2010–2019
Ó, hversu mikilfengleg er áætlun Guðs vors!
Október 2016


Ó, hversu mikilfengleg er áætlun Guðs vors!

Við erum umlukin svo miklu magni af ljósi og sannleika, fyllt andakt og innblæstri, að ég velti fyrir mér hvort við í raun fáum réttilega metið það sem við höfum.

Hve blessuð við erum að koma saman að nýju á þessari heimsráðstefnu, undir handleiðslu og stjórn okkar ástkæra spámanns, Thomas S. Monson forseta. Við elskum og styðjum þig af öllu hjarta!

Á starfsferli mínum sem flugmaður, þá reiddi ég mig mjög á nákvæmni og áreiðanleika tölvukerfa, en þurfti vart að nota mína eigin persónulegu tölvu. Í stjórnsýslu minni, þá hafði ég, sem framkvæmdastjóri, aðstoðarmanneskju og ritara, sem var svo vinsamleg að hjálpa mér við viðfangsefnið.

Allt þetta breytist árið 1994, þegar ég var kallaður sem aðalvaldhafi kirkjunnar. Í þeirri köllun fólust mörg dásamleg tækifæri til þjónustu, en stór hluti starfsins fólst líka í stjórnsýslu – meira en mér hafði dottið í hug.

Mér til skelfingar, þá var gagnlegasta tækið til að hafa hreint borð í stjórnsýslunni, einkatalvan mín.

Í fyrsta sinn í lífinu þurfti ég að kafa ofan í þessa óskiljanlegu og flóknu og furðuheima.

Allt fá upphafi fór ekki vel á með mér og tölvunni.

Hæft tæknisinnað fólk reyndi að kenna mér að nota tölvuna. Það stóð bókstaflega að baki mér, beygði sig stundum yfir öxlina á mér og lék ógreinanlega og fimlega á lyklaborðið með fingrunum.

„Skilurðu?“ sagði það hreykið. „Svona áttu að gera þetta.“

Ég skildi ekki. Þetta var erfiður lærdómur.

Eins og að berja haus við stein.

Þetta var tímafrekt, krafðist endurtekninga, þolinmæðar, mikillar vonar og trúar, hvatningar frá eiginkonu minni og margra lítra af gosdrykkjum, sem ég gef ekki upp nafnið á.

Nú, 22 árum síðar, er tölvutæknin hvarvetna. Ég hef netfang, tvíttaðgang og Fésbókarsíðu. Ég á snjallsíma, spjaldtölvu, fartölvu og stafræna myndavél. Þótt tæknikunnátta mín jafnist ekki á við tæknikunnáttu dæmigerðs sjö ára drengs, þá stend ég mig bara nokkuð vel, miðað við sjötugsaldurinn.

Ég hef hins vegar komist að nokkru áhugaverðu. Tæknin verður því sjálfsagðri, því sleipari sem ég verð í henni.

Í sögu mannkyns hefur samskiptahraðinn að stórum hluta miðast við hraða hestsins. Að senda skilaboð og fá svar til baka gat oft tekið marga daga, jafnvel mánuði. Á þessum tíma fara skilaboðin þúsundir kílómetra út í loftið eða þúsundir metra ofan í hafið, til einhvers hinum megin á hnettinum og ef einhver dráttur verður á þeim, jafnvel seiknunn um fáeinar sekúndur, þá verðum við pirruð og óþolinmóð.

Það virðist eðlislægt mönnum að nýjabrumið hverfi smám saman, jafnvel af því undraverða sem veitti andakt og innblástur, svo það verði sjálfsagt og hversdagslegt.

Tökum við andlegum sannleika sem sjálfsögðum?

