2010–2019
Það sem allir Aronsprestdæmishafar þurfa að skilja
Apríl 2018


Það sem allir Aronsprestdæmishafar þurfa að skilja

Vígsla ykkar til Aronsprestdæmisins er grunnur þess að hjálpa börnum Guðs að taka á móti krafti friðþægingar Krists.

Bræður, það eru mér forréttindi að vera meðal ykkar á þessari sögulegu ráðstefnu. Þegar ég var nýkallaður trúboðsforseti, hlakkaði ég til þess að taka á móti fyrsta hópi nýrra trúboða. Nokkrir reyndari trúboða okkar voru að búa sig undir stuttan fund með þeim. Ég veitti athygli að þeir höfðu raðað barnastólum í hálfhring.

„Hvað er málið með þessa litlu stóla?“ spurði ég.

Trúboðarnir sögðu hálf vandræðalega: „Þeir eru fyrir nýju trúboðana.“

Ég trúi því að viðhorf okkar til fólks hafi mikil áhrif á viðhorf þess til sjálfs sín og hvað úr því getur orðið.1 Nýju trúboðarnir sátu í stólum fyrir fullorðna þann daginn.

Stundum óttast ég að við látum pilta Aronsprestdæmisins sitja í barnastólum, í óeiginlegri merkingu, í stað þess að hjálpa þeim að skilja að Guð hefur treyst þeim fyrir mikilvægu og helgu verki.

Thomas S. Monson forseti sagði að piltar þyrftu að skilja „hvað í því felst … að vera handhafar prestdæmis Guðs. Þá þyrfti að vekja til andlegrar vitundar um heilagleika hinnar vígðu köllunar þeirra.“2

Í dag bið ég þess að heilagur andi veiti sérhverjum okkar meiri skilning á krafti og helgi Aronsprestdæmisins og blási okkur í brjóst að huga betur að prestdæmisábyrgð okkar. Boðskapur minn er ætlaður Aronsprestdæmishöfum, þar með talið þeim sem hafa Melkísedeksprestdæmið.

Öldungur Dale G. Renlund sagði að tilgangur prestdæmisins væri að veita börnum Guðs aðgang að krafti friðþægingar Jesú Krists.3 Við þurfum að iðka trú til að taka á móti krafti friðþægingar Krists, iðrast synda okkar, gera og halda sáttmála með helgiathöfnum og meðtaka heilagan anda.4 Þetta er ekki ferli sem við meðtökum í eitt skipti fyrir öll, heldur eru þetta þættir sem tengjast innbyrðis, efla hver annan og byggja á hver öðrum, í því stöðuga framþróunarferli að „koma til Krists og fullkomnast í honum.“5

Hvert er þá hlutverk Aronsprestdæmisins í þessu? Hvernig veitir það okkur aðgang að krafti friðþægingar Krists? Ég trúi því að svarið felist í þeim lyklum sem tengjast Aronsprestdæminu – lyklunum að þjónustu engla og forverki fagnaðarerindisins.6

Þjónusta engla

Við skulum byrja á einum þætti sem tengist þjónustu engla. Áður en börn Guðs geta trúað á Jesú Krist, þurfa þau að þekkja hann og læra um fagnaðarerindi hans. Líkt og Páll postuli sagði:

„Hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekki heyrt um? Og hvernig eiga þeir að heyra, án þess að einhver prédiki?

Og hver getur prédikað, nema hann sé sendur? …

Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.“7

Allt frá upphafði tímans, hefur Guð „[sent] engla til að þjóna mannanna börnum og kunngjöra þeim … komu Krists.“8 Englar eru himneskar verur sem sendir eru með boðskap frá Guði.9 Á bæði hebresku og grísku merkir hugtakið engill „sendiboði.“10

Á líkan hátt og englar eru réttmætir sendiboðar frá Guði til að lýsa yfir orði hans og vekja fólk til trúar, þá er okkur, sem hafa verið vígðir Aronsprestdæminu, ætlað að „kenna og bjóða öllum að koma til Krists.“11 Að kenna fagnaðarerindið, er prestdæmisábyrgð. Krafturinn sem tengdur er þessari ábyrgð, er ekki einungis ætlaður spámönnum eða jafnvel trúboðum. Hann er ætlaður ykkur!12

Hvernig hljótum við þá þennan kraft? Hvernig getur 12 ára gamall djákni – eða hver okkar sem er – vakið trú á Krist í hjörtum barna Guðs? Við byrjum á því að læra og tileinka okkur orð hans, svo kraftur þess vakni í okkur.“13 Hann hefur lofað, að ef við gerum það, munum við hafa „kraft Guðs til að sannfæra mennina.“14 Það gæti gerst þegar við kennum á sveitarfundi eða vitjum heimilis meðlims. Það gæti gerst á óformlegan hátt, eins og í samtali við vin eða fjölskyldumeðlim. Í hverju þessara tilvika getum við kennt fagnaðarerindið, ef við erum undirbúnir, á sama hátt og englar gera, með krafti heilags anda.15

