Námshjálp
Heilagur andi


Heilagur andi

Þriðji meðlimur Guðdómsins (1 Jóh 5:7; K&S 20:28). Hann er andavera, hefur ekki líkama af holdi og beinum (K&S 130:22). Heilagur andi er oft kallaður andinn eða andi Guðs.

Heilagur andi gegnir nokkrum mikilvægum hlutverkum í sáluhjálparáætluninni. (1) Hann ber vitni um föðurinn og soninn (1 Kor 12:3; 3 Ne 28:11; Et 12:41). (2) Hann opinberar sannleiksgildi allra hluta (Jóh 14:26; 16:13; Moró 10:5; K&S 39:6). (3) Hann helgar þá sem hafa iðrast og látið skírast (Jóh 3:5; 3 Ne 27:20; HDP Móse 6:64–68). (4) Hann er heilagur andi fyrirheitsins (K&S 76:50–53; 132:7, 18–19, 26).

Kraftur heilags anda getur komið yfir menn fyrir skírn og vitnað um sannleiksgildi fagnaðarerindisins. En rétturinn til að hafa stöðuga samfylgd heilags anda, hvenær sem viðkomandi er verðugur, er gjöf sem aðeins fæst með handayfirlagningu prestdæmishafa Melkísedeks eftir heimilaða skírn inn í hina sönnu Kirkju Jesú Krists.

Jesús kenndi að allar syndir fengjust fyrirgefnar, nema lastmæli gegn heilögum anda (Matt 12:31–32; Mark 3:28–29; Lúk 12:10; Hebr 6:4–8; K&S 76:34–35).