2022
Hinn þjáði frelsari
Apríl 2022


„Hinn þjáði frelsari,“ Til styrktar ungmennum, apr. 2022.

Til styrktar ungmennum Mánaðarlegur boðskapur, apríl 2022

Hinn þjáði frelsari

Hundruðum árum fyrir komu Jesú Krists, sá Jesaja fyrir þjáningar hans fyrir syndir okkar.

fyrirlitinn og menn forðuðust hann

Ljósmynd
Hendur Jesú Krists bundnar

Þegar Jesús Kristur kom til jarðar trúðu sumir á hann en flestir gerðu það ekki. Þeir litu jafnvel niður á hann og margir hötuðu hann. Í lokin valdi fólkið að hann yrði pyntaður og drepinn. (Sjá 1. Nefí 19:9.)

vorar þjáningar voru það sem hann bar

Ljósmynd
Jesús Kristur krýpur í Getsemane

Jesús Kristur tók á sig allan sársauka okkar, sjúkdóma og veikleika. Hann gerði þetta til þess að hann myndi miskunna sig yfir okkur og vita hvernig á að hjálpa okkur. (Sjá Alma 7:11–13.)

hann var særður vegna vorra synda

Ljósmynd
Jesús Kristur á krossinum

Jesús Kristur þjáðist fyrir syndir okkar. Hann gerði þetta til þess að við gætum öðlast fyrirgefningu er við iðrumst. (Sjá Kenning og sáttmálar 18:11; 19:15–19.)

fyrir hans benjar urðum við heilbrigðir

Ljósmynd
fólk að snerta hendur hins upprisna Jesú Krists

„Benjar hans“ eru sár hans. Þau standa fyrir alla þá þjáningu sem hann þoldi fyrir okkur, þar með talið úthellingu blóðs hans og dauða hans. Vegna þess að Jesús Kristur þjáðist fyrir okkur, getum við orðið heil á ný. Fórn hans gerir okkur kleift að fá fyrirgefningu fyrir syndir okkar. Þegar við iðrumst og reynum að halda sáttmála okkar, læknar hann og breytir okkur. (Sjá Mósía 3:7–11; Trúaratriðin 1:3.)