Það er kannsi ekkert tiltökumál að taka tækni og þægindum okkar tíma sem sjálfsögðum. Stundum verðu það þó einmitt viðhorf okkar gagnvart hinni eilífu og sálarlífgandi kenningu fagnaðarerindis Jesú Krists. Í kirkju Jesú Krists hefur okkur verið gefið svo ótalmargt. Við erum umlukin svo miklu magni af ljósi og sannleika, fyllt andakt og innblæstri, að ég velti fyrir mér hvort við í raun fáum réttilega metið það sem við höfum.

Hugsið um þá lærisveina frelsarans sem voru með honum í jarðneskri þjónustu hans. Gerið ykkur í hugarlund þakklætið og lotninguna sem hljóta að hafa fyllt huga þeirra og hjörtu, þegar þeir sáu hann upprisinn úr gröfinni og þreifuðu á handasárum hans. Líf þeirra yrði aldrei samt!

Hugsið um hina fyrri tíma heilögu, þessarar ráðsályktunar, sem þekktu spámanninn Joseph og heyrðu hann prédika hið endurreysta fagnaðarerindi. Gerið ykkur í hugarlund hvernig þeim hlýtur að hafa liðið yfir þeirri vitneskju sinni að hulunni á milli himins og jarðar hefði enn á ný verið svipt frá og ljósi og þekkingu verið úthellt á jörðu frá okkar himnesku heimkynum að ofan.

Það sem mikilvægara er, hugsið um hvernig ykkur leið þegar þið fyrst trúðuð og skilduð að þið væruð vissulega barn Guð; að Jesús Kristur þjáðist fúslega fyrir syndir ykkar, svo að þið yrðuð hrein að nýju; að kraftur prestdæmisins væri raunverulegur og megnaði að binda ykkur ástvinum ykkar um tíma og eilífð; að lifandi spámaður væri á jörðunni í dag. Er þetta ekki dásamlegt og undravert?

Hvernig er það mögulegt, með allt þetta í huga, að við af öllu öðru fólki séum ekki full eftirvæntingar yfir að sækja tilbeiðsluþjónustur kirkjunnar? Eða að við þreytumst á því að lesa ritningarnar? Ég geri ráð fyrir að það gæti aðeins gerst ef hjarta okkar væri orðið tilfinningalaust og gæti ekki upplifað þakklæti og hrifningu yfir hinum himnesku og helgu gjöfum sem Guð hefur gefið okkur. Lífgefandi sannleikur blasir við okkur rétt innan handar, en þrátt fyrir það erum við stundum andvaralaus á vegi lærisveinsins. Of oft látum við ófullkomleika sammeðlima okkar trufla okkur, í stað þess að fylgja meistara okkar. Á vegi okkar liggja hvarvetna gimsteinar, en við sjáum þá varla fyrir hinum venjulegu steinvölum.

Kunnuglegur boðskapur

Þegar ég var ungur maður, þá spurðu vinir mínir mig um trúarbrögð mín. Oft byrjaði ég á því að útskýra það sem sérstaklega einkenndi þau, líkt og Vísdómsorðið. Stundum lagði ég áherslu á það sem sameiginlegt var með öðrum kristnum trúarbrögðum. Ekkert af þessu virtist ná að hrífa þá sérstaklega. Þegar ég aftur á móti útskýrði hina miklu sæluáætlun föður okkar á himnum fyrir börn hans, fangaði ég athygli þeirra.

Ég minnist þess að hafa reynt að teikna áætlun sáluhjálpar á töflu í kennslustofu kapellu okkar í Frankfut, Þýskalandi. Ég teiknaði hringi sem táknuðu fortilveruna, jarðlífið og heimkyni okkar hjá himneskum föður að þessu lífi loknu.

Ég hafði unun af því sem unglingur að miðla þessum hrífandi boðskap. Þegar ég útskýrði þessar reglur með mínum einföldu orðum, þá fylltist hjarta mitt af þakklæti fyrir Guð, sem elskar börn sín, og frelsarann, sem endurleysti okkur öll frá dauða og helju. Ég hreifst svo að þessum boðskap kærleika, gleði og vonar.