Ljósmynd
Jacob og bróðir Holmes

Ég heyrði núverið um Aronsprestdæmishafa í Papua, New Guineu, að nafni Jacob, bera vitni um kraft Mormónsbókar og hvernig hún hefur hjálpað honum að standast hið illa og fylgja andanum. Orð hans styrktu trú mína og trú annarra. Trú mín hefur líka styrkst af því að hlusta á Aronsprestdæmishafa kenna og vitna á sveitarfundum sínum.

Piltar, þið eruð líka réttmætir sendiboðar. Þið getið vakið trú á Krist í hjörtum barna Guðs, með orðum ykkar og verkum.16 Líkt og Russell M. Nelson forseti sagði: „Þið verðið þeim sem þjónustuenglar.“17

Forverk fagnaðarerindisins

Aukin trú á Krist, vekur ætíð þrá til breytingar eða iðrunar.18 Rökrétt er því að lyklinn að englaþjónustu og lykillinn að forverki fagnaðarerindisins fari saman, „fagnaðarerindi … iðrunar og skírnar og fyrirgefningar syndanna.“19

Ef þið kynnið ykkur vel skyldur Aronsprestdæmisins, munið þið sjá skýra ábyrgð um að bjóða öðrum að iðrast og bæta sig.20 Í þessu felst ekki að við stöndum á götuhornum og hrópum: „Iðrist!“ Oftar merkir það að við iðrumst, fyrirgefum og vekjum öðrum von og frið í þjónustu okkar við aðra sem leiðir til iðrunar – því við höfum upplifað það sjálfir.

Ég hef verið með Aronsprestdæmishöfum er þeir hafa heimsótt aðra í sveit sinni. Ég hef séð þá bera ljúfa umhyggju fyrir bræðrum sínum og hjálpa þeim að finna elsku Guðs. Ég heyrði pilt einn bera jafnöldrum sínum vitni um mátt iðrunar. Þegar hann gerði það, voru hjörtu milduð, heit strengd og græðandi máttur Krists upplifaður.

Gordon B. Hinckley forseti kenndi: „Eitt er að iðrast. Annað er að hljóta aflausn eða fyrirgefningu synda okkar. Krafturinn til að gera slíkt að veruleika er bundinn Aronsprestdæminu.“21 Helgiathafnir Aronsprestdæmisins, skírnin og sakramentð, staðfesta og fullkomna iðrun okkar til fyrirgefningar synda.22 Dallin H. Oaks forseti útskýrði þetta svona: „Okkur er boðið að iðrast synda okkar og koma fram fyrir Drottin með sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda og meðtaka sakramentið. … Þegar við endurnýjum skírnarsáttmála okkar á þann hátt, endurnýjar Drottinn hreinsandi áhrif skírnar okkar.“23

Bræður, það eru helg forréttindi að framkvæma helgiathafnir sem færa hinu iðrandi hjarta fyrirgefningu synda með friðþægingu frelsarans.24

Mér var nýverið sagt frá presti sem átti í erfiðleikum með að tjá sig, er hann var að blessa sakramentið í fyrsta sinn. Þegar að því kom var andanum úthellt yfir hann og söfnuðinn. Síðar á þessari samkomu bar hann einfaldan en skýran vitnisburð um þann kraft Guðs sem hann upplifði við helgiathöfnina.

Ljósmynd
Prestasveit með Mbuelongo-fjölskyldunni

Í Sydney, Ástralíu, skírðu fjórir meðlimir prestasveitar meðlimi Mbuelongo-fjölskyldunnar. Móðir eins þessara presta sagði mér hvernig þessi reynsla hefði haft djúp áhrif á son hennar. Þessir prestar tóku að skilja raunverulega merkingu þess að hafa „umboð frá Jesú Kristi.“25

Líkt og þið vitið, þá geta prestar nú starfað við staðgengilsskírnir í musterinu. Minn 17 ára gamli sonur skírði mig nýverið í þágu nokkurra ættmenna okkar. Við fundum báðir til mikils þakklætis fyrir Aronsprestdæmið og þau forréttindi að fá að starfa að sáluhjálp barna Guðs.

Piltar, þegar þið framfylgið prestdæmisskyldum ykkar af kostgæfni, eruð þið samverkamenn Guðs við að „að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika.“26 Upplifanir eins og þessar auka þrá ykkar og búa ykkur undir að kenna iðrun og skíra fólk, sem trúboðar. Þær búa ykkur líka undir ævilanga þjónustu í Melkísedeksprestdæminu.

