2010–2019
Faðirinn
Október 2018


Faðirinn

Hvert og eitt okkar á möguleika á því að verða eins og faðirinn. Til þess að gera svo, verðum við að tilbiðja föðurinn í nafni sonarins.

Allt sitt líf hefur eiginkona mín reynt af öllu sínu hjarta að vera trúfastur lærisveinn Jesú Krists. Samt, allt frá æsku hefur henni fundist hún óverðug elsku himnesks föður vegna þess að hún misskildi eðli hans. Sem betur fer hélt Melinda áfram að halda boðorðin, þrátt fyrir þá depurð sem hún upplifði. Fyrir nokkrum árum síðan fór hún í gegnum nokkrar upplifanir sem hjálpuðu henni að skilja betur eðli Guðs og þar með talið elsku hans til barna hans og þakklæti hans fyrir ófullkomnar tilraunir okkar við að gera verk hans.

Hún útskýrir hvernig þetta hefur haft áhrif á hana: „Ég er nú sannfærð um að áætlun föðurins virkar, að hann hefur persónulegan metnað fyrir velferð okkar og að hann sér okkur fyrir reynslu og upplifunum sem við þörfnumst til að snúa aftur í návist hans. Ég sé sjálfa mig og aðra eins og Guð sér okkur. Ég get betur sinnt foreldrahlutverkinu og þjónað af meiri kærleik og minni ótta. Ég upplifi frið og sjálfsöryggi frekar en kvíða og óöryggi. Í stað þess að finnast ég undir dómi, þá skynja ég stuðning. Trú mín er öruggari. Ég skynja elsku föður míns oftar og dýpra.1

Nauðsynlegt er að hafa „rétta hugmynd um eðli [himnesks föður], fullkomnun og eiginleika,“ til að geta iðkað nægilega trú til að hljóta upphafningu.2 Réttur skilningur á eðli himnesks föður getur breytt því hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra og hjálpað okkur að skilja óviðjafnanlega elsku hans til barna sinna og hina miklu þrá hans að hjálpa okkur að verða eins og hann. Röng sýn á eðlisfari hans getur skilið okkur eftir með þá tilfinningu að það sé ómögulegt fyrir okkur að komast aftur í návist hans.

Markmið mitt í dag er að kenna lykilkenningar um föðurinn sem munu aðstoða hvert og eitt okkar, en þá sérstaklega þau sem velta því fyrir sér hvort Guð elski þau, til að skilja betur hið sanna eðli hans og til að iðka meiri trú á hann, son hans og áætlun hans fyrir okkur.

Fortilveran

Í fortilverunni fæddumst við himneskum foreldrum okkar sem andabörn og bjuggum hjá þeim sem fjölskylda.3 Þau þekktu okkur, kenndu okkur og elskuðu okkur.4 Okkur langaði mjög mikið að verða eins og himneskir foreldrar okkar. Til þess að svo mætti verða, þá bárum við kennsl á það sem yrði að gerast:

  1. Öðlast dýrðlegan, ódauðlegan, áþreifanlegan líkama.5

  2. Giftast og mynda fjölskyldur með innsiglunarvaldi prestdæmisins.6

  3. Öðlast alla þekkingu, kraft og guðlega eiginleika.7

Þess vegna setti faðirinn saman áætlun sem myndi gera okkur kleift, með vissum fyrirvara,8 að öðlast líkama sem myndi verða ódauðlegur og dýrðlegur í upprisunni; giftast og mynda fjölskyldur í jarðnesku lífi, eða eftir jarðneska lífið, fyrir hina trúföstu sem ekki fengju tækifæri til þess hér,9 þroskast svo í átt að fullkomnun og svo á endanum að snúa aftur heim til himneskra foreldra okkar og búa með þeim og fjölskyldum okkar í upphöfnu ástandi og eilílfri hamingju.10

Ritningarnar kalla þetta sáluhálparáætlunina.11 Við vorum svo þakklát fyrir þessa áætlun, að þegar hún var lögð fyrir okkur þá hrópuðum við upp af gleði.12 Hvert og eitt okkar samþykkti fyrirvara áætlunarinnar, þar með talið erfiðleika þá og áskoranir sem myndu hjálpa okkur til að þroska með okkur guðlega eiginleika.13

