2010–2019
Kristur: Ljósið sem lýs í myrkri
Apríl 2019


Kristur: Ljósið sem lýs í myrkri

Ef ykkur finnst að hinn logandi viti vitnisburðar ykkar flökti og að myrkrið leggist að, herðið þá upp hugann. Haldið loforð ykkar við Guð.

Skrifstofa mín í Líknarfélagsbyggingunni er með fullkomið útsýni yfir Salt Lake musterið. Á sama tíma á kvöldin, við ljósaskiptin, er kveikt á útiljósunum á musterinu. Musterið er áreiðanlegur, sílogandi viti, rétt utan við gluggann minn.

Ljósmynd
Salt Lake musterið við rökkur

Kvöld eitt í febrúar síðastliðnum, var skrifstofa mín óvenjulega myrk, þegar sólin settist. Þegar ég leit út um gluggann, var musterið myrkvað. Það hafði ekki kviknað á ljósunum. Ég varð skyndilega döpur. Ég gat ekki séð turna musterisins sem ég hafði litið til, hvert kvöld, í mörg ár.

Ljósmynd
Turnar Salt Lake musterisins óupplýstir

Er ég leit myrkur þar sem ég reiknaði með ljósi, minnti það mig á þá grundvallarþörf sem við þörfnumst til að vaxa, að vera tengd uppsprettu ljóssins - Jesú Kristi. Hann er uppspretta krafts okkar, ljósið og lífið í heiminum. Án sterks sambands við hann byrjum við að deyja andlega. Vitandi þetta þá reynir Satan að nýta sér þann veraldlega þrýsting sem við stöndum öll frammi fyrir. Hann vinnur að því að dimma ljós okkar, hleypa skammhlaupi í tenginguna, slá út spennugjafanum og skilja okkur eftir í myrkrinu. Þessi þrýstingur er algengt ástand í jarðlífinu, en Satan leggur hart að sér við að einangra okkur og segja okkur að við séum þau einu sem upplifum þetta.

Sum okkar eru lömuð af sorg.

Þegar sorgir skella á okkur, þegar lífið veldur okkur svo miklum sársauka að við getum vart andað, þegar við höfum tekið á móti barsmíðum eins og maðurinn á veginum til Jeríkó og verið skilin eftir dauðvona þá kemur Jesús og hellir olíu á sár okkar, lyftir okkur varlega upp, bindur um sárin, fer með okkur í gistihúsið og annast okkur.1 Hann segir við þau okkar sem erum í sorgum: „Ég mun … létta byrðarnar, sem lagðar hafa verið á herðar yðar, svo að þér finnið ekki fyrir þeim á bökum yðar, … og megið vita með vissu, að ég, Drottinn Guð, vitja fólks míns í þrengingum þess.“2 Kristur læknar sárin.

Sum okkar erum bara svo þreytt.

Öldungur Jeffrey R. Holland sagði: „Það er ekki ætlast til þess að við hlaupum hraðar en styrkur okkar leyfir. … [Þrátt fyrir það] veit ég að … mörg ykkar hlaupa [mjög] mjög hratt og að orkan og tilfinningalegar birgðir eru stundum alveg á tómum tanki.“3 Þegar væntingarnar buga okkur, getum við stigið tilbaka og spurt himneskan föður hverju við getum sleppt. Hluti af lífsreynslunni er að læra hvað ekki á að gera. Þrátt fyrir það þá getur lífið verið lýjandi. Jesús fullvissar okkur: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“4

Kristur er fús að veita okkur stuðning við okið og aðstoða við að létta byrðarnar. Kristur er hvíld.

Sumum okkar finnst við ekki passa í hefðbundið mót.

Af ýmsum ástæðum finnst okkur við ekki passa inn eða vera samþykkt. Nýja testamentið sýnir það mikla átak sem Jesús vann við að ná til alls kyns fólks; holdsveikra, tollheimtumanna, barna, Galíleumanna, vændiskvenna, kvenna, Farísea, syndara, Samverja, ekkna, rómverskra hermanna, hórkarla og þá sem voru álitnir óhreinir. Í nær hverri sögu er hann að tengja við einhvern sem var ekki samþykktur af samfélaginu á hefðbundinn hátt.

