2010–2019
Kenning Krists
Október 2016


Kenning Krists

Kenning Krists leyfir okkur að tengjast við þann andlega kraft sem mun lyfta okkur frá núverandi andlegu ástandi okkar upp í það ástand sem leyfir okkur að verða fullkomin.

Heimsókn Jesús til Nefítanna eftir upprisu hans var vandlega skipulögð til að kenna okkur mikilvægustu hlutina. Það hófst með því að faðirinn vitnaði fyrir fólkinu um að Jesús væri „[hans elskaði sonur], sem [hann hafði] velþóknun á.“1Því næst steig Jesús sjálfur niður og bar vitni um friðþægingarfórn sína2 og bauð fólkinu að vita „með öruggri vissu“ að hann væri Kristur með því að ganga fram og finna förin í síðu hans og naglaförin í höndum hans og fótum.3 Þessir vitnisburðir staðfestu á efa að friðþægingarfórn Jesús væri fullkomnuð og að faðirinn hefði uppfyllt sáttmála sinn um að sjá okkur fyrir frelsara. Jesús kenndi Nefítunum því næst hvernig þeir ættu að öðlast allar blessanir hamingjuáætlunar föðurins, sem eru í boði fyrir okkur vegna sáluhjálparáætlunar frelsarans, með því að kenna þeim kenningu Krists.4

Boðskapur minn í dag einblínir á kenningu Jesú Krists. Ritningarnar skilgreina kenningu Krists sem það að iðka trú á Krist og friðþægingarfórn hans, iðrast, skírast, meðtaka gjöf heilags anda og að standast allt til enda.5

Kenning Krists gerir okkur kleift að meðtaka blessanir friðþægingarfórnar Krists.

Friðþæging Krists skapar aðstæður þar sem við getum treyst á „verðleika, miskunn og náð heilags Messíasar“6„[fullkomnast] í [Kristi],“7hljóta allt hið góða,8 og öðlast eilift líf.9

Kenning Krists er hins vegar aðferðin – eina aðferðin – sem hjálpar okkur að mögulega hljóta allar þær blessanir sem eru til reiðu fyrir okkur í gegnum friðþægingu Jesú Krists. Það er kenning Krists sem leyfir okkur að tengjast við þann andlega kraft sem mun lyfta okkur frá núverandi andlegu ástandi okkar upp í það ástand sem leyfir okkur að verða fullkomin eins og frelsarinn.10 Öldungur D. Todd Christofferson hefur kennt eftirfarandi um þetta ferli endurfæðingar: „Að endurfæðast, ólíkt líkamlegri fæðingu okkar, er meira ferli en atburður. Og að takast á við það ferli er aðaltilgangur jarðlífsins.“11

Nú skulum við kynna okkur hvert undirstöðuatriði kenningar Krists.

Í fyrsta lagi trú á Jesú Krist og friðþægingu hans. Spámennrinir hafa kennt okkur að trú hefst með því að heyra orð Krists.12 Orð Krists vitna um friðþægingarfórn hans og segja okkur hvernig við getum fengið fyrirgefningu, blessanir og upphafningu.13

Eftir að hafa heyrt orð Krists þá iðkum víð trú með því að velja að fylgja kenningum og fordæmi frelsarans.14 Nefí kenndi okkur að til þess að gera þetta verðum við að treysta „í einu og öllu á verðleika hans, sem máttinn hefur til að frelsa.“15 Því Jesús var guð í fortilverunni,16 lifði syndlausu lífi,17 og uppfyllti allar kröfur réttlætis fyrir þig og mig í friðþægingu sinni,18 hann hefur valdið og lyklana til að færa öllum mönnum upprisuna,19 og hann gerði það mögulegt að náð gæti sigrast á réttlæti undir skilyrðum iðrunar.20 Þegar við skiljum að við getum öðlast náð í gegnum verðleika Krists þá getum við „öðlast trú til iðrunar.“21 Það að treysta algerlega á verðleika Krists er því að treysta því að hann hafi gert það sem nauðsynlegt var til að bjarga okkur og svo að láta reyna á þá trú okkar.22

Trú veldur því svo að við hættum að hafa svo miklar áhyggjur af því hvað aðrir hugsa um okkur og förum að hugsa meira um hvað Guð hugsar um okkur.

