2010–2019
Þjónusta
Apríl 2018


Þjónusta

Við munum koma í framkvæmd nýrri og helgari leið til að hlúa að og þjóna öðrum.

Þakka ykkur, öldungur Gong og öldungur Soares, fyrir ykkar hjartnæmu trúarjátningu. Við erum afar þakklát fyrir ykkur og ykkar kæru lífsförunauta.

Kæru bræður og systur, við leitum stöðugt leiðsagnar Drottins um hvernig við getum hjálpað meðlimum okkar að halda boðorð Guðs, einkum æðstu boðorðin tvö, um að elska Guð og náunga okkar.1

Í marga mánuði höfum við leitað betri leiðar til að sjá fólki okkar fyrir þjónustu til að uppfylla andlegar og stundlegar þarfir þess að hætti Drottins.

Við höfum ákveðið að afleggja heimilis- og heimsóknarkennslu, eins og við höfum þekkt þetta tvennt. Þess í stað munum við koma í framkvæmd nýrri og helgari leið til að hlúa að og þjóna öðrum. Við munum einfaldlega vísa til þess verkefnis sem „þjónustu.“

Árangursrík þjónusta er möguleg vegna meðfæddra gjafa systranna og óviðjafnanlegs kraftar prestdæmisins. Við þörfnumst öll slíkrar verndar frá slóttugum brögðum óvinarins.

Öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, og systir Jean B. Bingham, aðalforseti Líknarfélagsins, munu útskýra hvernig tilnefndir bræður prestdæmisins og tilnefndar systur Líknarfélagsins og Stúlknafélagsins, munu haga því starfi að þjóna og vaka yfir meðlimum kirkjunnar um heim allan.

Æðsta forsætisráðið og hinir Tólf eru einhuga í framsetningu boðskapar síns. Í þakklæti og bænarhug hefjum við þetta nýja skeið í sögu kirkjunnar. Í nafni Jesú Krists, amen.