Jóhannes skírari sem fyrirmynd okkar

Aronsprestdæmishafar, við njótum þeirra forréttinda og ábyrgðar að vera samþjónar Jóhannesar skírara. Jóhannes var sendur sem réttmætur sendiboði til að bera vitni um Krist og bjóða öllum að iðrast og skírast – sem merkir að hann notaði þá lykla Aronsprestdæmisins sem áður var rætt um. Jóhannes lýsti síðan yfir: „Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri. … Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi.“27

Aronsprestdæmið, með lyklum að englaþjónustu og forverki fagnaðarerindisins, greiðir leið fyrir börn Guðs, til að hljóta, fyrir Melkísedeksprestdæmið, gjöf heilags anda, æðstu gjöfina sem við fáum hlotið í þessu lífi.28

Hvílík afgerandi ábyrgð sem Guð hefur veitt Aronsprestdæmishöfum!

Boð og loforð

Foreldrar og prestdæmisleiðtogar, getið þið séð mikilvægi leiðsagnar Monsons forseta, um að hjálpa piltum að skilja „hvað í því felst … að vera handhafar prestdæmis Guðs“?29 Að skilja og efla Aronsprestdæmið, mun búa þá undir að verða trúfastir Melkísedeksprestdæmishafar, öflugir trúboðar og réttlátir eiginmenn og feður. Með þjónustu sinni munu þeir skilja raunveruleika prestdæmiskraftsins, kraftinn til að starfa í nafni Krists, börnum Guðs til sáluhjálpar.

Piltar, Guð hefur verk fyrir ykkur að vinna.30 Vígsla ykkar til Aronsprestdæmisins er grunnur þess að hjálpa börnum Guðs að taka á móti friðþægingarkrafti Krists. Ég heiti ykkur því, að ef þið látið þessa ábyrgð vera þungamiðju lífs ykkar, munið þið finna kraft Guðs, aldrei sem fyrr. Þið munið skilja að þið eruð synir Guðs, kallaðir helgri köllun til að vinna verk hans. Líkt og Jóhannes skírari, munið þið aðstoða við að greiða veg komu sonar hans. Um þennan sannleika ber ég vitni, í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Þetta er það sem gerðist fyrir Móse. Eftir hin merkilegu samskipti hans við Guð, tók hann að sjá sig sjálfan öðruvísi – sem son Guðs. Sú sýn auðveldaði honum að standast Satan, sem kallaði hann „mannsson“ (sjá HDP Móse 1:1–20). Sjá einnig Thomas S. Monson, “See Others as They May Become,” Liahona, nóv. 2012, 68–71; Dale G. Renlund, “Through God’s Eyes,” Liahona, nóv. 2015, 93–94.

  2. Thomas S. Monson, leiðtogafundur aðalráðstefnu, mars 2011.

  3. Sjá Dale G. Renlund, “The Priesthood and the Savior’s Atoning Power,” Liahona, nóv. 2017, 64–67.

  4. Sjá 2 Ne 31–32; 3 Ne 11:30–41; 27:13–21; Eter 4:18–19; HDP Móse 6:52–68; 8:24.

  5. Moró 10:32; sjá einnig Preach My Gospel: A Guide to Missionary Service (2004), 6.

  6. Sjá Kenning og sáttmálar 13:1; 84:26–27; 107:20.

  7. Róm 10:14–15, 17. Joseph Smith kenndi þennan sama sannleika: „Trú vaknar af því að hlýða á orð Guðs, fyrir vitnisburð þjóna Guðs; sá vitnisburður er ætíð veittur af anda spádóms og opinberunar“ (Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith [2007], 385).

  8. Moró 7:22; sjá einnig Alma 12:28–30; 13:21–24; 32:22–23; 39:17–19; Helaman 5:11; Moró 7:21–25, 29–32; Kenning og sáttmálar 20:35; 29:41–42; HDP Móse 5:58; Matt 28:19; Róm 10:13–17.

  9. Sjá George Q. Cannon, Gospel Truth, í samant. Jerrelds L. Newquist (1987), 54.

  10. Sjá James Strong, The New Strong’s Exhaustive Concordance of the Bible (1984), hebresk og kaldísk orðabók, kafli, 66, grísk orðabók, kafli 7.

  11. Kenning og sáttmálar 20:59.

  12. Sjá Henry B. Eyring, “That He May Become Strong Also,” Liahona, nóv. 2016, 75–78; Alma 17:3; Helaman 5:18; 6:4–5; Kenning og sáttmálar 28:3.

