2010–2019
Æðstu boðorðin tvö
Aðalráðstefna október 2019


Æðstu boðorðin tvö

Við verðum að reyna að halda æðstu boðorðin tvö. Í þeirri viðleitni þurfum við að ganga fína línu á milli lögmáls og elsku.

Kæru systur mínar í fagnaðarerindi Jesú Krists, ég heilsa ykkur, sem guðlega tilskipuðum verndurum hinnar eilífu fjölskyldu. Russell M. Nelson forseti kenndi: „Þessi kirkja var endurreist svo mögulegt væri að mynda, innisigla og eilíflega upphefja fjölskyldur.“1 Sú kennsla felur í sér mikilvægar skírskotanir fyrir þá einstaklinga sem auðkenna sig sem samkynheigða, tvíkynhneigða eða transfólk, sem oft er vísað til sem LGBT.2 Nelson forseti hefur líka minnt okkur á að við „þurfum ekki alltaf að vera sammála hvert öðru til að elska hvert annað.“3 Þessar spámannlegu kenningar eru mikilvægar í fjölskylduumræðum til að svara spurningum barna og unglinga. Ég leitaði innblásturs af kostgæfni til að mæla til þessa áheyrendahóps, því þessar spurningar hafa áhrif á ykkur á sérstakan hátt, sem á beinan eða óbeinan hátt hefur áhrif á allar fjölskyldur í kirkjunni.

I.

Ég byrja á því að því sem sem Jesús sagði vera æðstu boðorðin tvö.

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.

„Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.

Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“4

Í þessu felst að okkur er boðið að elska alla, þar sem dæmisaga Jesú um miskunnsama Samverjann kennir að allir séu náungi okkar.5 Ákafi okkar við að halda þetta næstæðsta boðorð má ekki verða til þess að við gleymum því æðsta, að elska Guð af öllu hjarta, sálu og huga. Þá elsku sýnum við með því að „halda [öll] boðorð [hans].6 Guð krefst þess að við hlýðum boðorðum hans, því einungis með þeirri hlýðni, þar með talið iðrun, getum við snúið aftur til dvalar í návist hans og orðið fullkomin eins og hann er.

Í nýlegri ræðu til ungs fólks í Brigham Young háskóla, ræddi Russell M. Nelson forseti um það sem hann sagði vera „náin tengsl á milli elsku Guðs og lögmála hans.“7 Lögmálið sem á sérstaklega við um þau málefni sem tengjast þeim sem auðkenna sig sem LGBT, er lögmál Guðs um hjónabandið og lögmál skírlífis sem því er samfara. Bæði eru þau nauðsynleg í sáluhjálparáætlun himnesks föður fyrir börn hans. Líkt og Nelson forseti kenndi: „Lögmál Guð eru einungis sett sökum óendanlegrar elsku hans og þrár hans til að við verðum allt það sem við getum orðið.“8

Nelson forseti kenndi: „Mörg lönd hafa … lögleitt samkynhneigt hjónaband. Við, sem meðlimir kirkjunnar, virðum lög landsins … , þar með talið borgaralegt hjónaband. Sannleikurinn er þó sá að það var Guð … sem lögleiddi hjónabandið í upphafi! Fram til þessa dags er það skilgreint á milli karls og konu. Guð hefur ekki breytt skilgreiningu sinni á hjónabandinu.

Nelson forseti hélt áfram: „Guð hefur heldur ekki breytt skírlífislögmálinu. Skilyrðin fyrir inngöngu í musterið hafa ekki breyst.“9

Nelson forseti minnti okkur öll á að „fyrirmæli okkar sem postula er að kenna einungis sannleika. Þau fyrirmæli veita [postulum] ekki heimild til að breyta guðlegu lögmáli.“10 Leiðtogar kirkjunnar verða því, systur mínar, alltaf að kenna hið sérstæða mikilvægi hjónabands milli karls og konu og skírlífislögmálið sem því tengist.

II.

Starf Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu lýtur að lokum að því að búa Guðs börn undir himneska ríkið og þá sér í lagi æðstu dýrð þess, upphafningu eða eilíft líf. Það æðsta hlutskipti er aðeins mögulegt með eilífu hjónabandi.11 Eilíft líf felur í sér sköpunarkraftinn sem áskapaður er karli og konu12 – sem nútíma opinberun segir vera „áframhald niðjanna alltaf og að eilífu.“13

Í ræðu sinni í BYU-háskóla, kenndi Nelson forseti: „Að hlýða lögmálum Guðs, mun varðveita ykkur í framþróun ykkar í átt að endanlegri upphafningu“14 – það er, að verða eins og Guð, með upphafið líf og guðlega möguleika okkar himnesku foreldra. Það er hlutskiptið sem við þráum fyrir alla sem við elskum. Sökum þeirrar elsku, getum við ekki leyft að okkar elska verða yfirsterkari boðorðunum og áætlun og verki Guðs, sem við vitum að mun veita þeim sem við elskum mestu hamingju.

Það eru þó margir sem við elskum, þar á meðal sumir sem hafa hið endurreista fagnaðarerindi, sem hafa ekki trúa á eða kjósa ekki að lifa eftir boðorðum Guðs um hjónabandið og skírlífislögmálið. Hvað með þau?

