottins. Við berum þá heilögu ábyrgð að læra að þekkja áhrif hans í lífi okkar og bregðast við þeim.

Hvernig gerum við það?

Fyrsta: Við reynum hvað við getum að lifa verðug andans.

Annað: Við verðum að vera fús til að meðtaka andann.

Þriðja: Við verðum bera kennsl á andann þegar hann kemur.

Fjórða: Við verðum að bregðast við fyrsta hugboði.

Megum við taka alvarlega kalli Drottins um að „[vera vonglöð], því að ég mun leiða yður“ (Kenning og sáttmálar 78:18). Hann leiðir okkar með heilögum anda. Megum við lifa í nálægð andans, bregðast skjótt við fyrstu hvatningu hans, vitandi að hún kemur frá Guði. Ég ber vitni um kraft heilags anda til að leiða okkur, gæta okkar og vera alltaf með okkur.