Sumir vina minna sögðu þennan boðskap vera kunnuglegan, jafnvel þótt ekkert slíkt hefði verið kennt í trúaruppeldi þeirra. Það var líkt og þeir hefðu alltaf vitað að þetta væri sannleikur, líkt og ég hefði aðeins varpað ljósi á nokkuð sem þegar væri rótfast í hjörtum þeirra.

Við höfum svör!

Ég trúi að sérhver mannvera hafi í hjarta sínu einhverjar grundvallarspurningar um sjálft lífið. Hvaðan kom ég? Hvers vegna er ég hér? Hvað verður um mig eftir dauðann?

Dauðlegir menn hafa allt frá upphafi tímans spurt sig slíkra spurninga. Heimspekingar, fræðimenn og spekingar hafa varið bæði ævi og auði í að leita svara við slíkum spurningum

Ég er þakklátur fyrir að hið endurreista fagnaaðrerindi Jesú Krists hefur svörin við flestum erfiðustu spurningum lífsins. Þau svör eru kennd í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þau eru svo einföld, blátt áfram og auðveld að skilja. Þau eru innblásandi og við kennum þau þriggja ára börnum í sólargeislabekkjum.

Bræður og sytur, við erum eilífar verur, án upphafs og endis. Við höfum alltaf átt okkur tilveru.1 Við erum bókstaflega andabörn guðlegra, ódauðlegra, almáttugra himneskra foreldra!

Við komum frá himneskri hirð Drottins Guðs almáttugs. Við tilheyrum hinum konunglegu heimkynnum Elóhims, hins æðsta Guðs. Við vorum með honum í fortilverunni. Við hlustuðum á hann tala, sáum tign hans, lærðum hætti hans.

Við tókum þátt í stórþingi, þar sem okkar ástkæri faðir kynnti okkur áætlun sína – um að okkur væri ætlað að fara til jarðar, íklæðast dauðlegum líkama, læra að velja á milli góðs og ills og fara í gegnum þróun sem ekki væri möguleg á annan hátt.

Við vissum að þegar við færum í gegnum huluna í jarðlífið hér, þá yrði minningin um fyrra líf ekki lengur fyrir hendi. Við myndum upplifa mótlæti og andstreymi og freistingar. Okkur var líka ljóst að afar mikilvægt væri að við hlytum efnislíkama. Ó, hve heitt við þráðum að okkur lærðist að velja rétt, sigrast á freistingum Satans, svo við fengjum loks snúið að nýju til okkar ástkæru himneskra foreldra.

Við vissum að við myndum syndga og gera mistök – hugsanlega líka alvarleg mistök. Við vissum hins vegar líka að frelsari okkar, Jesús Kristur, hafði lofað að koma til jarðar, lifa syndlausu lífi og fórna lífi sínu af fúsum vilja, sem eilífa fórn. Við vissum að ef við gæfum honum hjarta okkar, treystum honum og reyndum af öllum sálarmætti að fara veg lærisveinsins, yrðum við lauguð hrein og kæmumst aftur í návist okkar ástkæra himneska föður.

Þannig að með trú á friðþægingu Jesú Krists, þá samþykktum við af frjálsum vilja áætlun himnesks föður.

Þetta er ástæða þess að við erum hér á þessari fallega jarðarhnetti – vegna þess að Guð veitti okkur það tækifæri og við völdum að grípa það. Jarðlífið okkar er samt sem áður bara tímabundið og því mun ljúka með dauða efnislíkama okkar. Okkar eigin tilveruvitund, hver við erum, mun hins vegar ekki eyðast. Andi okkar mun halda áfram að lifa og bíða fram að upprisunni – sem er endurgjaldslaus gjöf til okkar allra frá okkar himneska föður og syni hans, Jesú Kristi.2 Í upprisunni mun andi okkar síðan sameinast efnislíkamanum, sem verður óháður sársauka og líkamlegum annmörkum.

