2010–2019
Inngangsorð
Apríl 2018


Inngangsorð

Við tilkynnum þýðingarmiklar breytingar á sveitum Melkísedeksprestdæmisins, til að framfylgja enn betur verki Drottins.

Þakka þér fyrir, bróðir Holmes, fyrir þinn mikilvæga boðskap.

Kæru bræður, við söknum sárlega Thomas S. Monson forseta og öldungs Robert D. Hales. Við sækjum þó „öll áfram í verki Drottins.“1

Ég er afar þakklátur fyrir hvern þann sem hefur hið heilaga prestdæmi. Þið eruð von frelsara okkar, sem þráir að „hver maður [mæli] í nafni Guðs Drottins, já, frelsara heimsins.“2 Hann vill að allir sínir vígðu synir séu fulltrúar hans, tali máli hans, starfi fyrir hann og blessi líf barna Guðs hvarvetna í heimi, í þeim tilgangi „að trú megi einnig eflast á [allri] jörðu.“3

Sumir ykkar þjónið þar sem kirkjan hefur verið um kynslóðir. Aðrir þjóna þar sem kirkjan er tiltölulega ný. Sumir eru í fjölmennum deildum. Aðrir eru í fámennum greinum og fjarlægðir eru miklar. Hverjar sem hinar einstöku aðstæður eru, þá er hver ykkar meðlimur í prestdæmissveit, sem hefur guðlegt boð um að læra og kenna; að elska og þjóna öðrum.

Í kvöld tilkynnum við um þýðingarmiklar breytingar á sveitum Melkísedeksprestdæmisins, til að framfylgja enn betur verki Drottins. Í hverri deild verða háprestar og öldungar nú saman í einni öldungasveit. Þetta fyrirkomulag mun stórum bæta möguleika og getu manna sem hafa prestdæmið til að þjóna öðrum. Væntanlegir öldungar eru velkomnir í þessa sveit og teknir opnum örmum. Í hverri stiku mun stikuforsætisráð áfram vera í forsæti háprestasveitar stiku. Samsetning þeirrar sveitar mun byggð á núverandi prestdæmisköllunum, eins og brátt verður útskýrt.

Öldungur D. Todd Christofferson og Ronald A. Rasband, í Tólfpostulasveitinni, munu nú fræða okkur betur um þessar mikilvægu breytingar.

Þessar breytingar hafa verið til meðferðar í marga mánuði. Við höfum fundið knýjandi þörf fyrir að bæta aðferðir okkar til að annast meðlimi og tilkynna samband okkar við þá. Við þurfum að efla prestdæmissveitir okkar til að geta bæta þar úr og leggja aukna áherslu á þá kærleiksþjónustu og stuðning sem Drottinn óskar að veita sínum heilögu.

Þessar breytingar eru innblásnar af Drottni. Þegar við innleiðum þær, munum við jafnvel verða enn dugmeiri en áður hefur verið.

Við erum þátttakendur í verki almáttugs Guðs. Jesús er Kristur! Við erum hans auðmjúkir þjónar! Ég bið þess að Guð blessi ykkur, bræður, er við lærum og framkvæmum skyldur okkar, í nafni Jesú Krists, amen.