Í öðru lagi, iðrun. Lamanítinn Samúel kenndi: „ef þér trúið á nafn [Krists], þá munuð þér iðrast allra synda yðar.“23 Iðrun er dýrmæt gjöf frá himneskum föður sem er okkur möguleg í gegnum fórn hans eingetna sonar. Það er sú aðferð sem faðirinn hefur gefið okkur sem gerir okkur kleift að breytast eða að snúa hugsunum okkar, gjörðum og tilvist okkar svo að við verðum sífellt líkari frelsara okkar.24 Það er ekki einungis fyrir stórar syndir heldur er það er daglegt ferli símats og sjálfsbætingu25 sem hjálpar okkur að sigrast á syndum okkar, ófullkomnleika, veikleikum og annmörkum.26 Iðrun veldur því að við verður „sannir fylgjendur“Krists, sem fyllir okkur kærleika27 og rekur burt ótta.28 Iðrun er ekki varaáætlun ef áætlun okkar um hið fullkomna líf gengur ekki upp.29 Áframhaldandi iðrun er eina leiðin sem getur veitt okkur varanlega gleði og gerir okkur kleift að snúa aftur til að lifa með himneskum föður okkar.

Í gegnum iðrun verðum við undirgefin og hlýðin vilja Guðs. Þetta gerum við ekki ein. Viðurkenning á gæsku Guðs og lítilleik okkar30 í samblandi við okkar besta framlag við að aðlaga hegðun okkar að vilja Guðs,31 færir náð í líf okkar.32 Náð er „guðdómleg hjálp eða styrkur, gefinn af mikilli miskunn og kærleika Jesú Krists … til að framkvæma góða hluti sem [við]gætum annars ekki viðhaldið ef við ættum að gera það af eigin getu.“33 Þar sem iðrun snýst um það að verða eins og frelsarinn, sem er ómögulegt upp á sitt einsdæmi, þá erum algerlega háð náð frelsarans til þess að gera nauðsynlegar breytingar á lífi okkar.

Er við iðrumst þá skiptum við út gömlu ranglátu hegðurnarmynstri, veikleikum, ófullkomleika og ótta fyrir nýja hegðun og trúarmynstur sem færir okkur nær frelsaranum og hjálpar okkur við að verða líkari honum.

Í þriðja lagi, skírn og sakramentið. Spámaðurinn Mormón kenndi að „frumgróði iðrunarinnar er skírnin.“34 Til að gera iðrunina algjörlega þá verður henni að fylgja helgiathöfn skírnarinnar, framkvæmd af þeim sem hefur prestdæmisvald Guðs. Fyrir kirkjuþegna þá eru sáttmálarnir sem gerðir eru við skírn og við önnur tilefni, endurnýjaðir er við meðtökum sakramentið.35

Í skírnarathöfninni og í sakramentinu, gerum við sáttmála um að halda boðorð föðurins og sonarins, að hafa Krist alltaf í huga og vera fús til að taka á okkur nafn Krists (eða verk hans og eiginleika36).37 Í staðinn gerir frelsarinn sáttmála um að fyrirgefa eða gefa okkur eftir syndir okkar38 og úthella anda sínum enn ríkulegar yfir okkur.39 Kristur lofar einnig að undirbúa okkur fyrir eilíft lif með því að hjálpa okkur að verða eins og hann.40

Douglas D. Holmes, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Piltafélagsins, ritaði: „Helgiathafnir skírnar og sakramentis eru táknrænar fyrir bæði lokaniðurstöðuna og endurfæðingarferlið. Með skírninni gröfum við okkar gamla holdlega mann og stígum fram til nýs lífs.41 Með sakramentinu lærum við að sú breyting er áframhaldandi ferli, stöðugra hægfara breytinga, viku fyrir viku, er við iðrumst, skuldbindum okkur og meðtökum fleiri gjafir andans og [verðum líkari frelsara okkar].“42

Helgiathafnir og sáttmálar eru nauðsynleg innan kenninga Krists. Hinn guðlegi kraftur verður augljós í lífi okkar í gegnum það að meðtaka helgiathafnir prestdæmisins verðuglega og að halda meðfylgjandi sáttmála.43 Öldungur D. Todd Christofferson útskýrði að þessi „guðlegi kraftur“ komi í persónu og fyrir áhrif heilags anda.“44

Í fjórða lagi, gjöf heilags anda. Eftir skírn er okkur gefin gjöf heilags anda með helgiathöfn staðfestingar.45 Ef við meðtökum hana þá leyfir þessi gjöf okkur að hafa stöðuga samfylgd Guðs46 og áfamhaldandi aðgang að þeirri náð sem er innbyggð áhrifum hans.