Eftir upprisuna kemur dagur dómsins. Þótt allir munu að lokum verða óhultir og erfa dýrðarríki, þá munu þeir sem treystu Guði og leituðust við að lifa eftir lögmálum og helgiathöfnum hans erfa líf í eilífðunum, sem eru ólýsanlegar að dýrð og yfirþyrmandi að mikilfengleika.

Dagur dómsins mun verða dagur miskunnar og kærleika – er brostin hjörtu verða grædd, er sorgartár breytast í þakklætistár og allt mun fært til rétts vegar.3

Já, það verðu djúp sorg yfir synd. Já, við munum fyllast eftirsjá og jafnvel angist yfir mistökum okkar, heimsku og þrákelkni, sem leiddu til þess að við glötuðum tækifærum til enn glæstari framtíðar.

Ég er hins vegar viss um að við munum ekki aðeins verða ánægð með dóm Guðs, heldur bergnuminn og gagntekinn af hinni óendanlegu náð, miskunn, örlæti og elsku í garð okkar, barna hans. Ef þrá okkar og verk hafa verið góð, ef við höfum trúað á lifandi Guð, þá getum við vænst þess sem Moróní lýsti sem „[ljúfum] dómgrindum hins mikla Jehóva, hins eilífa dómara.“4

Pro Tanto Quid Retribuamus

Ástkæru bræður og systur, kæru vinir mínir, fyllist þið ekki undrun og hrifningu er þið ígrundið hina miklu sæluáætlun sem faðir okkar hefur gert að veruleika fyrir okkur? Fyllist þið ekki ólýsanlegri gleði yfir vitneskjunni um hina dýrðlegu framtíð sem öllum er búinn sem setja traust sitt á Drottin?

Ef þið hafið einhvern tíma upplifað slíka hrifningu og gleði, þá hvet ég ykkur til að leita hins einfalda og djúpa sannleika hins endurreista fagnaðarerindis og læra hann og ígrunda. „Látið hátíðleika eilífðarinnar hvíla í hugum yðar.“5 Látið hann vitna fyrir ykkur um guðleika sáluhjálparáætlunarinnar.

Ef þið hafið áður upplifað slíka hluti, þá spyr ég ykkur í dag: „Finnið [þið] slíkt nú?“6

Nýlega bauðst mér tækifæri til að fara til Belfast á Norður-Írlandi. Þegar ég var þar, þá tók ég eftir hermerki Belfast, sem hafði einkunnarorðin: „Pro tanto quid retribuamus,“ eða „Hvað ber okkur að gefa til baka fyrir svo mikið?“7

Ég hvet hvert ykkar til að ígrunda þessa spurningu. Hvað ber okkur að gefa til baka fyrir að Guð hefur úthellt yfir okkur svo miklu ljósi og sannleika?

Faðir okka á himnum býður okkur einfaldlega að lifa eftir þeim sannleika sem við höfum þegar tekið á móti og fylgjum þeim vegi sem hann hefur markað okkur. Við skulum því vera hugrökk, treysta á handleiðslu andans . Við skulum, í orði og verki, miðla samferðafólki okkar hinum dásamlega og innblásna boðskap um hamingjuáætlun Guðs. Við skulum gera það af elsku til Guðs og barna hans, því þau eru bræður okkar og systur. Á þessu getum við byrjað til endurgjalds fyrir svo mikið.

„Sérhvert kné mun beygja sig og sérhver tunga gjöra játningu,“ einhvern daginn, um að vegir Guðs séu réttvísir og áætlun hans fullkominn.8 Látum þann dag verða í dag, hvað okkur varðar. Við skulum lýsa yfir með Jakob til forna: „Ó, hversu mikilfengleg er áætlun Guðs vors!“9

Um þetta ber ég vitni af innilegu þakklæti til okkar himneska föður, um leið og ég veiti ykkur blessun mína, í nafni Jesú Krists, amen.