  13. Sjá 1 Jóh 2:14; Alma 17:2; 26:13; 32:42. Fulfilling My Duty to God: For Aaronic Priesthood Holders er gagnlegt rit til vinna að því að áorka þessu.

  14. Kenning og sáttmálar 11:21; sjá einnig Kenning og sáttmálar 84:85.

  15. Sjá 2 Ne 32:3; Kenning og sáttmálar 42:14; 50:17–22.

  16. Sjá Moró 7:25.

  17. Russell M. Nelson, “Honoring the Priesthood,” Ensign, maí 1993, 40; sjá einnig Alma 27:4.

  18. Sjá Alma 34:17; Helaman 14:13.

  19. Kenning og sáttmálar 84:27.

  20. Sjá Kenning og sáttmálar 20:46, 51–59, 73–79. Fulfilling My Duty to God: For Aaronic Priesthood Holders er gagnlegt rit til hjálpar við að skilja ábyrgð okkar.

  21. Gordon B. Hinckley, “The Aaronic Priesthood—a Gift from God,” Ensign, maí 1988, 46.

  22. Öldungur D. Todd Christofferson sagði: „Skírn með vatni er lokaskrefið í ferli iðrunar. Höfnun syndar, ásamt sáttmála um hlýðni, fullkomnar iðrun okkar; vissulega er iðrun ekki lokið án þess sáttmála“ (“Building Faith in Christ,” Liahona, sept. 2012, 14–15). Sjá einnig D. Todd Christofferson, “The Divine Gift of Repentance,” Liahona, nóv. 2011, 38–41; Joseph Smith Translation, Matt 26:24 (í Bible appendix).

    „Helgiathöfn sakramentis veitir okkur „tækifæri til að endurnýja helga sáttmála í hverri viku, sem gera okkur kleift að njóta friðþægingarnáðar frelsarans, á sama hreinsandi hátt og felst í skírn og staðfestingu“ (“Understanding Our Covenants with God,” Liahona, júlí 2012, 21). Sjá einnig Dallin H. Oaks, “Always Have His Spirit,” Ensign, nóv. 1996, 59–61.

  23. Dallin H. Oaks, “The Aaronic Priesthood and the Sacrament,” Liahona, jan. 1999, 44.

  24. Öldungur David A. Bednar sagði: „Helgiathafnir sáluhjálpar og upphafningar sem iðkaðar eru í hinni endurreistu kirkju Drottins eru miklu meira en helgisiðir og táknrænar athafnir. Þær eru öllu heldur réttmætar leiðir sem blessanir og kraftur himins fara eftir inn í líf okkar“ (“Always Retain a Remission of Your Sins,” Liahona, maí 2016, 60).

  25. Kenning og sáttmálar 20:73.

  26. HDP Móse 1:39.

  27. Matt 3:11.

  28. Margir kirkjuleiðtogar hafa sagt heilagan anda vera æðstu gjöf jarðlífsins.

    Dallin H. Oaks forseti sagði: „Að njóta stöðugs samfélags heilags anda, er dýrmætasta gjöfin sem við fáum notið í jarðlífinu“ (“The Aaronic Priesthood and the Sacrament,” Liahona, jan. 1999, 44).

    Öldungur Bruce R. McConkie kenndi: „Séð út frá eilífðinni, þá er eilíft líf æðsta gjöf allra gjafa Guðs. Ef við einskorðum okkur einungis við þetta líf, þá er gjöf heilags anda æðsta gjöfin sem jarðlífið fær boðið upp á“ (“What Is Meant by ‘The Holy Spirit’?” Instructor, feb. 1965, 57).

    Wilford Woodruff forseti vitnaði: „Ef þið hafið heilagan anda með ykkur – sem allir ættu að hafa – þá er um að ræða enga stærri gjöf, enga stærri blessun, engan stærri vitnisburð sem veitist nokkrum manni á jörðu. Þið gætuð notið þjónustu engla; þið gætuð séð mörg kraftaverk; þið gætuð séð margt undursamlegt á jörðu; en ég fullyrði að gjöf heilags anda er æðsta gjöfin sem hægt er að veita mönnum“ (Teachings of Presidents of the Church: Wilford Woodruff [2004], 49).

    Öldungur David A. Bednar bætti við: „Boðorðin frá Guði sem við höldum og innblásin leiðsögn frá kirkjuleiðtogum sem við fylgjum, er til að hjálpa okkur að öðlast samfélag andans. Í grunninn þá miða allar trúarkenningar og breytni að því að leiða okkur til Krists, með því að meðtaka heilagan anda í lífi okkar“ (“Receive the Holy Ghost,” Liahona, nóv. 2010, 97).

  29. Thomas S. Monson, leiðtogafundur aðalráðstefnu, mars 2011.

  30. Sjá HDP Móse 1:6.