Jarðneska lífið

Í jarðnesku lífi sér himneskur faðir okkur fyrir aðstæðum sem við þörfnumst til að þroskast innan áætlunarinnar. Faðirinn gat Jesú Krist í holdinu14 og sá honum fyrir guðlegri aðstoð til að uppfylla jarðneskt áætlunarverk hans. Himneskur faðir mun að sama skapi aðstoða hvert okkar, ef við vinnum að því að halda boðorð hans.15 Faðirinn veitir okkur sjálfræði okkar.16 Líf okkar er í hans höndum og „dagar okkar eru ákveðnir“ og „skulu ekki verða færri.“17 Hann fullvissar okkur um það að þeim „sem Guð elskar, samverkar allt til góðs.“18

Það er himneskur faðir sem gefur okkur okkar daglega brauð,19 sem inniheldur bæði matinn sem við etum og styrkinn sem við þörfnumst til að halda boðorð hans.20 Faðirinn veitir okkur góðar gjafir.21 Hann heyrir og svarar bænum okkar.22 Himneskur faðir frelsar okkur frá illu þegar við leyfum honum það.23 Hann grætur með okkur þegar við þjáumst.24 Sérhver blessana okkar kemur endanlega frá föðurnum.25

Himneskur faðir leiðir okkur og sér okkur fyrir þeim upplifunum sem við þörfnumst út frá styrk okkar, veikleikum og vali, svo að við getum borið góðan ávöxt.26 Faðirinn agar okkur þegar þess gerist þörf, vegna þess að hann elskar okkur.27 Hann er „ráðgefandi,“28 og mun ráðgast við okkur ef við beiðum þess.29

Það er himneskur faðir sem sendir bæði áhrif og gjöf heilags anda inn í líf okkar.30 Í gegnum gjöf heilags anda getur dýrð – eða vitsmunir, ljós og kraftur – föðurins, dvalið í okkur.31 Ef við vinnum að því að auka ljós okkar og sannleika, þar til auglit okkar verður einbeitt á dýrð Guðs, mun himneskur faðir senda heilagan anda fyrirheitsins til að innsigla okkur til eilífs lífs og opinbera okkur ásjónu sína – annað hvort í þessu lífi eða því næsta.32

Lífið eftir dauðann

Í andaheimum eftir dauðann, heldur himneskur faðir áfram að úthella heilögum anda og senda trúboða til þeirra sem þarfnast fagnaðarerindisins. Hann svarar bænum og hjálpar þeim, sem ekki hafa hlotið staðgengilsathafnir, að meðtaka þær.33

Faðirinn reisti Jesú Krist upp og veitti honum kraftinn til að gera upprisuna að veruleika,34 sem er leiðin fyrir okkur til að hljóta ódauðlega líkama. Endurlausn frelsarans og upprisan færa okkur aftur í návist föðurins, þar sem við munum verða dæmd af Jesú Kristi.35

Þeir sem treysta á „verðleika, miskunn og náð heilags Messíasar,“36 munu meðtaka dýrðlega líkama eins og faðirinn37 og dvelja með honum „í óendanlegri sælu.“38 Þar mun faðirinn þerra öll okkar tár39 og aðstoða okkur við að halda ferð okkar áfram, til að verða eins og hann.

Eins og þið getið séð, þá er himneskur faðir ávallt til staðar fyrir okkur.40

Persónueiginleikar föðurins

Til að verða eins og faðirinn, verðum við að þroska með okkur persónueiginleika hans. Fullkomnun og eiginleikar himnesks föður eru meðal annars:

  • Faðirinn er „Óendanlegur og Eilífur.“41

  • Hann er fullkomlega réttlátur, miskunnsamur, góðviljaður, með langlundargeð og vill einungis það sem er okkur fyrir bestu.42