Lúkas 19 segir sögu yfirskattheimtumannsins í Jeríkó sem hét Sakkeus. Hann klifraði upp í tré til að sjá Jesús ganga hjá. Sakkeus starfaði hjá rómverskum yfirvöldum og var álitinn spilltur og syndari. Jesús sá hann uppi í trénu og kallaði til hans og sagði: „Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.“5 Þegar Jesús sá góðmennsku hjarta Sakkeusar og það sem hann gerði fyrir aðra, meðtók hann það sem honum var boðið og sagði: „Í dag hefur hjálpræði hlotnast húsi þessu enda ert þú líka niðji Abrahams.“6

Kristur sagði Nefítunum blíðlega: „Ég hef boðið, að ekkert yðar skuli fara burt.“7 Pétur fékk kröftuga hugljómum í Post 10 þegar hann sagði: „Guð hefur sýnt mér að ég á engan að kalla vanheilagan eða óhreinan.“8 Það eru ákveðnar kröfur til kristinna lærisveina og Síðari daga heilagra, að sýna hvert öðru sannan kærleika.9 Jesús býður okkur hið sama og hann bauð Sakkeusi: „Ég stend við dyrnar og kný á. Ef [þú] heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum mun ég fara inn til [þín] og neyta kvöldverðar með [þér] og [þú] með mér.“10 Kristur sér okkur uppi í trénu okkar.

Sum okkar eru að springa af spurningum.

Fyrir nokkrum árum síðan var ég íþyngd og ergileg með spurningar sem ég gat ekki fundið svör við. Snemma einn laugardagsmorgun dreymdi mig lítinn draum. Í þessum draumi sá ég garðhýsi og ég skildi að ég átti að fara og standa inni í því. Það voru fimm bogar sem umkringdu skálann, en gluggarnir voru gerðir úr steinum. Ég kvartaði í draumnum og vildi ekki fara inn því það virtist svo innilokandi. Þá kom sú hugsun í huga mér að bróðir Jareds hefði þolinmóður brætt steina í glært gler. Gler er steinn sem hefur farið í gegnum formbreytingar. Þegar Drottinn snerti steinana fyrir bróður Jareds, þá lýstu þeir upp myrkvuð skipin.11 Skyndilega fann ég meiri þrá fyrir því að vera inni í þessu garðhýsi, en á nokkrum öðrum stað. Þetta var staðurinn – eini staðurinn – fyrir mig til að geta raunverulega „séð.“ Spurningarnar sem hrjáðu mig fóru ekkert, en þegar ég vaknaði var ein spurning ljóslifandi í huga mér: „Hvernig ætlar þú að efla trú þína, eins og bróðir Jareds, svo að steinar þínir breytist í ljós?“12

Dauðlegir heilar okkar leita skilnings og merkingar í snyrtilegum pakkningum. Ég veit ekki allar ástæður þess að hulan yfir jarðnesku lífi er svo þykk. Þetta er ekki það tímabil á eilífri þroskabraut okkar sem við höfum öll svörin. Þetta er það stig sem við þroskum fullvissu okkar (eða stundum von okkar) um það sem ekki er unnt að sjá. Fullvissa kemur í gegnum leiðir sem er ekki alltaf auðvelt að greina, en það er ljós í myrkri okkar. Jesús sagði: „Ég er ljósið og lífið og sannleikur heimsins.“13 Þeim sem leitar sannleikans gæti, til að byrja með, fundist það sem kjánaleg innilokunarhræðsla gagnvart steingerðum gluggum. Jesús getur breytt steingerðum gluggum okkar í glerglugga ljóss með þolinmæði og einlægum spurningum. Kristur er ljós til að sjá.

Sumum okkar finnst við aldrei geta verið nægilega góð.

Hinn skarlatsrauði litur Gamla testamentisins var ekki einungis litríkur, heldur einnig litekta, sem þýðir að skærir litirnir festust við ullina og dofnuðu ekki, sama hve oft hún var þvegin.14 Satan sveiflar þessari röksemd eins og kylfu: hvít ull, lituð skarlatrauðu, getur aldrei aftur orðið hvít. Jesús lýsir hins vegar yfir: „Mínir vegir [eru] hærri yðar vegum,“15 og kraftaverk náðar hans er að þegar við iðrumst, færir skarlatslitað blóð hans okkur yfir í hreinleika. Það er ekki rökrétt, en sannleikur engu að síður.