Sem staðfastur félagi okkar veitir heilagur andi okkur aukinn kraft og styrk til að halda sáttmála okkar.47 Hann helgar okkur einnig,48 sem þýðir að hann gerir okkur „frí frá synd, flekklaus, hrein og heilög í gegnum friðþægingu Jesú Krists.“49 Helgunarferlið hreinsar okkur ekki einungis, heldur veitir okkur nauðsynlegar andlegar gjafir og guðlega eiginleika frelsarans50 og breytir eðli okkar,51 á þann hátt að „við hneigjumst ekki lengur til illra verka.“52 Í hvert sinn sem við meðtökum heilagan anda inn í líf okkar í gegnum trú, iðrun, helgiathafnir, kristilega þjónustu og önnur réttlát verk, þá breytumst við, skref fyrir skref, þar til að við verðum eins og Kristur.53

Í fimmta lagi, að standast allt til enda. Spámaðurinn Nefí kenndi að eftir að við meðtökum gjöf heilags anda verðum við að „ [fylgja] staðfastlega fordæmi sonar hins lifanda Guðs allt til enda.“54 Öldungur Dale G. Renlund hefur lýst þessu þessu ferli, að standast allt til enda, á eftirfarandi hátt: „Við getum orðið fullkomin með því að „treysta [ítrekað og endurtekið]… á“ kenningu Krists, iðka trú á hann, iðrast, meðtaka sakramentið til endurnýjunar sáttmála okkar og blessana skírnarinnar og taka á móti heilögum anda í auknum mæli sem stöðugum förunaut okkar. Er við gerum svo, þá verðum við líkari Kristi og getum staðist allt til enda, með öllu sem því fylgir.“55

Með öðrum orðum, ferlið að meðtaka heilagan anda og sú breyting sem verður á okkur, byggir trú okkar enn frekar. Aukin trú leiðir til aukinnar iðrunar. Er við því fórnum hjörtum okkar og syndum á táknrænan hátt, á altari sakramentisins, meðtökum við heilagan anda á hærra þrepi. Að meðtaka heilagan anda á hærra þrepi færir okkur áleiðis á veginum að því að verða endurfædd. Þegar við höldum þessu ferli áfram og hljótum allar helgiathafnir og sáttmála fagnaðarerindisins þá þiggjum við „náð á náð ofan“ þar til við meðtökum fyllingu.56

Við verðum að tileinka okkur kenningu Krists í lífi okkar

Bræður og systur er við tileinkum okkur kenningu Krists í lífi okkar, þá erum við blessuð bæði stundlega og andlega, jafnvel í raunum. Að lokum getum við „[höndlað] ... þannig allt hið góða.“57 Ég ber vitni um að þetta ferli hefur gerst og heldur áfram að gerast í mínu eigin lífi, skref fyrir skref, smátt og smátt.

Það sem mikilvægara er, við verðum að tileinka okkur kenningu Krists í lífi okkar því að það sér okkur fyrir hinum eina vegi aftur til himnesks föður. Þetta er eina leiðin til að taka á móti frelsaranum og að verða synir hans og dætur.58 Í raun er eina leiðin til að vera leystur frá synd og að þroskast andlega er að tileinka okkur kenningu Krists í lífi okkar.59 Hinn kosturinn er, eins og postulinn Jóhannes kenndi „Sérhver sem … er ekki stöðugur í kenningu Krists, hefur ekki Guð.“60 Jesús sjálfur sagði Nefítunum tólf að ef við náum ekki að iðka trú á Krist, iðrast, skírast og standast allt til enda „sá hinn sami verður höggvinn niður og honum varpað á eldinn, og þaðan er engin leið til baka.“61

Hvernig getum við tileinkað okkur kenningu Krists betur í lífi okkar? Ein leið væri að reyna meðvitað í hverri viku að undirbúa sig fyrir sakramentið með því að taka sér tíma til að íhuga, með bæn í huga, hvar við þurfum mest að bæta okkur. Við gætum þannig fært að minnsta kosti eina fórn að altari sakramentisins, eitthvað sem heldur okkur frá því að vera eins og Kristur, og grátbeðið í trú um hjálp, beðið um nauðsynlegar andlegar gjafir, og gert sáttmála um að bæta okkur í komandi viku.62 Er við gerum svo þá mun heilagur andi koma inn í líf okkar á hærra þrepi en fyrr og við munum hafa styrkinn til að sigrast á ófullkomleika okkar.

Ég vitna um að Jesú Kristur er frelsari heimsins og hans nafn er það eina sem getur frelsað okkur.63 Allt hið góða kemur frá honum.64 Til að í raun „[höndla] allt hið góða “65 þar á meðal eilíft líf, þá verðum við að staðfastlega hagnýta kenningar Krists í lífi okkar. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen.