Til styrktar æskunni
Velja


„Veljið,“ Til styrktar ungmennum, júní 2022.

Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, júní 2022

Velja

Jósúa hvatti fólk sitt til að velja rétt – að fylgja Drottni.

velja

Geta okkar til að velja og framkvæma sjálfstætt kallast sjálfræði. Það er mikilvægur hluti af áætlun himnesks föður. Einn tilgangur þessa lífs er að sýna að við munum velja að hlýða boðorðum Guðs svo að við getum orðið líkari honum. Við verðum dæmd í samræmi við val okkar. (Sjá 2. Nefí 2:27; Kenning og sáttmálar 101:78; Abraham 3:25.)

í dag

Jósúa hvatti fólk sitt til að velja „í dag,“ eða strax. Við getum tekið mikilvægar ákvarðanir í eitt skipti og síðan reynt að standa við þær. (Sjá Sálmarnir 37:5.)

þjóna

Að þjóna þýðir í þessu versi að tilbiðja, aðstoða, hlýða og helga ykkur einhverjum. Við ættum að þjóna Drottni (sjá HDP Mós 1:15).

guðir

Ísrael hafði verið boðið að þjóna einungis hinum eina sanna og lifandi Guð, Jesú Kristi (sjá 2. Mósebók 20:2–5). Jósúa gaf dæmi um aðra guði sem fólk hans ætti ekki að tilbiðja. Aðrir guðir í lífi okkar gætu verið eignir, álit annarra, önnur áhugamál – hvað sem tekur okkur frá Drottni.

Ég og mín ættmenni

Jósua talaði fyrir sig sjálfan og sín ættmenni. Hann sagði að þeir myndu þjóna Drottni. Hann vildi leiða fjölskyldu sína í réttlæti og kenna þeim að fylgja Drottni (sjá Kenning og sáttmálar 93:39).