Kenning Guðs sýnir, að öll erum við börn hans og að hann hefur skapað okkur til að njóta gleði.15 Nútíma opinberun kennir að Guð hefur séð okkur fyrir áætlun um jarðneska reynslu, þar sem allir geta valið að hlýða til að keppa að æðstu blessunum hans eða velja það sem leiðir til eins af síðri dýrðarríkjunum.16 Sökum mikillar elsku Guðs til allra barna sinna, eru þessi síðri dýrðarríki þó dásamlegri en menn fá gert sér í hugarlund.17 Friðþæging Jesú Krists gerir allt þetta mögulegt, því hann „gjörir föðurinn dýrðlegan og frelsar öll handaverk hans.18

III.

Ég hef talað um æðsta boðorðið, en hvað með hið næstæðsta? Hvernig höldum við boðorðið um að elska náunga okkar? Við leitumst við að hvetja meðlimi okkar til að sýna þeim sem fylgja kennslu samkynhneigðra, tvíkynhneigðra eða transfólks, sömu elsku og frelsarinn býður að við sýnum öllu okkar samferðafólki. Þegar því hjónaband samkynheigðra var gert löglegt í Bandaríkjunum, lýstu Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin yfir: „Fagnaðarerindi Jesú Krists kennir okkur að koma fram við alla af vinsemd og gæsku – jafnvel þótt við séum á öndverðum meiði. Við staðfestum að ekki ætti að sýna þeim virðingarleysi sem hagnýta sér lög eða dómsúrskurði sem heimila hjónaband af sama kyni.“19

Við megum jafnframt aldrei ofsækja þá sem ekki eru okkar trúar og skoðunar.20 Því miður finnst sumum þeim sem standa frammi fyrir þessum málum, að sumir meðlimir og leiðtogar í fjölskyldum okkar, deildum og stikum, hafni þeim enn og vanvirði. Við verðum öll að reyna að vera góðhjartaðri og vinsamlegri.

IV.

Af ástæðum sem við ekki skiljum, upplifum við ólíkar áskoranir í jarðlífinu. Við vitum þó að Guð mun hjálpa hverju okkar að sigrast á þessum áskorunum, ef við leitum liðsinnis hans af einlægni. Eftir að hafa þjáðst og iðrast vegna brota á lögmálum sem okkur hafa verið kennd, er okkur öllum fyrirbúið dýrðarríki. Hinn endanlegi lokadómur verður í höndum Drottins, því hann einn býr að nauðsynlegri þekkingu, visku og náð til að dæma hvert okkar.

Fram að því verðum við að reyna að halda æðstu boðorðin tvö. Í þeirri viðleitni þurfum við að ganga fína línu á milli lögmáls og elsku – að halda boðorðin og feta sáttmálsveginn og jafnframt elska náunga okkar á þeirri ferð. Sú ganga krefst þess að við leitum guðlegs innblásturs um hvað við eigum að styðja og hverju við eigum að andmæla og hvernig við eigum að elska og hlusta af virðingu og kenna í þeirri framvindu. Ganga okkar krefst þess að við hvikum ekki frá boðorðum, en sýnum þó fullan skilning og kærleika. Ganga okkar verður að einkennast af nærgætni gagnvart börnum sem eru óviss um eigin kynhneigð, en letur til ótímabærra auðkenninga, því úr slíkri óvissu dregur til muna hjá flestum börnum með tímanum.21 Ganga okkar er andvíg liðssöfnun utan sáttmálsvegarins og stuðningi við hvern þann sem leiðir fólk frá Drottni. Í öllu þessu höfum við í huga að Guð lofar öllum þeim sem halda boðorð hans von, fullkominni gleði og blessunum.

V.

Mæður og feður, og við öll, berum ábyrgð á að kenna bæði þessi æðstu boðorð. Spencer W. Kimball forseti hefur, hvað konur í kirkjunni varðar, lýst þeirri ábyrgð í þessum dásamlega spádómi: „Vöxtur kirkjunnar á hinum síðari dögum, mun að stórum hluta verða rakinn til þess að fjölmargar konur í heiminum … munu laðast að kirkjunni. Það mun gerast að svo miklu leyti sem konur í kirkjunni séu réttlátar og skýrmæltar í lífi sínu og að svo miklu leyti sem konurnar í kirkjunni eru öðruvísi og ólíkari … öðrum konum í heiminum. … Því verður það svo, að fordæmi kvenna í kirkjunni verður mikilvægt afl kirkjunnar á efstu dögum, bæði hvað varðar fjölda og andlegan vöxt.“22

Russell M. Nelson forseti vísaði í þennan spádóm og sagði að „sá tími sem Kimball forseti sá er upp runninn. Þið eruð þær konur sem hann sá!“23 Við, sem heyrðum þennan spádóm fyrir 40 árum, vissum harla lítið um það að meðal þeirra sem konur þessarar kirkju kynnu að bjarga, yrðu þeirra eigin kæru vinir og fjölskylda, sem nú verða fyrir áhrifum veraldlegra forgangsmála og djöfullegrar afbökunar. Bæn mín og blessun er sú að þið munið kenna og bregðast fyllilega við þessum spádómi, í nafni Jesú Krists, amen.