2010–2019
Að verða hirðir
Október 2018


Að verða hirðir

Ég vona að þær sem þið þjónið munu sjá ykkur sem vin og gera sér grein fyrir því að þær eiga talsmann í ykkur og trúnaðarvin.

Fyrir ári síðan fékk Barnafélagsbarn, sem ég hitti í Chile, mig til að brosa. „Sæl,“ sagði hann, „Ég heiti David. Myndir þú vilja minnast á mig á aðalráðstefnunni?“

Ég hef íhugað óvænta kveðju Davids í hljóðum hugleiðingum. Við viljum öll fá viðurkenningu. Við viljum skipta máli, vera munað eftir og elskuð.

Systur og bræður, þið skiptið öll máli. Jafnvel þó ekki sé minnst á ykkur á aðalráðstefnu, þá þekkir frelsarinn ykkur og elskar. Ef þið veltið því fyrir ykkur hvort þetta sé satt, þá þurfið þið einungis að íhuga það að hann „[hefur] rist [ykkur] á lófa [sína],“1

Vitandi að frelsarinn elskar okkur, þá gætum við næst hugleitt hvernig við getum best sýnt kærleika okkar til hans.

Frelsarinn spurði Pétur: „Elskar þú mig?“

Pétur svaraði: „Já, Drottinn, þú veist, að ég elska þig. Jesús segir við hann: Gæt þú lamba minna.“

Pétur var spurður þessarar spurningar í annað og þriðja sinn: „Elskar þú mig?“ Það syrgði hann, en hann staðfesti elsku sína: „Drottinn, þú veist allt. Þú veist, að ég elska þig. Jesús segir við hann: Gæt þú sauða minna.“2

Hafði Pétur ekki þegar sannað sig sem kærleiksríkur fylgjandi Krists? Frá fyrsta fundi þeirra við sjávarsíðuna hafði hann „þegar í stað [yfirgefið] netin og [fylgt] frelsaranum3 Pétur varð sannur mannaveiðari. Hann fylgdi frelsaranum í persónulegri þjónustu hans og hjálpað við að kenna öðrum fagnaðarerindi Jesú Krists.

Nú vissi hinn upprisni Drottinn að hann myndi ekki lengur vera við hlið Péturs, til að sýna honum hvernig og hvenær hann ætti að þjóna. Í fjarveru frelsarans myndi Pétur þurfa að leita leiðsagnar frá andanum, meðtaka sínar eigin opinberanir og hafa síðan trúna og hugrekkið til að framkvæma. Með athyglina á sauðum sínum, þá þráði frelsarinn að Pétur myndi gera það sem hann sjálfur myndi gera ef hann væri á staðnum. Hann bað Pétur um að verða hirðir.

Síðasta apríl lagði Russel M. Nelson forseti fram svipað boð til okkar um að vera hirðar sauða föðurins á heilagari hátt og gera svo í gegnum hirðisþjónustu.4

Til þess að meðtaka það boð á áhrifaríkan hátt, verðum við að þróa hjarta hirðisins og skilja þarfir sauða Drottins. Hvernig verðum við þeir hirðar sem Drottinn þarf á að halda að við séum?

Eins og með allar spurningar, þá getum við horft til frelsarans, Jesú Krists – hins góða hirðis. Sauðir frelsarans voru þekktir og taldir, það var vakað yfir þeim, þeim var safnað saman inn í hjörð Guðs.

Þekktir og taldir

Er við vinnum að því að fylgja fordæmi frelsarans, þá verðum við fyrst að þekkja og telja sauði hans. Okkur hefur verið úthlutaðir vissir einstaklingar og fjölskyldur til að annast, svo við erum sannfærð um að hjörð Drottins sé í góðum höndum og enginn gleymist. Að telja hefur hins vegar ekki svo mikið með tölur að gera, það hefur meira að gera með að hver persóna skynji kærleika frelsarans í gegnum einhvern sem þjónar í hans nafni. Þannig geta allir tekið það gilt að kærleiksríkur faðir á himnum þekkir þá.