  • Himneskur faðir er kærleikur.43

  • Hann heldur sáttmála sína.44

  • Hann er óbreytanlegur.45

  • Hann getur ekki sagt ósatt.46

  • Faðirinn fer ekki í manngreinarálit.47

  • Hann veit alla hluti – fortíð, nútíð og framtíð – frá upphafi.48

  • Himneskur faðir hefur meiri vitsmuni49 en við öll.50

  • Faðirinn er almáttugur51 og framkvæmir allt það sem hann einsetur sér að gera.52

Bræður og systur, við getum treyst á og reitt okkur á föðurinn. Vegna þess að hann hefur eilífðarsjónarmið, þá getur himneskur faðir séð hluti sem er okkur ómögulegt. Gleði hans, verk og dýrð eru að gera eilíft líf okkar og upphafningu að veruleika.53 Allt sem hann gerir er fyrir okkar hag. Hann „þráir eilífa hamingju [okkar] jafnvel enn meira en [við] gerum.“54 Hann [myndi ekki krefjast þess af [okkur] að þola erfiðleika augnabliki lengur en er nauðsynlegt fyrir [okkar] hag eða þeirra sem [við] unnum.“55 Þar af leiðandi leggur hann áherslu á að hjálpa okkur við framþróun okkar, en ekki á að dæma og fordæma okkur.56

Verða lík föður okkar

Sem andasynir og dætur Guðs, þá hefur hvert og eitt okkar möguleikana á því að verða eins og faðir okkar. Til þess að gera svo, verðum við að tilbiðja föðurinn í nafni sonarins.57 Við gerum svo með því að vinna að því að vera hlýðin vilja föðurins, á sama hátt og sonurinn var,58 og með því að iðrast sífellt.59 Er við gerum þetta, þá hljótum við „náð á náð ofan“ þar til við meðtökum af fyllingu föðurins60 og öðlumst „persónueinkenni hans, fullkomnun og eiginleika.“61

Ef við horfum á bilið sem er á milli þess sem við erum sem dauðlegar verur og þess sem himneskur faðir er orðinn, þá er það ekki undrunarefni að sumum finnist það ómöguleg tilhugsun að ná að verða eins og faðirinn. Hins vegar þá eru ritningarnar skírar. Ef við höldum fast í trú okkar á Krist, iðrumst og leitumst eftir náð Guðs í gegnum hlýðni, þá kemur sá tími að við verðum eins og faðirinn. Það veitir mér mikla huggun að þeir sem vinna að því að vera hlýðnir munu hljóta „náð á náð ofan“ og endanlega „meðtaka af fyllingu hans.“62 Með öðrum orðum, við munum ekki ná að verða eins og faðirinn upp á okkar eindæmi. 63 Það mun frekar koma í gegnum gjöf náðar, sumt stórt en flest smátt, sem byggir á hvort öðru þar til við náum fyllingu. Bræður og systur, það mun gerast!

Ég býð ykkur að treysta því að himneskur faðir veit hvernig hann á að upphefja ykkur; leitið stuðnings hans og aðstoðar daglega og haldið áfram í trú á Krist, jafnvel þegar þið skynjið ekki elsku Guðs.

Það er margt sem við skiljum ekki varðandi það að verða eins og faðirinn.64 Ég ber ykkur hins vegar vitni með fullvissu um að það að vinna að því að verða eins og faðirinn er hverrar fórnar virði.65 Sama hvað þær eru stórar þá eru fórnirnar sem við færum hér á jörðu, einfaldlega ósambærilegar við þá ómælanlegu gleði, hamingju og kærleika sem við skynjum í nærveru Guðs.66 Ef þið eigið erfitt með að trúa því að það sé fórnarinnar virði, þeirrar sem þið eruð beðin að færa, þá kallar frelsarinn til ykkar og segir: „Þér hafið enn ekki skilið hversu miklar þær blessanir eru, sem faðirinn … hefur fyrirbúið yður. … þér fáið ei borið alla hluti nú, en verið samt vonglaðir, því að ég mun leiða yður.“67

Ég ber ykkur vitni um að himneskur faðir ykkar elskar ykkur og vill að þið búið með honum aftur. Í nafni Jesú Krists, amen.