Ljósmynd
Ull með rauðum blettum

Ljósmynd frá iStock.com/iinwibisono

„Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.“16 Drottin segir ákveðið: „Honum eða henni „sem hefur iðrast synda sinna er fyrirgefið, og ég, Drottinn, minnist þeirra ekki lengur.“17 Í raun: Komum og ræðum saman.18 Þú gerðir mistök, enginn er fullkominn.18 Komið til mín og iðrist.20 Ég mun ekki muna syndina.21 Þið getið orðið heil aftur.22 Ég er með verkefni fyrir ykkur.23 Kristur hvíttar ull.

Hver eru hin raunhæfu skref? Hvað er lykillinn að því að tengjast aftur krafti Jesú Krists þegar við flöktum? Russell M. Nelson forseti sagði einfaldlega: „Lykillinn er að gera og halda heilaga sáttmála. … Það er ekki flókið.“24 Gerið Krist að miðpunkti lífs ykkar.25

Ef ykkur finnst að hinn logandi viti vitnisburðar ykkar flökti og að myrkrið leggist að, herðið þá upp hugann. Haldið loforð ykkar við Guð. Spyrjið spurninga ykkar. Bræðið stein í gler með þolinmæði. Snúið til Jesú Krists, sem elskar ykkur enn.

Jesús sagði: „Ég er ljósið, sem skín í myrkrinu, en myrkrið skynjar það ekki.“26 Sama hve myrkrið reynir, getur það ekki slökkt á ljósinu. Aldrei. Þið getið treyst því að ljós hans verður ávallt þar fyrir ykkur.

Ljósmynd
Salt Lake musterið upplýst að nýju

Við, eða fólkið sem við berum umhyggju fyrir, myrkvast kannski tímabundið. Í tilfelli Salt Lake musterisins þá fékk umsjónarmaður fasteigna, bróðir Val White, símtal nær samstundis. Fólk hafði tekið eftir þessu. Hvað var að musterisljósunum? Til að byrja með fór starfsfólkið sjálft inn í alla rafmagnstöflur í musterinu og kveiktu handvirkt á öllum ljósunum. Því næst skiptu þeir út öllum rafhlöðum í spennugjöfunum og skoðuðu þær til að komast að því hvað hefði brugðist.

Það er erfitt að koma öllum ljósunum á sjálfur. Við þörfnumst vina. Við þörfnumst hvers annars. Á sama hátt og starfsfólk musterisins þá getum við aðstoðað hvert annað með því að koma sjálf, hlaða rafhlöðurnar, gera við það sem bilaði.

Ljósmynd
Salt Lake musterið á jólum

Ljós okkar sjálfra getur verið sem ein ljósapera á tré. Við getum samt skinið litla ljósinu okkar og saman löðum við milljónir manna að húsi Drottins, líkt og Musteristorgið á jólum. Best af öllu, eins og Nelson forseti hefur hvatt okkur til, þá getum við fært ljós frelsarans til okkar sjálfra og þeirra sem eru okkur mikilvægir, með því einfaldlega að halda sáttmála okkar. Á ýmsan hátt þá umbunar Drottinn þeirri trúföstu gjörð með krafti og gleði.27

Ég ber því vitni að þið eruð elskuð. Drottinn er meðvitaður um það hve mikið þið reynið. Ykkur fer fram. Haldið áfram. Hann sér allar huldu fórnirnar ykkar og telur þær ykkur til góðs og þeim sem þið unnið. Verk ykkar eru ekki til einskis. Þið eruð ekki einsömul. Nafn hans, Emmanúel, þýðir „Guð með oss.“28 Hann er sannarlega með ykkur.

Takið aðeins fleiri skref áfram á sáttmálsveginum, jafnvel þó að það sé of mikið myrkur til að sjá langt. Ljósin kvikna aftur. Ég vitna um sannleikann í orðum Jesú og þau eru uppfull ljósi: „Nálgist mig og ég mun nálgast yður. Leitið mín af kostgæfni og þér munuð finna mig. Biðjið og yður mun gefast, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.“29 Í nafni Jesú Krists, amen.