Ljósmynd
Frelsarinn með lamb

Ég hitti nýlega unga konu sem hafði verið úthlutað því verkefni að þjóna systur sem var nærri því fimm sinnum eldri en hún. Í sameiningu hafa þær uppgötvað sameiginlega ást á tónlist. Þegar þessi unga kona kemur í heimsókn, þá syngja þær saman og deila uppáhalds verkum sínum. Þær eru að mynda vináttu sem blessar líf þeirra beggja.

Ég vona að þær sem þið þjónið munu sjá ykkur sem vin og gera sér grein fyrir því að þær eiga talsmann í ykkur og trúnaðarvin, einhvern sem þekkir aðstæður þeirra og styður þær í vonum þeirra og draumum.

Nýlega fékk ég það verkefni að þjóna systur sem hvorki ég né félagi minn þekktum vel. Er ég ræddi við Jess, sem er 16 ára þjónustufélagi minn, þá benti hún skynsamlega á: „Við þurfum að kynnast henni.“

Ljósmynd
Systir Cordon og þjónustufélagi hennar

Við ákváðum þá að sjálfsmynd og kynningartexti væri fyrst á dagskrá. Ég hélt á símanum og Jess ýtti á takkann til að taka myndina. Fyrsta hirðisþjónustutækifæri okkar var sameiginlegt átak beggja.

Í fyrstu heimsókn okkar, þá spurðum við systur okkar hvort það væri eitthvað sem hún vildi að við myndum eftir í bænum okkar fyrir hana. Hún deildi með okkur sárri persónulegri áskorun sem hún ætti í og að henni myndi þykja þætti vænt um bænir okkar. Einlægni hennar og trúnaður batt strax saman kærleiksbönd. Þvílíkt yndisleg forréttindi það eru að muna eftir henni í daglegum bænum mínum.

Er þið segið bænir ykkar, þá munið þið finna elsku Jesú Krists til þeirra sem þið þjónið. Deilið þeim kærleika með þeim. Hvaða betri leið er til við að annast sauði hans, en að hjálpa þeim að finna elsku hans – í gegnum ykkur?

Vakað yfir

Önnur leið til að þroska með sér hjarta hirðisins er að vaka yfir sauðum hans. Sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, þá getum við flutt hluti, lagað, gert við og endurbyggt svo til hvað sem er. Við erum fljót að mæta með aðstoð eða kökudisk. Er það hins vegar eitthvað fleira?

Vita sauðir okkar að við vökum yfir þeim með kærleika og að við munum koma til aðstoðar?

Í Matteus 25 lesum við:

„Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið … :

Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig. …

Þá munu þeir réttlátu segja: Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?

Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig,”5

Bræður og systur, lykilorðið er að sjá. Hinir réttlátu sáu þá sem voru í þörf vegna þess að þeir fylgdust með og tóku eftir. Við getum líka verið vakandi fyrir því að hjálpa, hugga, fagna og jafnvel dreyma. Er við störfum megum við treysta loforðinu í Matteus: „Allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér:“6

Ljósmynd
Frelsarinn að annast sauð

Vinur einn – köllum hann John – deildi því sem getur gerst þegar við tökum eftir illa sjáanlegri þörf annars: „Systir í deild minni reyndi sjálfsmorð. Tveimur mánuðum seinna komst ég að því að enginn í öldungasveitinni minni hafði talað við eiginmann hennar um þessa hrikalegu reynslu. Því miður hafði ég ekki gert neitt heldur. Að lokum bauð ég eiginmanninum til hádegisverðar. Hann var feiminn maður, oft tilbaka. Samt þegar ég sagði við hann: ,Kona þín reyndi að fremja sjálfsmorð. Það hlýtur að vera yfirþyrmandi fyrir þig. Viltu tala um það?‘ Þá grét hann opinskátt. Við áttum innilegt og einlægt samtal og náðum að tengjast mjög náið og treysta böndin á innan við nokkrum mínútum.

John bætti því við: „Ég held að við eigum það til að koma frekar með skúffuköku frekar en að ganga inn í augnablikið með hreinskilni og elsku.“7

Sauðirnir okkar kunna að vera í sárum, týndir eða jafnvel vísvitandi utan vegar. Sem hirðar þeirra, þá getum við verið meðal þeirra fyrstu til að sjá þörf þeirra. Við getum hlustað og sýnt kærleika án þess að dæma og boðið von og aðstoðað með greinandi leiðsögn heilags anda.

Systur og bræður, heimurinn er vonglaðari og ánægðari vegna hinna innblásnu kærleiksverka sem þið framkvæmið. Er þið leitið leiðsagnar Drottins í því hvernig þið getið tjáð elsku hans og séð þarfir þeirra sem þið þjónið, þá munu augu ykkar opnast. Helg þjónustuverk ykkar veita ykkur guðlegan rétt á innblæstri. Þið getið leitað þess innblásturs af öryggi.

Safnað saman í hjörð Guðs

Í þriðja lagi, þá viljum við að sauðum okkar sé safnað saman í hjörð Guðs. Til að gera svo, verðum við að hugleiða hvar þau eru stödd á sáttmálsleiðinni og vera fús að ganga með þeim í trúarlegu ferðalagi þeirra. Það eru helg forréttindi okkar að kynnast þeirra innri manni og benda frelsaranum á þau.

Ljósmynd
Sauðir að elta hinn góða hirði

Systir Josivini á Fijieyjunum átti erfitt með að sjá fram fyrir sig á sáttmálsveginum – bókstaflega. Vinur hennar sá að Josivini átti efitt með að sjá nægilega vel á ritningarnar til að lesa. Hún sá Josivini fyrir nýjum lestrargleraugum og skærgulum trélit til að strika yfir allar þá staði sem minnst var á Jesú Krist í Mormónsbók. Það sem hófst sem einföld þrá til að þjóna og aðstoða við ritningalestur, hefur orðið til þess að Josivini fór í musterið í fyrsta skiptið, 28 árum eftir að hún skírðist.

Ljósmynd
Systir Josivini
Ljósmynd
Systir Josivini við musterið

Hvort sem sauðir okkar eru sterkir eða veikir, að gleðjast eða í angist, getum við séð til þess að engir gangi veginn einir. Við getum elskað þá hvar sem þeir eru staddir andlega og veitt þeim stuðning og hvatningu fyrir næstu skref. Er við biðjum og leitumst við að skilja hvað er i hjörtum þeirra, þá ber ég vitni um að himneskur faðir mun leiða okkur og andi hans mun vera með okkur. Við höfum tækifæri til að vera „englar … umhverfis [þau]“ er hann gengur fyrir þeim.8

Ljósmynd
Hinn góði hirðir með sauði sína

Drottinn býður okkur að gæta sauða hans, sinna hjörð hans eins og hann myndi gera það. Hann býður okkur að vera hirðar hans gagnvart öllum þjóðum og löndum. (Og já, öldungur Uchtdorf, við elskum og þörfnumst þýskra fjárhirða.) Hann þráir einnig að unga fólkið hans taki þátt í verkinu.

Unga fólkið okkar geta verið sumir af sterkustu hirðunum. Það er, eins og Russel M. Nelson forseti hefur sagt: „Meðal þeirra bestu sem Drottinn hefur nokkru sinni sent til þessa heims.“ Þau eru „göfugir andar,“ „bestu leikmenn okkar“ sem fylgja frelsaranum.9 Getið þið ímyndað ykkur þann kraft sem slíkir hirðar munu færa er þeir annast sauði hans. Við munum sjá undur er við störfum með þessu unga fólki, hlið við hlið.

Ungu kvenmenn og ungu karlmenn, við þörfnumst ykkar. Ef þið hafið ekki þegar fengið hirðisþjónustuverkefni, talið þá við Líknarfélagsforseta ykkar eða öldungarsveitarforseta. Þau munu fagna því hve fús þið eruð að sjá til þess að sauðir hans séu þekktir og taldir, að vakað sé yfir þeim og þeim safnað saman inn í hjörð Guðs.

Þegar sá dagur kemur að við munum krjúpa við fætur ástkærs frelsara okkar, hafandi annast hjörð hans, þá bið ég þess að við getum svarað eins og Pétur gerði: „Já Drottinn, þú veist að ég elska þig.“10 Þessir sauðir þínir, eru elskaðir, þeir eru öruggir og þeir eru heimavið. Í nafni Jesú Krists, amen.